Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Avatar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
VÁ!
AVATAR

Vá hvar á ég að byrja?!
Held ég komi því bara strax á framfæri að þessi mynd er MUST SEE í 3D, það er ekkert um annað að ræða. Langt áður en þessi mynd kom í bíó ákvað ég að fara á hana með 0 væntingar því að slíkt getur skaðað og mig langaði heldur ekki að vera búinn að ákveða að hún yrði góð en viti menn hún var ekki bara góð, hún var FRÁBÆR. James Cameron hefur verið burtu í langan tíma og hann er svo sannarlega kominn aftur en jæja ég ætla að hætta að missa mig svona yfir henni og gefa henni svona mína gagnrýni.

Málið við AVATAR eru tæknibrellurnar og þrívíddin og allt það dæmi, við höfum margoft séð þennan söguþráð enda vissi maður fyrir hlé hvernig þetta myndi enda þannig að mér finnst söguþráðurinn vera að hluta til svolítil klisja því að það var spilað á öll spilin *HUGSANLEGUR SPOILER*
Þegar sagt var frá þessari flugeðlu Toruk eitthvað þá vissi maður að Jake myndi á endanum vera sá náungi, Hann svíkur mennina og gengur í lið með hinum og þannig.

*SPOILER ENDAR*

EN það þarf ekki að vera slæmt að vera með semí klisjulegan söguþráð því að það sem James Cameron gerir er að fela það með tæknibrellum sem þú átt eftir að missa þig yfir, með bardögum sem að þú gætir ekki ímyndað þér og með RUGL flottri plánetu og fullt af flottu rugli sem ég get ekki talið upp. Allir leikararnir standa sig mjög vel finnst mér og mér finnst hreint út sagt ótrúlegt hvað Sam Worthington er að næla sér í bitastæð hlutverk. Myndin er 160 mínútur en mér fannst hún lýða fáránlega hratt og ég vildi MEIRA, fyrir hlé var alveg magnað en þegar lætin fóru að byrja þá fannst mér eins og Cameron hafði sleppt einhverju, mér fannst eitthvað vanta upp á og mér fannst eins og þeir væru að drífa sig soldið í gegn og koma bardaganum strax í gang en ég hef engar efasemdir um það að það muni koma út Extended eða Director's cut útgáfa út á DVD enda ætla ég svo sannarlega að næla mér í það kvikindi.

James Cameron er hér með búinn að skapa ótrúlegan heim og persónurnar og allt í þessari mynd er ótrúlegt og mér var ekki sama um hver myndi deyja því að maður tengist persónunum og þessi mynd er MJÖG vel heppnuð.Ég verð samt að fara soldið út í persónurnar Jake Sully eða Jakesully er frábær karakter og mannlegur og mjög vel heppnaður, Neytiri er grimm og eflaust ein heitasta geimvera sem hefur verið á skjánum, en skemmtilegasti karakterinn fannst mér vera ofurstinn Quaritch hann var one BAD motherfucker og alger harðjaxl.

Ég get ekki annað gert en að gefa þessari mynd suddaleg meðmæli enda er hún frábær.

9/10 FARIÐ Á HANA Í BÍÓ Í 3D!

P.S Ég fékk gæsahúð svona 7 sinnum út alla myndina :D
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Day the Earth Stood Still
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vonbrigði
Skellti mér á þessa mynd fyrir stuttu síðan og já það eina sem ég get sagt er að þetta voru vonbrigði.

Ég fór á þessa mynd með mjög miklar væntingar(veit að það getur eyðilagt fyrir manni) og því miður stóðst þessi mynd ekki þær væntingar :( Núna ætla ég að telja upp afhverju mér fannst hún ekki góð.

1. Samtölin voru hræpilega leiðinleg.

2. Jennifer Connelly fór hreinlega í taugarnar á mér , það eina sem hún gerði í myndinni var að segja það sama aftur og aftur: We can change, give us a chance.

3. Handritið var leiðinlegt, langdregið, og í langann tíma í myndinni gerðist hreinlega ekkert!

Það eina sem heldur þessari mynd uppi eru tæknibrellurnar ( sem eru hreint ótrúlegar!) Þó að Keanu hafi kannski ekkert verið þannig að ''leika'' þá var hann samt helvíti góður sem Klaatu ég veit ekki afhverju mer finnst það en mér fannst hann svalur.

5/10 Leigja eða dl :/
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Spirit
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Almáttugur!!
Vá hvað get ég sagt? umm....... Þetta var bara hreint út sagt algjör hryllingur. Því miður Frank þó að ég sé mikill aðdáandi þá er þessi mynd alls ekki að virka. Hún er hallærisleg, pirrandi, léleg samtöl, fáránlegar línur, og bara algjört shit! sorrý... æh veit varla hvað ég get sagt meira ég er bara í smá sjokki eftir þessa reynslu. Eftir fyrstu 15 mínúturnar þá langaði mig að fara.

Fáranlegar línur eins og I'm the Octopus I got eight of everything, og Toilet's are always funny, þessar línur gáfu manni algjöran kjánahroll.


Frank Miller er frábær handritshöfundur og rithöfundur en sem leikstjóri er hann ekki að gera sig. Frank haltu þig við handritin og hættu að reyna að gera aðra Sin City þetta var nákvæmlega eins þegar kom að litnum og svona.

Frank miller og David S. Goyer eru frábærir handritshöfundur en ekki sem leikstjórar og þess vegna ættu þeir að halda sig við það sem þeir eru góðir í , það góða við þessa mynd hinsvegar voru gellurnar í myndinni: Eva Mendez, Scarlett Johansson og fleiri og það er eiginlega þess vegna sem að ég gef þessari mynd 3 stjörnur og kannski smá fyrir litinn.

Ekki fara á þessa mynd, ekki dl henni látið hana bara algjörlega vera.

3/10 ekki nógu gott Frank :(
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
WALL·E
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Meistaraverk
Já þegar ég fór í bíó á Wall-E þá fannst mér hún ekkert eins frábær og allir voru að tala um, en ég fékk hana á dvd fyrir stuttu og ákvað að horfa á hana aftur og ég er núna sammála því að þetta sé einfaldlega MEISTARAVERK. Þetta er svo vel gerð mynd og persónusköpunin á Wall-E er alveg frábær einnig kemestríið milli Wall-E og EVE er ótrúlega vel gert, eftir að ég horfði á þessa mynd þá leið mér einhvernveginn betur þetta er það góð mynd. Þessi er MUST fyrir alla aldurshópa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei