Gagnrýni eftir:
Children of Men
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég fór á þessa mynd og vissi ekkert hvað ég var að fara á þannig ég vissi ekkert við hverju ég mátti búast. Þessi mynd gefur manni nýja og frekar slæma sýn inn í framtíðina. Ágætis söguþráður með mörgum skemmtilegum pælingum.
The Island
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Í stuttu máli fjállar myndin um klón sem búa í neðanjarðarhýsi og lifa þeim misskilninga að jörðin sé menguð og að þeim hafi verið bjargað á þennan stað, þau bíða öll eftir að komast á “Eyjuna” sem er staðurinn sem þau fara á þegar þau vinna í lottóinu sem er eitt stórt plat. Ég var mjög sáttur með þessa mynd þrátt fyrir að myndin sé ekkert fullkomin í alla staða eins og til dæmis er fullt af hlutum í myndinn sem eru hálf asnalegir eins og hvernig klónin Lincoln og Jordan lifa einhvernvegin allt af en aðal málið er að myndin nær mann til að hugsa um hluti sem maður pælir ekkert allt of mikið í. Svo er margt sagt í myndinni sem er sniðugt eins og fullyrðingin sem guðinn yfir klónin kemur með sem segir að klónin séu manneskjur en að þau hafi ekki sál. Er rétt að klóna fólk? Hvað gerir klón aðskilið frá venjulegum persónum? Hvað gerir okkur eiginlega að persónum? Hvað gerir okkur að því að við getum haft persónuskilríki en ekki klón, eru þau ekki persónur? Er réttlætanlegt að drepa klón? Hafa klón sál?