Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Troy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ekki beint besta mynd sem maður hefur séð, og hvað þá fyrir peningin sem fór í hana. Þó Hollywood sé frægt fyrir að spreða peningnum í rusl þá hefði nú alveg mátt reyna að nýta hann aðeins betur hér. Myndin er óneytanlega glæsileg, útlitslega séð og er sviðsmyndin frábær. Brad Pitt er fínn í sínu hlutverki en ekki finnst mér mikið varið í þá persónu. Orlando Bloom finnst mér standa uppúr, þó persóna hans sé ekki skárri og fer mikið í taugarnar á mér. En einhvernveigin er hann einmitt maðurinn í þetta. Wolfgang Petersen er ekki að koma neinu mestaraverki hér á framfæri þó hann sé ekki að valda mér neinum vonbrygðum, þannig séð. Myndatökurnar eru oft frekar flottar og tónlistin er einnig mjög góð. Ég er ekki sáttur með endirinn, en eins og oft áður vill hann klikka í svona stórmyndum. Mér fannst eins og þeir væru að falla á tíma við gerð þessara myndar og drifið hann bara af. Flott mynd og góð skemmtun, alls ekkert meistaraverk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Taxi 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að játa það á mig að ég hef ekki horft á fyrstu tvær Taxi myndinar. Taxi 3 var engu að síður frábær skemmtun og kom mér verulega á óvart. Franskar myndir hafa oft verið í svolitlu uppáhaldi hjá mér og þá aðallega franski húmorinn. Hér fékk ég minn skammt af honum og leið ekki langur tími milli brandara. Hasaratriðin voru mjög flott og var hraðinn mikill. Ég get ekki kvartað undan neinum leikara og voru allar persónur mjög fínar. Þetta er svolítið öðruvísi grín/hasarmynd en maður er vanur að sjá úr Hollywood heiminum og er ekkert nema gott um það að segja. Tónlistin var svolítið sérstök en myndatökurnar gengu vel upp. Taxi 3 er alveg 3.stjarna afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Core
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hafði ekkert að gera í kvöld og ákvað að horfa á The Core sem var að byrja á Stöð 2. Ég var langt í frá sáttur með þetta mynd þó ég hafi nú ekki gert miklar væntingar til hennar. Markmiðið með þessu handriti er að halda áhorfandanum spenntum frá upphafi til enda og reyna að skemmta honum þó það virki nú ekkert alltof vel. Einnig þarf handritið á góðum tæknibrellum að halda til að eiga einhverja möguleika að ganga upp en tæknibrellurnar geta langt í frá talist góðar. Ef tæknibrellurnar eru orðnar 2.flokks í mynd eins og þessarri þá vantar mjög mikið. Myndin er mjög óraunhæf en ég reyni að láta það liggja milli hluta þar sem þetta er jú, bara kvikmynd, eins og maður segir oft. Hún inniheldur endalausar klisjur og fannst mér oft eins og ég hafði séð þessa mynd áður. Ég er ekki sáttur með leikaraliðið nema Delroy Lindo, en hann er sá eini sem gerir eitthvað þarna með viti. Tónlistin minnti mig á mynd frá 1980, sem er ekki gott í mynd sem gerð er árið 2002. Stórslysamynd sem nær að kítla spennutaugarnar annaslægið, en gengur alls ekki upp yfir heildina litið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gothika
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég horfði á þessa mynd, fannst mér eins og ég hefði séð hana áður. Reyndar var mikil til í því en ég var búinn að sjá trailerinn og þá vissi ég einum of mikið. Það var fátt sem kom mér á óvart, kannski vegna þess að ég hafði séð trailerinn. Þrátt fyrir það var söguþráðurinn yfir heildina ekki sem verstur. Ekki það að skemmtanagildið hafi verið mikið en mestan hlutann af myndinni beið ég eftir einhverju góðu atriði sem ég hafði ekki séð áður (minni enn og aftur á trailerinn). Halle Berry var fín og fannst mér henni takast ágætlega að ná hálf klikkaðri manneksju sem reyndi að sannfæra allt og alla um eitthvað sem hún gerði ekki. Ég get ekki sagt að leikstjóranum hafi tekist að bregða mér og hræða mig mikið við þau atriði sem áttu að virka þannig en þau voru ekki uppá marga fiska að mínu mati. Til að toppa þetta tveggja stjarna áhorf var endirinn alls ekki góður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Big Fish
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Big Fish er rosalega frumleg og sérstök mynd sem kemur skemmtilega á óvart. Ewan McGregor leikur hér sögupersónu sem hræðist varla neitt og kemst áfram í lífinu á ótrúlegan hátt. Hann segir sjálfur frá sögunum þegar hann er orðinn gamall og er þá leikinn af Albert Finney. Hér sínir Tim Burton fram á snilldar leikstjórn og fær hann prik hjá mér fyrir að fara óhefbundna leið í kvikmyndagerð. Big Fish er róleg, ljúf og falleg mynd sem inniheldur einnig fallega tónlist og snilldar leik. Undir lokin fannst mér myndin vera orðin aðeins of löng fyrir þetta efni en þrátt fyrir það fær hún 3 stjörnur og á ekkert minna skilið að mínu mati.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kill Bill: Vol. 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þó fyrri myndin hafi verið góð, bjóst ég ekki við betri mynd númer 2. Í þessari mynd er sagt ítarlega frá því sem gerist í fyrri myndinni sem áhorfandinn fékk ekki að vita, og skýrast sumir hlutir betur. Ekki er alveg eins mikið um jafn blóðuga bardaga hér og í fyrri myndinni en þó eru þeir þó nokkrir og eru allir mjög flottir. Eitt af því sem ég er mjög ánægður með er að mörg atriðin eru ekki fyrirsjáanleg og býst maður oft við allt öðru en gerist. Mikla reiði og kvöl fékk maður að sjá og var það vel túlkað með góðum leik og myndatöku. Tónlistin er mjög svipuð og í fyrri myndinni en er ekki notuð við mjög mörg atriði. Þó finnst mér að endirinn hefði mátt vera betri, og ekki alveg svona langdreginn. Myndinni tókst heldur betur að bjarga kvöldinu og er þetta ein af betri bardaga myndum sem ég man eftir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kill Bill: Vol. 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kill Bill er eins og nær allir vita aðeins fyrsti hluti þessara sögu. Þó Quentin Tarantino hefði vilja setja allt efnið í eina mynd fékk hann það ekki, og hefði örugglega ekki komið verr út þó hann hefði fengið að gera það. Jú stundum gat myndin verið svolítið langdregin á köflum en þó ekkert til að væla útaf. Eftirvæntingar mínar voru mjög miklar og stóðust þær nokkurnvegin. Myndin var mjög frumleg miðað við þær myndir sem maður er vanur að sjá s.s. aðrar Hollywood myndir, tónlistin var mjög sérstök og virkaði ágætlega. Bardaga atriðin voru einstaklega flott og vel gerð. Þar sem þetta er aðeins fyrri hluti sögunnar var endirinn ekki sá besti sem ég hef séð en sagan er ekki hápunktur myndarinnar, heldur bardagarnir. Yfir heildina innihélt mynin mikið blóð, mikla reiði og síðast en ekki síst hágæða bardaga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mystic River
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vissi við hverju mátti búast þegar ég ákvað að taka Mystic River á leigu miðað við hvað ég hafði lesið um hana. Ég var ekki fyrir neinum vonbrigðum þrátt fyrir það sem ég hafði heyrt og séð. Þetta handrit er hreynt útsagt snilld! Ég gat ekki séð neinn svartan blett á þessari mynd og ekkert sem ég get sett útá. Leikaravalið var ekki á verri endanum enda skilaði það sér með góðum árangri á óskarsverðlauna hátíðinni í fyrra. Þar má nefna Sean Penn og Tim Robbins sem voru algjörir gullmolar. Einnig má nefna Laurence Fishburne sem mér fannst standa sér mjög vel. Clint Eastwood sannar enn og aftur að hann er fæddur í heim kvikmyndanna. Ég mæli með þessari fyrir þá sem vilja njóta þess að horfa á frábæran drama.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein af betri ævintýramyndum sem ég hef séð hingað til. Það kemur mér ekki á óvart þó hún sé tilnefnd til svona margra óskarsverðlauna, m.a. besta mynd. Jerry Bruckheimer er að gera góða hluti, loksinns! Og vona ég að hann sé að spóla sig uppúr hjólförunum sem hann hefur verið fastur í (vitið hvað ég meina). Johnny Deep fer á kostum sem ruglaður sjóræningi og tekst að gera bráðskemmtilega og eftirminnilega persónu. Ég vona að Gore Verbinski haldi sig á þessari braut en hér sýnir hann hversu megnugur hann er, með hjálp frábærs handrits. Tónlistin er alveg frábær (minnti mig á leikina Rainbow Six) og er einmitt í þannig stíl eins og ég vil hafa hana! Tæknibrellurnar eru auðvitað flottar en Jerry Bruckheimer er einmitt þekktur fyrir það. Ef þú vilt skemmta þér heima hjá þér í stofuni, taktu þá þessa!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Return of the King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er ekki í neinum vafa um að gefa Return of the king 4 stjörnur, hún fær hæðstu mögulegu einkun sem val er á. Þó ótúrlegt sé finnst mér hún slá báðum hinum myndunum við. Þetta er ein flottasta, skemmtilegasta og besta mynd sem ég hef séð (stór orð en sönn). Ég held að tíminn hafi sjaldan eða aldrei verið jafn fljótur að og þegar ég sat í bíóinu og naut þess að horfa á þetta snilldarverk. Búið er að bygga upp nær allan söguþráðin í fyrri myndunum og ekki þarf að kynna margar nýjar persónur núna, mest allt afþreying sem eftir var. Eina sem ég var orðinn svolítið þreyttur á voru sumar klisjur sem ég ætla ekki að nefna hér því ég ætla ekki að skemma fyrir neinum. Tæknibrellurnar eru svo glæsilegar að maður fær næstumþví gæsahúð á að horfa á sum atriðin og myndatökurnar eru ekki verri. Tónlistin fær oft hárin til að rísa og það kæmi mér alls ekki á óvart þó hún fái óskarinn í þeim flokki eins og mörgum öðrum. Leikararnir eru frábærir og ég spái því að Peter jackson fái óskarinn fyrir leikstjórn. Mynd fyrir þá sem kunna að meta góðar ævintýramyndir!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Phone Booth
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nokkuð skemmtileg og óvenjuleg mynd um mann sem haldinn er fastur inní símaklefa af leyniskyttu. Öll myndin er er um það, en það er ótrúlegt að myndinni tekst að vera ekki langdregin og fínasta afþreying. Joel Schumacher sínir hér hvað í honum býr og einnig Colin Farrell sem aðalpersóna myndarinnar. Það eina sem ég var ekki sáttur með var endirinn. Þrátt fyrir það var þetta fínasta afþreying og maður þarf ekki að hafa fyrir því að hugsa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Identity
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góður spennutryllir hér á ferðinni sem heldur manni límdum við skjáinn í c.a. 95 mín. Hún kom mér nokkuð á óvart en hún er um fólk sem festist á vegahóteli. Allar leiðir eru ófærar vegna mikillar rigningu og ekkert símasamband næst. Um nóttina fer fólk að týna töluni og enginn veit af hverju. James Mangold er að gera góða hluti og allir leikararnir eru að standa sig mjög vel, sérstaklega John Cusack sem svíkur aldrei. Það sem kom mér mest á óvart í myndinni var endirinn, svolítið frumlegur og sýnir að myndin er mjög vel skrifuð. Ef þú ert mikið fyrir hryllingsmyndir/spennutrylli, þá er þetta mynd fyrir þig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix Reloaded
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hverskonar framhaldi getur maður búist við af snilldar mynd eins og The Matrix? Maður gerði miklar væntingar en það má segja að þessi hafi staðist mínar kröfur þó svo hún hafi ekki verið alveg jafn góð og fyrsta myndin. Tæknibrellurnar eru frábærar og verður hart barist um óskarinn í þeim flokki. Myndatökur við hasaratriðin eru alveg til fyrirmynda og finnst mér tónlistinn einnig mjög flott og átti vel við. Ég er ekki alveg að fíla Keanu Reeves í þessu hlutverki en hann er alveg ágætur eins og í þeirri fyrri. Laurence Fishburne passar fullkomlega við persónuna sem hann leikur og leikur hana vel. Afþreyingin og hasarinn er meiri en ég bjóst við og er söguþráðurinn alveg ágætur, ekkert til að kvarta undan. Endirinn var frekar slappur en mér finnst hún missa 1/2 stjörnu fyrir hann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hours
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Svolítið skrítin mynd, en mjög góð hugmynd. Í mjög stuttu máli er hún um 3 konur sem eiga það sameiginlegt að þjást af miklu þunglyndi en lifa allar á mismunandi tímum. Myndin er frábærlega vel skrifuð. Hér er mikið verið að fjallað um hamingjuna í lífinu og þunglyndi, hvenær hamingjan blómstrar og að kunna að meta lífið. Leikaravalið er alls ekki í verri endanum en þeir voru allir frábærir. Nicole Kidman sýndi m.a. frábæran leik og Ed Harris var góður í sínu aukahlutverki. Ég var mjög ánægður með tónlistina en hún var mjög nett og róandi. Þetta er engin afþreyingamynd, maður þarf að setjast niður í ró og næði og gefa sér smá tíma til að horfa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég sá þessa mynd, var maður að sjálfsögðu búinn að heyra mjög mikið um hana og sjá pínu lítið úr henni.

Þrátt fyrir allar væntingarnar, stóðst hún þær kröfurnar sem ég gerði til hennar. Sagan er hér rétt að byrja, persónur kynntar og upphaf ferðarinnar til Mordor hefst. Mikil vinna var lögð í þessa mynd og ekki er hægt að fara fram á flottari myndatökur, betri leikara, betri leiksjóra, flottari búninga og flottari tæknibrellur. Svo síðast sé nefnt þá er það tónlistin sem skaraði einnig framúr, hún mun sitja í minninguni hjá mér um þessa mynd, lengi.

Umhverfið í myndini er fullkomið, passar akkúrat við atburðarrásina. Ég er ekki frá því að þetta sé besta mynd sem ég hef séð hingaðtil (með LOTR: The two towers).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Two Towers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Oftast er það þannig að myndir númer 2 í seríuni séu verri en þær fyrri. En það er ekki hægt að segja það um þessa mynd, ég get ekki gert upp á milli þeirra. Þó svo að fyrri myndin hafi byrjað betur, þá fannst mér þessi alltaf betri og betri þegar líða tók á hana og endirinn bjargaði henni alveg. Besta atriði sem ég hef séð af öllum þeim myndum sem ég hef horft á, var endirinn á þessarri. Hann var frábær í alla staði! Tæknibrellurnar og myndatökurnar voru til fyrirmynda og mun ég aldrei gleyma því sem ég upplifði þegar ég sá þetta langa bardaga atriði í fyrsta skipti.

Þessar myndir eru bilting í sögu kvikmynda, upplifunin á að horfa á þessi meistaraverk er einstök. Núna bíð ég bara eftir síðasta hlutanum og reyni að sjá hann við fyrsta tækifæri! 4 stjörnur, pottþétt!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Terminator 3: Rise of the Machines
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er nokkuð sáttur við þessa mynd miðað við hvernig Terminator 2 heppnaðist vel. Það er mjög erfitt að gera góða framhaldsmynd eftir henni sem stenst væntingar. Enda fór engin smá peningur í þessa mynd. Action atriðin voru frábær, manni leiddist ekki meðan á þeim stóð og nóg var til af þeim alla myndina. Handritið var mjög gott og var sagan alls ekki eyðinlögð. Arnold Schwarzenegger var góður í sínu hlutverki en hann passar fullkomlega í þetta. Nick Stahl var frekar slappur en vonda vélmennið (Kristanna Loken) passaði vel í sitt hlutverk. Einnig var ég ánægður með Claire Danes. Mjög góð mynd fyrir þá sem vilja afþreyingu frá upphafi til enda!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Texas Chainsaw Massacre
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin er um 4 ungmenni á leiðinni í frí (og flytja dóp). En á leiðinni lenda þau í miklu veseni og þurfa að stoppa hjá gamalli myllu og þar fara hræðilegir atburðir að gerast. Þó söguþráðurinn sé enginn gullmoli þá tekst Marcus Nispel leikstjóranum að skapa sannkallaðan- og eftirminnilegan hrylling. Mikið um atriði sem fær fólk til að taka góðan kipp og flott tónlist. Ekki get ég kvartað undan leikurunum, langt í frá en þeir voru flestir mjög góðir. Ég get ekki annað en verið bara mjög sáttur við útkomuna á þessari mynd, enda er hún frábær og ég mæli með henni fyrir alla hrollverkju aðdáendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stella í framboði
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég geri yfirleitt ekki miklar væntingar til framhaldsmynda, en Stella í framboði var undir mínum væntingum. Í þessari mynd kemur megnið af sömu leikurum og í fyrri mynd fram, m.a. aukaleikarar. Ég var nokkuð ánægður með það, þar sem ég held mikið uppá fyrri myndina og hef séð hana oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Það vantaði mikið uppá að þessi mynd kæmist með tærnar þar sem Stella í orlofi hafði hælana. Myndatökurnar voru nú ekki til að kvarta undan og leikararnir voru góðir, sérstaklega Laddi. Örfáum óþarfa persónum var bætt inní sem hefði mátt sleppa og gerðu myndina verri. Húmorinn var nánast enginn, handritið ekki gott og myndinni tókst að vera frekar langdregin þrátt fyrir að vera aðeins um 80 mínútur. Hún fer innum annað eyrað og útum hitt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bad Boys II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á Bad Boys 2 með frekar litlar væntingar því ég hafði heyrt mikið um hana. Sem betur fer gerði ég það því þessi mynd er fyrir þá sem nenna ekki að hugsa meðan þeir horfa á myndna. Söguþráðurinn er ekkert spes, og handritið fær alls ekki marga plúsa hjá mér. Það er lítil hugsun á bakvið það og myndin er líka alltof löng, alveg 2 og hálfur tími. Michel Bay leggur mikið uppá að hlutirnir gerist hratt, alltof hratt mundi ég segja því maður nær varla að melta það sem er að gerast. Það er bara afþreyingin sem skiptir máli hér en ég gat skemmt mér ágætlega á henni, en í restina fór ég að bíða eftir að myndinni færi að ljúka. Tæknibrellurnar voru mjög flottar en stundum var komið nóg af þeim, þ.e.a.s. flottum myndatökum og klippum ef þið skiljið mig (kann ekki alveg orðið yfir það). Will Smith var bara nokkuð fínn og ég kvarta ekki undan Martin Lawrence. Ágæt mynd, sleppur með 2 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Twelve Monkeys
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Twelve Monkeys kom mér skemmtilega á óvart þegar ég sá hana fyrir stuttu. Handritið er alveg frábært, vandað og úthugsað frá upphafi. Bruce Willis stendur sig mjög vel en hann leikur hér mann sem sendur var aftur í tímann til að safna upplýsingum um vírus sem átti eftir að útrýma mannkyninu. Brad Pitt leikur snarruglaðan geðsjúkling og er alveg frábær í hlutverkinu. Myndin er alveg 2 tímar en söguþráðurinn heldur manni vel við efnið. Mynd sem ég mæli með að allir kvikmyndaáhuga menn sjái.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Signs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein af betri myndum sem ég hef nokkurntían séð. M. Night Shyamalan sannar enn og aftur að hann sé snillingur og vonandi heldur hann áfram að koma með svona snilldarverk. Mel Gibson er frábær í sínu hlutverki en hann leikur fyrrverandi prest sem er enn að jafna sig eftir að hafa misst konuna sína. Einnig er Joaquin Phoenix góður og aðrir aukaleikarar. Tónslitin er góð og heldur manni meira spenntum nær alla myndina. Sjáðu þessa ef þú ert ekki búinn að því.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
S1m0ne
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frekar óvenjuleg mynd hér á ferðinni. Al Pacino leikur hér leikstjóra, hann þekkir mann sem er búinn að hanna forrit til að búa til persónur í kvikmyndum. Hann notfærir sér það án þessa að segja neinum frá en áður en hann veit af er tölvupersónan orðin ein vinsælasta sjónvarpstjarna í heiminum.

Myndin var kannski heldur löng, hefði ekki mátt vera lengri því mér var farið að leiðast í endanum. Brandararnir virka ágætlega en þeir eru bara of fáir. Al Pacino stendur sig vel í sínu hlutverki og ekki hægt að kvarta undan honum frekar en vejulega. Myndin gat orðið frekar ótrúleg á köflum. Annars skemmti mér ágætlega yfir henni nema ég var ekki mjög ánægður með endann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
American History X
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef aldrei séð aðra mynd sem lýsir jafn vel hvernin árin sem kynþáttahatur ríkti um allan heim voru. Edward Norton leikur strák sem tekur stóran þátt í kynþáttahatrinu gegn svertingjum eftir að faðir hans var drepinn. Hann varð einn virtasti maðurinn í geinginu sem hann var í en þegar hann slapp útúr fangelsi eftir að hafa drepið einn svertingjann þá áttaði hann sig á því að hann hafði ekkert grætt á öllu þessu og sá eftir öllu saman. Edward Norton er frábær í sínu hlutverki eins og fleiri leikarar. Myndin er líka frábærlega skrifuð og fær marga til að hugsa sig um.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Planet of the Apes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var nokkuð sáttur eftir að hafa séð þessa mynd því Tim Burton tekst snilldarlega að endurgera gamla mynd og lýsir nýrri hlið á lífinu mjög vel. Mark Wahlberg finnst mér alltaf jafn góður þó hann sé alltaf voða rólegur þegar hann leikur svona aðal gaura sem geta allt eins og í þessari mynd. Tim Roth er frábær í sínu hlutverki en hann leikur aðal apann (þ.e.a.s. vonda kallinn). Það þurfti mikla vinnu við förðun til að gera apana sem eðlilegasta með hjálp tölvutækni og var það mjög vel gert. Tæknibrellurnar voru fínar og útkoman er mjög góð mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
About Schmidt
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin About Schmidt er mjög vel heppnuð drama mynd sem kemur manni bæði til að hlægja með soldið svörtum húmor og hugsa sig aðeins um. Jack Nicholson leikur mannin Schmidt sem er orðinn mjög leiður á lífinu og lætur ýmislegt fara í taugarnar á sér og byrgir upp mikla reiði og vanlíðan. Hann missir konuna sína og reynir að fá dóttur sína til að hætta við að giftast kærasta sínum, því honum líst ekkert á það. Jack Nicholson stendur sér frábærlega í sínu hlutverki en þetta passar einmitt fyrir hann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Pianist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Já loksins fær maður að sjá nýja mynd eftir Roman Polanski en hann stenst fullkomlega undir mínum væntingum og meira en það. Myndin lýsir mjög vel hvernin nasistarnir fóru með gyðinga í seinni heimstyrjöldinni og í þessari mynd fáum við að sjá hvernin píanó snillingnum Wladyslaws Szpilman tókst naumlega að komast undan nasistunum. Adrien Brody fer með hlutverk hans og stóð hann sig frábærlega og kæmi mér ekki á óvart þó hann ynni óskarinn fyrir leik sinn í þessari mynd. Myndin er frábærlega vel gerð og myndatökurnar eru glæsilegar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Fast and the Furious
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ætla byrja á því að taka það fram að allir með bíladellu eða þ.e.a.s. sportbíla dellu ættu að sjá þessa mynd ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Ég er ekki sérstaklega mikið fyrir bílamyndir og þessi er engin undantekning. Myndin var mjög flott að mörgu leiti og nokkuð vel gerð. Myndatökurnar voru fínar og hraðinn mjög mikill. Tónlistin var stundum mjög flott. Annas var ég ekkert voðalega ánægður með endann, en í heildina var þetta ágæt mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
In the Bedroom
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð drama sem kom mér þónokkuð á óvart. Þvílíkt vel leikin mynd Tom Wilkinson, Sissy Spacek og Marisa Tomei fara á kostum í henni. Það hefði kannski mátt vera smá tónlist í sumum atriðum sem mér fannst vanta til að lífga aðeins uppá hana. En maður er líka orðinn svolítið vanur tónlist í bíómyndum. Annas er þetta mynd fyrir alla sem eru ekki að leita sér að einhverri poppkorns mynd heldur góðri dramatískri mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Monsters, Inc.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi teiknimynd er fyrir alla og er a.m.k. sú lang findnasta sem ég hef séð. Billy Crystal talar fyrir Mike sem sér aðalega um húmorinn. John Goodman talar fyrir Sulley og er hann meistari í að hræða krakka. Þessar tvær persónur aðal persónurnar. Tæknibrellurnar í myndini eru alveg stór góðar. Myndin kom mér skemmtilega á óvart og á minnst skilið 3 og 1/2 stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
We Were Soldiers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var bara nokkuð ánægður með þessa mynd þegar ég sá hana. Mel Gibson er mjög góður í henni og Chris Klein var væluskjóðan í myndini sem var bara fínn í því hlutverki. Myndin er vel mjög flott og vel gerð. Þessi mynd fjallar ekki bara um átökin í víetnam heldur líka um fjölskyldulíf hermannana. Hún er kannski pínu langdregin í byrjun en það lagast um leið og átökin byrja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Apocalypse Now
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ein af betri stríðsmyndum sem ég hef séð. Hún gat verið soldið langdreigin en það er eini smá ókosturinn sem ég fann við hana. Rosalega vel gerð og miðað við aldurinn sérstaklega! Coppola klikkar auðvitað ekki, klippurnar og myndatökurnar eru frábærar. Hef lítið að segja annað, en hún á skilið 3 og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The 51st State
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var bara nokkuð sáttur eftir að hafa séð þessa mynd en Samuel L. Jackson svíkur engan og alltaf jafn góður, hann leikur gæja sem lætur engan vaða yfir sig. Ég var líka mjög ánægður með Robert Carlyle en hann hélt uppi góðum húmor sem virkaði vel, allavega á mig. Hann leikur kjaftforan og skapstóran aula. Það er einn stór galli við myndina að mínu mati og það er endirinn, ég var ekki ánægður með hann. Annas bara fínasta mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Bourne Identity
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Matt Damon leikur mann sem vaknar eftir að hafa lent í sjónum með skotsár á bakinu og man ekkert hvað gerðist. Hann man ekki einu sinni hver hann er og myndir fjallar um það að hann er að reyna að komast að því hver hann er. Matt Damon sýnir mjög góðan leik og passar bara nokkuð vel í þetta hlutverk. Chris Cooper leikur stórt hlutverk í myndinni og hann klikkar ekki! Ég er ánægður með tónlistina í myndinni. Söguþráðurinn er ágætur og þetta er fínasta afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Minority Report
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta alveg mögnuð mynd sem ég mæli sterklega með. Ég er ánægður með Tom Cruise og fleiri leikara. Myndin er rosalega vel gerð og er hugsað fyrir öllu. Þessi mynd er alls ekki neitt rugl eins og flestar framtíða myndir. En ég er ónánægður með hvað hún er langdreigin og að það hefði mátt vera meiri hasar. En hún fær alveg 3 stjörnur og er alls ekki langt frá 3 og hálfri stjörnu, því þetta er mjög góð mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Beautiful Mind
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég gerði mér ekki of miklar væntingar þegar ég tók þessa mynd á leigu en ég sé ekki eftir því að hafa valið þessa. A Beautiful Mind er um stærfræðing sem þarf að kjálst við geðklofa og er sannsöguleg. Myndin er dramatísk, spennandi og falleg. Russel Crowe er frábær í þessu hlutverki og Ron Howard er að gera mjög góða hluti! Hún er kannski soldið löng en manni leiðist ekki meðan maður horfir á hana. Mjög góð mynd sem ég mæli með ef þú ert ekki að leita þér af einhverri poppkorns mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Not Another Teen Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég bjóst nú ekki við miklu af þessari mynd en það hún kom mér pínulítið á óvart. Kannski afþví að hún var ekki jafn slöpp og Scary Movie. Ég tek tillit til þess að þessi mynd eigi að vera fáránleg og mikið rugl. Gert var grín af mörgum myndum og sumt var mjög findið og annað ekki. Stundum fór húmorinn útí öfga eins og við mátti búast, eins og í flestum svona kúk og piss húmors myndum. Tónlistin var annas mjög góð og fær hún plús fyrir það. Annas hef ég lítið meira að segja um þessa mynd nema að hún rétt sleppur með 2 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Last Boy Scout
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð mynd með Bruce Willis og Damon Wayans í aðalhlutverkum. Bruce Willis er uppá sitt besta í þessari mynd og leikur spæjara sem er auðvitað aðal töffarinn. Damon Wayans leikur fyrrverandi ruðnings spilari sem var rekin vegna eyturlyfja neislu. Það sem gerir myndina skemmtilega er ofbeldi, spenna, grín og hasar. Ágætis söguþráður og góð afþreying, þryggja stjörnu virði!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scary Movie 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd verri en númer Scary Movie 1. Húmorinn í þessari mynd er alltof heimskulegur og oft mjög öfgafullur (eins og í Scary Movie 1)! Ég hef gaman af myndum eins og Hot Shot, Airplane og svoleiðis aulahúmors myndum, en Scary Movie er einum of mikil síra (rugl). Ég gat hleigið yfir einu og einu atriði en það var nú takmarkað. Myndin fær 1 stjörnu fyrir það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Black Hawk Down
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þvílíkt vel gerð mynd og er ein besta stríðsmynd sem ég hef séð. Sannsöguleg mynd sem sýnir hvað þessir hermenn gengu í gegnum og hversu miklar hetjur þetta voru. Mér finnst ekki skrítið þó myndin hafi verið tilnefnd fyrir óskarverðlaun fyrir bestu myndatökurnar en þær voru glæsilegar. Ridley Scott klikkar auðvitað ekki. Leikararnir voru fyrstaflokks og voru magnaðir. Hans Zimmer er snillingurinn sem semur frábæru tónlistina fyrir myndina, útkoman er bara frábær stríðsmynd sem manni leiðist ekki yfir því það er alltaf eitthvað að gerast. Hún fær 4 stjörnur pottþétt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lara Croft: Tomb Raider
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja eins og er en ég bjóst ekki við miklu af þessari mynd enda var hún ekkert sérstök. Ég veit að þetta er ævintýra mynd og það er má margt í þeim sem ekki er hægt í alvuru en stundum fannst mér sum atriði ganga útí öfga. Þó svo að skotbardagarnir hafi verið mjög flottir, hraðir og vel gerðir. Ég tala ekki um brjóstin á Angelina Jolie sem gerðu myndina enn flottari en hún hefði annas verið. Angelina Jolie var fædd í þetta hlutverk og var glæsileg! Þrátt fyrir allt fannst mér myndin frekar mikið rugl þrátt fyrir að vera ævintýra mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
True Lies
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

True Lies er mjög góð spennumynd sem maður fær varla leið af. Ég kann hana næstum utan af því ég horfði mikið á hana þegar ég var yngri og skemmti mér alltaf vel yfir henni og ég hef sama álit á henni núna. Það er engin spurnig Arnold Schwarzenegger er í topp formi í þessari mynd og er einn af bestu hasarmynda leikurum í heimi. Hef lítið að segja meira um hana nema að þetta er þriggja stjarna skemtun!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Along Came a Spider
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja eins og er en ég bjóst við aðeins betri mynd en þetta. Annas get ég ekki sagt að mér hafi leiðst yfir henni en samt ekki skemmt mér neitt voða vel. Morgan Freeman er alltaf ágætur í sínum hlutverkum og er engin undantekking núna. Svo var það nú byrjunar atriðið sem tæknibrellurnar voru ferkar glataðar. Söguþráðurinn var bara svona lalla en ekkert útá hann að setja svosem. Fyrri myndin var aðeins betri kiss the girls.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
U.S. Marshals
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fínasta mynd með Tommy Lee Jones, Wesley Snipes. Þetta er mjög lík mynd og The Fugitive nema mér fannst hún aðeins betri. Annas var ég alls ekki óánægður með þessa mynd og Tommy Lee Jornes er alltaf jafn svalur leikari og hér er hann engin undantekning. Wesley Snipes var fínn og ekkert slæmt um hann að segja. Það er mikið að gerast í myndinni og manni leiðist ekki á meðan hún rúllar í tækinu. Hún er aðeins einu skrefi frá 3 stjörnum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Swordfish
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin byrjar vel og er svakalega flott. Sko ég er ekki alveg að fatta þetta með Matrix tæknina þarna þegar allt er sýnt hægt og svona. Ég veit að það er mjög erfitt að gera svoleiðis brellur en mér finnst ekki flott að sjá það við sprengingar, ég vil bara sjá almennilega bombu og ekki sýnt hægt en þetta er auðvitað bara mitt álit. Annas var söguþráðurinn bara mjög fínn og myndatökurnar voru mjög flottar. Alls ekkert hægt að setja útá leikarana. Þetta er bara ágætis afþreying og er ekki langt frá því að fá 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pitch Black
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er enginn óskarsverðlauna mynd enda var alls hún ekki dýr. Ég þekkti aðeins tvö andlit þarna. En ef þú ert ekki mikið fyrir geimveru eða svoleiðis rugl myndir eins og sumir kalla það þá skaltu sleppa því að horfa á hana. Þetta var ágætis hugmynd á bakvið þessa mynd og ég get alls ekki sagt að mér hafi leiðst meðan ég horfði á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Final Fantasy: The Spirits Within
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er frábærlega vel gerð mynd og er framför í tölvu brellum. Maður þarf að hafa svolítið gaman af ótrúlegum vísindaskáldskap sem flest allt getur gerst. Það er auðvitað hægt að segja ooooo eins og þetta gæti gerst í alvuru og svoleiðis en ef þú hugsar mikið svoleiðis þá geturðu sleppt því að horfa á þessa mynd. Söguþráðurinn er mjög góður og það þarf svolitla þolinmæði til að horfa á myndina og þarf að velta sér soldið uppúr hlutunum í henni. Neal Fleming (Steve Buscemi) var bestur að mínu mati og hélt uppi skemmtilegum anda í myndinni. Vondi karlinn hefði ekki þurft að vera alveg svona klikkaður en það fór annas ekki mikið fyrir brjóstin á mér. Myndir fær ekki minna en 3 stjörnur hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Steal This Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá þessa mynd í sjónvarpinu fyrir ekki svo löngu síðan og kom hún mér skemmtilega á óvart. Hér segir frá Abbie Hoffman sem lifir lífinu á yngri árum er hippi. Hann og hans félagar eru allir kommúnistar og eru virkir mótmælendur yfir því sem þeir eru ekki sáttir með. Hann kynnist konu sem slæst í för með þeim og fara þau öll í að mótmæla Vietnam stríðinu þar sem stríðið gerist á þessum tíma. Þau taka þátt í mótmælum víða um Bandaríkin og verður Abbie Hoffman einn sá virtasti mótmælandinn og sér hann um að stappa stálin í mörg þúsund mótmælendur. Aðal kaflar myndarinnar eru mótmælin um stríðið og líf Abbie Hoffmans eftir þau. Ég ætla ekki að segja meira frá myndinni en ég er hræddur um að kjafta af mér ef einhver skildi vilja sjá hana. Í myndinni kemur ýmislegt fram sem vert er til umhugsunar um stríðið sjálft og ýmislegt í kringum það. Fjörið, hippatónlistin og húmorinn vantar ekki og verður myndin aldrei leiðinleg. Einnig var góð persónusköpun og verður myndin aldrei of væmin. Þess má geta að myndin var skrifuð af Abbie Hoffman sjálfum og hefur hann áður gefið út bók um þennan atburð sem heitir nafninu Steal this book.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Day After Tomorrow
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Day after tomorrow er ekki beint mynd sem gerð var til að hreppa óskarinn. Ekki nema þá fyrir tæknibrellur eða hljóð, en Roland Emmerich er s.s. enginn gæðastimpill að mínu mati. Handritið er ein klisja. Ég var að vonast til að eitthvað kæmi mér á óvart sambandi við söguþráðinn en þetta handrit er bara svipað og flest Amerísk handrit sem eru gerð fyrir myndir, sem eru ætlaðar til að hala inn peninga og ekkert annað. Ekki er hægt að neita því að tæknibrellurnar séu frábærar enda halda þær orðspori myndarinnar í meðalagi nánast frá upphafi. Afþreyingin helst uppi með tæknibrellunum og einstaka spennandi atriðum sem virkuðu vel á mig. Enda er þessi mynd ekki ætluð til mikils annas en að skemmta fólki og í mínu tilviki tókst það vel á köflum. Fólk fær aðeins að fræðast um gróðurhúsaáhrifin þó fræðslan sé kannski ekki mjög grípandi. Þegar líða tekur á myndina fer hún að verða langdregin og var ég farinn að vonast til að þessu lyki bara að fyrst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tears of the Sun
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Enn ein myndin þar sem Bandaríkjamenn fara með hlutverk góða kallsinns. Ég læt það ekki á mig fá meðan hún er ekki byggð á sönnum atburðum eða neinu slíku. Ýmislegt vantaði uppá til að ég gæti kallað þessa mynd mjög góða en til að byrja með vantaði alla persónusköpun. Myndin byrjaði heldur hratt enda var handritið alveg í samræmi við það, þ.e.a.s. engin eðal söguþráður. Hún gat verið heldur væmin á köflum en fór þó ekki langt yfir mörkin. Bruce Willis sýndi alls enga takta og verð ég að segja að hann hafi verið frekar slakur, líkt og margir aðrir leikarar í myndinni. Eitt og eitt hasaratriði lífguðu uppá myndina því ekki veitti af, afþreyingin var því ágæt á köflum. Ég var sáttur með orðin sem komu á skjáinn í lok myndarinnar en þau orð mættu margir taka til sín og vörpuðu þau orð aðeins öðru ljósi á myndina frá mínu sjónarhorni. Kannski er boðskapurinn það eina sem ég get sagt gott um þessa mynd fyrir utan ágætis afþreyingu ef þú hefur nákvæmlega ekkert að gera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Last Samurai
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Last Samurai er um stríð milli Samúræja og Kínverska hersinns. Tom Cruise (man ekki nafið í myndinni) er sendur til Kína til að þjálfa herinn fyrir mikinn pening. Samúræjar ná honum og því meira sem hann umgengst þá, líkar hann betur við þá. Ekki er hægt að neita að hún sé ótrúlega flott og vel gerð. Myndatökur eru til sóma og einnig er hún rosalega vel leikin, þá er ég aðalega að meina Tom Cruise og Kate Watanabe, en þeir eru frábærir í hlutverkum sínum. Ég var samt orðinn frekar leiður á að sitja fyrir framan sjónvarpið á tímabili því þetta var orðið alltof langdregið. Þó endaatriðið hafi verið rosalega flott fann ég of mikinn Hollywood fnik af því til að ég teldi það lifta myndinni mjög mikið upp í einkun, þið kannski skiljið það þegar þið sjáið það. Kannski hef ég gert aðeins of miklar væntinar til myndarinnar en það getur verið slæmt. Ég er ekki alveg sammála flestum hérna með einkun en þrátt fyrir það er hún aðeins einu skrefi frá 3 stjörnum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Passion of the Christ
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Passion of the Christ er eins umdeildasta mynd allra tíma og að mínu mati ein af átakamestu myndum sem ég hef á horft. Sama hversu mikið í kvikmyndinni er satt, þá hafði Mel Gibson verulega mikið fyrir því að afla sér upplýsinga um þennan atburð og reyna að koma sögunni á framfæri eins og ýmsir guðfræðingar og bækur segðu til um. Ekki getur maður kvartað undan Mel Gibson sem leikstjóra myndarinnar en hann fær fullt hús stiga hjá mér. Myndatökur og listræn stjórn eru til fyrirmynda. Tónlistin er mögnuð og passar rosalega vel við atburðina. James Caviezel var hreynt útsagt frábær í hlutverki sem Jesú, þó hann hafi nú ekki þurft að tala mjög mikið. En á tímabili var maður farinn að finna verulega til með honum og sérstaklega í endanum, en ég mundi segja að endirinn væri eitt af ógeðslegustu og erfiðustu atriðum sem ég veit um. En ég ætla að vara við myndinni fyrir þá sem ekki hafa ennþá séð hana en hún er alls ekki fyrir viðkvæma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nói albínói
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Í hvert skipti sem ég hef farið út til að leigja spólu hef ég séð þetta hulstur blasa við mér. Aldrei hef ég haft mig í það að taka hana á leigu en núna hafði ég séð flest allt annað (ekki mikið úrval hérna). Ég bjóst ekki við svona frábærum húmor, en hann einmitt eins og ég vill hafa hann. Ekki það að myndin sé einungis gerð til að fá fólk til að hlægja, langt frá því, en það var nokkuð lúmskur húmor í henni. Dagur Kári kemur betra orði á Íslensk kvikmyndagerð eftir þessa mynd en ekki veitir af að lifta því aðeins á hærra svið. Það má segja að Tómas Lemarquis hafi passað í þetta hlutverk en hann leikur hér strák sem vegnar illa í lífinu og vill helst flýja burt frá öllum vandamálunum og hefja nýtt líf. Maður þarf svolítið að pæla í myndinni þegar hún er búin en endirinn kom mér frekar á óvart því hann útskýrir alveg borðskap myndarinnar. Ég var búinn að bíða frekar lengi eftir að sjá mjög góða Íslenska mynd og skil ekki af hverju ég hafði ekki tekið þessa mynd fyrr.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ghost Ship
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég ákvað að taka myndina á spólu því nokkrir vina minna sögðu mér að hún væri mjög góð, en raunin var allt önnur. Strax í byrjun sá ég að þessi mynd ætti eftir að vera stór steipa og ég hafði rétt fyrir mér. Leikararnir voru allt í lagi, tónlistin var ekkert spes miðað við að þetta sé draugamynd, það vantaði stundum spennuna en oft gat maður líka verið svolítið spenntur. Myndin innihélt mörg fáránleg atriði sem ég náði ekki alveg uppí og ég mæli ekki með henni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
American Wedding
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef þú fílaðir hinar myndirnar, ættirðu að fíla þessa. Það er mun meiri húmor í þessarri en hinum 2. Þetta er þriðja og síðasta myndin í seríuni og sú findnasta að mínu mati. Húmorinn er oft voða eins, svolítið fyrirsjáfanlegur og stundum svolítið ýktur, en engu að síður findin mynd og fékk mann oft til að hlægja. Hún hefði ekki mátt vera mikið lengri því ég var kominn með svolítið leið í endann. Leikararnir voru góðir og ekkert útá þá að setja. Tónlistin var fín, þ.e.a.s. var þetta aðalega tónlist eftir ýmsa flytjendur eins og í flestum unglingamyndum. En ég mæli með þessarri ef þú vilt sjá eitthvað findið, fínasta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
National Security
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja eins og er að þegar ég sá þessa mynd varð ég fyrir miklum vonbrygðum. Ég héld að hún væri findin en ég held ég hafi hlegið einu sinni yfir allri myndinni. Leikararnir eru ekki alveg að meikaða, þá er ég líka að tala um einhverja aukaleikara. Martin Lawrence og Steve Zahn eru fínir leikarar en leika báðir einfaldlega leiðinlegar persónur. Leikstjórnin er ekki góð og handritið ekki skárra!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei