Gagnrýni eftir:
Y tu mamá también
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég skellti mér á þessa mynd á Kvikmyndahátíð Reykjavíkurborgar hér fyrr í vetur (haust eiginlega), aðallega vegna þess að ég hef gaman af evrópskum myndum og þessi virkaði dáldið spennandi.
Ég get með sanni sagt að hún hafi ekki valdið mér vonbrigðum. Hún byrjaði þar sem þessir tveir u.þ.b. 18 ára gaurar voru að skipuleggja sumarferð um Spán, og voru m.a. að reyna að telja eina Suður-Ameríska gelluna um að koma með sér.. Þá fór ég að halda að þetta væri svona spænsk útgáfa af Tomcats, eða American Pie eða eitthvað álíka.. svona ungfola-greddu-mynd, sem maður er búinn að sjá meira en nóg af. (Reyndar spilaði greddan stórt hlutverk í myndinni, en á annan hátt en þessar amerísku, allt öðruvísi.) Annað kom á bátinn. Maður fór að sjá að handritið var vel skrifað og persónurnar mjög góðar, og vel leiknar. Einnig tók maður sérstaklega eftir vissum atriðum í myndinnni sem henni alvarlegan undirtón, en þó ekki dramatískan.
Ég ætla að sjálfsögðu ekki að fara í saumana á söguþræðinum hér, það myndi bara skemma fyrir. En myndin er góð. Það get ég sagt. Þetta er sú tegund af mynd sem evrópskum frumlegum kvikmyndum á lofti sem einhverjum þeim bestu í heiminum.
Ég segi bara góða skemmtun! (Ég þarf að fara að sjá hana aftur...)
The Insider
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Insider á alveg skilið allt það lof sem hún hefur fengið. Leikararnir standa sig alveg með stakri prýði... ég var víst að heyra það að Russel Crowe hafi verið tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir sinn part, en síðan hætt við það vegna þess að hann lenti í slagsmálum á bar. Eins og allir góðir leikarar hafi ekki einhvern tímann lent í því? Kvikmyndatakan hefur líka fengið góða umsögn og tek ég heilshugar undir það, hún er á marga kanta og mjög frumleg. Aðalpunkturinn í frásögn minni vil ég samt að verði þessi: persónulega hef ég ekki gaman af pólitískum myndum og skil vanalega ekki baun í þeim, en þessi var sú besta sem ég hef séð. Það er einblínt með góðri áherslu á það sem skiptir máli og þræðinum er vel haldið, persónurnar eru vel uppbyggðar og eiga alla manns samúð. Þess vegna hefur myndin líka alveg tök á manni í spennuatriðum. Ég mæli með Insider fyrir alla þá sem hafa gaman af pólitískum, vel leiknum og góðum kvikmyndum (eða bara einhverju einu af þessu!).