Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Harry Potter and the Chamber of Secrets
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er stórkostleg að mínum dómi. Harry Potter snýr nú aftur til Hogwartsskóla sem 12 ára drengur á 2. ári. Í þetta sinn eru mikil hætta í Hogwarts, því erfingi Slytherin vistarinnar hefur snúið aftur til valda í skólanum og hefur á ný opnað hinn stórhættulega og vel falda „Leyniklefa“ sem sagður er vera heimili verulega stórrar skepnu sem einungis hinir stærstu galdramenn gætu mögulega ráðið við. Húsálfurinn Dobby kemur heim til Harry til frændfólks hans, Dudley, til að vara hann við að hann ætti ekki að fara aftur í skólan. Mikið gengur á í skólanum. Tom Marvolo Riddle er fv. Skólanemi í Hogwarts og er minning Voldemort sem lifir með einni lítilli dagbók, en hann hefur tekið einn nemanda með í klefan sem sendir skilaboð út um allt.



Stórgóð skemmtun ;) En eins og áður fyrr mæli ég með að horfa á fyrri myndina fyrst ;)



Einkunn = 9,3 :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Philosopher's Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd þessi kom út árið 2001, ég sem lítill 10 ára pjakkur sem hefur alltaf átt í miklum vandamálum með lesskilning hef því ekki lesið eina einustu bók um þennan galdrastrák því ég á erfitt með að „tengja mig“ við söguþráðinn í bókum. En ég fór á þessa mynd full bjartsýnis, og viti menn, maður kolféll fyrir þessum myndum og reynir sitt besta að lesa bækurnar nú til dags.

Mynd þessi segir frá 11 ára gömlum strák sem býr hjá illgjörnu frændfólki sínu eftir að foreldrar hans létu lífið í baráttu við „Þann-sem-ekki-má-nefna-á-nafn“ eða Voldemort. Harry var frægur galdrastrákur sem vissi ekki neitt um sjálfan sig, hann var þekktur sem „Strákurinn-sem-lifði“, en hann er sá eini sem hefur lifað af þegar Voldemort ákvað að drepa einhvern.



Harry er haldið hjá illu frændfólki sínu sem heita Dudley. Þau vissu allt um hvað hann var og sögðu honum aldrei frá neinu, Hagrid, starfsmaður Hogwartsskóla galdra og seyða, brýst inn til að bjóða Harry í Hogwarts og verður gjörsamlega trylltur þegar hann heyrir að hann viti ekkert um það hvað hann er. Harry fer sem 1. Árs nemi í galdraskólan Hogwarts og hittir þar 2 vini sína sem eiga eftir að fylgja honum öll 7 árin sem Hogwarts varir, Ronald (Ron) Weasley og Hermione Granger. Viskusteinninn er geymdur á leynilegum stað í skólanum og halda þau að Snape (Kennari skólans sem allir „hata“) sé að reyna að stela steininum og reyna þau að stöðva hann með því að fara framhjá þríhöfða hundinum sem gætir hlerans sem geymir þennan dularfulla stein.



Ég mæli með þessari mynd auk allra framhaldsmyndanna sem gerðar hafa verið hingað til.

Einkunn = 7

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Evan Almighty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Evan Almighty er ágætis mynd. En miðað við hvernig mér fannst fyrri myndin, þá átti ég von á betri mynd í þetta sinn. En ég er þó nokkuð sáttur við hana.



Myndin fjallar um Evan Baxter (Steve Carrell), sem var fréttamaður í fyrri myndinni, en hefur orðið að þingmanni í þessari mynd. Evan vill ólmur fá að breyta heiminum, það vill guð (Morgan Freeman) líka gera. Því fer guð og biður Evan um að smíða örk, því hann heldur því fram að miðdags 22. september muni koma flóð, og hann eigi að bjarga dýrunum og fólkinu. Ekki eru allir allskostar sáttir við það hjá Evan að fara að smíða örk og er það á kreiki að það eigi að rífa hana niður. Arkarsmíði þessi veldur miklu bjástri á heimili Evan því hann hefur lítinn sem engan tíma til að sinna fjölskyldunni og allt fer í háaloft þar á bænum.



Ég get sagt að ég mæli með því að þið prufið að sjá myndina einu sinni og séð hvað ykkur finnst, sumum finnst þessi mynd algjört drasl og sumum kannski finnst hún æðisleg en ég er þar mitt á milli. Finnst þessi mynd hvorki né góð, en sé þó hinsvegar ekkert eftir því að hafa eytt 900 kr. á hana í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
King Kong
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein besta og lengsta mynd sem ég hef séð.. Myndin er full af spennu og heldur manni við skjáinn frá upphafi til enda, mjög góð mynd fyrir þá sem fíla smá hasar og lífsbardaga..

Myndin segjir frá King Kong sem er api.. Carl Denham er að gera kvikmynd, hann fer um borð í skip sem ætlað er til að sigla til Singapúr til upptakanna sem mistekst og brotlenda þau á eyju sem nefnd er Hauskúpueyjan.. Mikil lífsbarátta og hasar í þessari mynd þar sem Naomi Watts fer á kostum sem Ann Darrow og Jack Black fer einnig á kostum með glæsilegum leik og frábærri skemmtun..



Þegar ég gekk inn í bíósalinn á forsýningu hjá Símanum var ég hálfefins um að þetta yrði góð mynd, en mér skjátlaðist því þetta er ein besta skemmtun sem ég hef séð og ég mæli með að þið farið á hana þið sem fýlið smá spennu og hasar annars eruð þið að missa af miklu..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Þetta er ekkert mál
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ein af rosa fáum myndum sem ég gef 4 stjörnur fyrir. Þvílík heimildarmynd sem þetta var. Þarna er farið vel í gegnum ævi sterkasta manns allra tíma, Jóns Páls Sigmarssonar og mesta íþróttamanns sem Íslendingar hafa átt, í dag er enginn Íslendingur með tærnar þar sem Jón Páll hefur hælana nema mögulega Eiður Smári knattspyrnumaður hjá Barcelona. En það er bara mitt mat og þarf ekki endilega að vera sú sama og ykkar.



Þessi mynd snýst eins og áður sagði um Jón Pál Sigmarsson, okkar fremsta íþróttamann síðari ára, þarna er fjallað um ævi hans sem smástrákur og alveg þar til hann dó 16. janúar 1993. Tekið var viðtöl við hans helstu vini og vandamenn, móður hans og föður og systkini, Hjalta Úrsus, Þorgrím Þráinsson og Ómar Ragnarsson auk þess sem tekin voru viðtöl við nokkur erlend fólk sem þekkti kappan í æsku.



Besta heimildarmynd um mann sem ég hef séð, greinilegt að það var mikið lagt í þessa mynd og var allur undirbúningur greinilega til staðar og alveg til fyrirmyndar..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Mummy Returns
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Í þessari annari mynd af The Mummy seríunum fer Brendan Fraser (Rick O'Connell) og Rachel Weisz (Evelyn O'Connell) á kostum líkt og í fyrri myndinni,og í þetta sinn hafa þau eignast son að nafni Alex, þau fara inní helli og taka þaðan kistu með armbandi í, þau fara með það heim og Alex setur þetta armband á sig, þetta er ekkert venjulegt armband heldur armband Anubisar (The Rock) þannig að ef meður setur þetta á hönd sína mun her Anubisar vakna eftir 7 daga, fyrir þá sem hafa gaman af hasar og spennumyndum þá mæli ég eindregið með þessari (í rauninni svolítið gömul... hehe) en ég myndi fyrst sjá fyrri myndina
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Walking Tall
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mig fannst þetta frábær mynd, myndin fjallar um mann að nafni Chris (að mig minnir) sem flutti úr bænum sínum í nokkur ár... og svo þegar hann kemur til baka furðast hann á því hversu mikið bærinn hefur breyst og reynir að finna sökudólginn. The Rock er minn uppáhalds leikari hann var geðveikur í The Mummy myndunum og það kveikti áhuga minn á honum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei