Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Back to the Future
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrsta myndin í Back to the Future trilógíunni og sú besta að mínu mati. Ég keypti mér trilógíunna um daginn og þá var ansi langt síðan ég hafði síðast séð þessa mynd og ég get sagt ykkur að ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum með hana, þetta er ein af langbestu myndum sem ég hef séð. Venjulega fara svona framtíðarmyndir í taugarnar á mér, en ekki þessi. Henni er leikstýrt af Robert Zemeckis sem skrifaði líka handritið ásamt Bob Gale, aðalhlutverkin leika Michael J. Fox, Christopher Lloyd, Lea Thomson, Crispin Glover og Thomas F. Wilson. Myndin er um strák að nafni Marty McFly (Fox) sem að aðstoðar vin sinn Dr. Emmet Brown (Lloyd) í að prufa tímavélina sem að hann smíðaði úr einhverjum bíl. En þegar þeir tveir eru að prófa bílinn á tómu bílastæði koma hryðjuverkamenn og skjóta doktorinn af því að hann stal plútóníumi af þeim til að tímabílinn myndi virka en Marty sleppur í bílnum og fer aftur í tíman en hann getur ekki komist til baka og bjargað próffesornum af því að plútóníumið er búið. Marty lendir í basli við að reyna að finna út úr öllu og hittir m.a foreldra sína (Thomson og Glover)og hlutirnir fara að versna.

Venjulega leiðast mér líka myndir sem eru svona gamlar (þó eru nokkrar undantekningar eins og BTTF og Star Wars) en það var bara eitthvað við þessa mynd svo ... töfrandi og skemmtilegt, þetta er svona mynd sem maður getur horft á aftur og aftur og maður verður ekkert leiður á henni. Þessi mynd er klassík og verður klassík. Fjórar stjörnur fær hún og ég bara vildi að ég gæti gefið henni meira því að hún ætti það svo sannarlega skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spaceballs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Spaceballs er að mínu mati ein af bestu myndum leikstjórans Mel Brooks sem leikstýrði líka m.a myndum eins og Young Frankenstein, Blazing Saddles og Robin Hood: Men in thights. Myndin er grín af Star Wars og fjallar um tvo náunga, Lonestar (Bill Pullman) og Barf (John Candy) sem eru í vondum málum því að þeir skulda illmenninu Pizza the hut, milljón spacebucks og þeir hafa lítin frest til að afla peningana. Þá allt í einu er hringt í þá og það er kóngur Druidiu sem biður þá um að bjarga dóttur sinni princess Vespa, sem hefur verið rænt af hinum illa Dark Helmet (Rick Moranis). Kóngurinn býðst til að borga þeim milljón ef þeir ná henni aftur. En dark helmet og yfirmaður hans sem ég man ekki alveg hvað heitir (samt leikinn af Mel Brooks) láta það ekki gerast svo auðveldlega. Og svoleiðis hefst ævintýri þeirra vinana er þeir reyna að bjarga prinsessunni og þeir verða að ferðast um eyðimerkur og geimskip og svoleiðis stuff og hitta í leiðinni margt athyglisvergt fólk, eins og t.d Yogurt hinn mikla(sem er leikinn af Mel Brooks). Myndin er frábær og á skilið þrjár stjörnur fyrir snilld sína og hina mörgu brandara sem finna má í myndinni (skora á ykkur að reyna að telja þá).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kicking and Screaming
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd fyrir skömmu í bíó og ég get nú ekki sagt að Kicking & Screaming sé besta mynd Ferrels en mér fannst hún svo sem fín, ég var ekkert að búast við bestu mynd ársins eða einhverju slíku. Myndin fjallar um mann sem byrjar að þjálfa fótboltalið sonar síns, the tigers til að geta sigrað pabba sinn sem er þjálfari hjá öðru liði en það verður snúið því að the tigers eru með ömurlegt lið og pabbi hans er góður þjálfari með gott lið. Frekar lame söguþráður en ég hef nú séð verri myndir. Og myndin hefur líka sín moments þó ekki séu þau nú mörg, en t.d kaffiatriðin voru snilld. En venjulega finnst mér svona íþróttamyndir með þjálfara liðsins í aðalhlutverki grautfúlar, en þessi var ekki svo slæm miðan við flestar svoleiðis myndir, það eru til yfir 1000 svona myndir og maður sér svo sem ekkert nýtt í þessari. Krakkarnir voru svo sem að leika ágætlega og Will Ferrel er náttúrulega alltaf fyndin. Myndin er ágæt skemmtun og maður hlær yfir atriðum, sem segt ég mæli með henni ef þú vilt skemmta þér og það er alveg þess virði að borga 800 kallinn fyrir hana. Fyrst var ég að spá í að gefa bar tvær stjörnur en þegar ég hugsa mig um þá er tvær og hálf stjarna hæfileg einkunn fyrir Kicking & Screaming.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Charlie and the Chocolate Factory
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Charlie and the Chocolate Factory er mynd sem maður man eftir, ekki vegna þess að hún er svo skrítin ( sem hún er ) heldur vegna þess að þessi mynd er bara svo góð. Tim Burton og Johnny Depp í sömu mynd ( ekkert nýtt ) og þá er myndin góð. Svo einfalt er það. Ég hef reyndar ekki lesið bókina og ekki séð gömlu myndina en mér fannst þessi mynd alveg þvílík snilld. Johhny Depp sem er alltaf frábær er með snilldartakta að venju og krakkarnir voru allir góðir líka ( samt pirraði þessi feiti strákur mig ofboðslega ) sem að ég hélt að þeir yrðu ekki af því að venjulega finnst mér krakkar eða krakki er í einu af aðalhlutverkunum pirrandi eða hann getur ekki leikið, en krakkarnir léku allir vel. Semsagt ég gef Charlie and the Chokolate Factory þrjár og hálfa stjörnu. Einkun sem hún á fyllilega skilið og ég mæli með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sahara
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sahara er ekki svona mynd sem maður á eftir að muna eftir. Hún er meira svona mynd sem maður fer á og segir eftir tíu ár þegar maður sér hana á videóleigu Ég held að ég hafi séð þessa einhverntíma. En þrátt fyrir það er myndin nú alls ekki slæm, langt frá því reyndar. Myndin fjallar um að Dirk Pitt (Matthew McConaughey)fer að leita að löngu horfnu skipi sem á að vera einhverstaðar á Saharasvæðinu, til þess fær hann hjálp vinar síns Al Giordino(Steve Zahn) og síðan slæst Eva Rojas (Penélope Cruz) með í förina til að reyna að finna sökina á sjúkdómi sem er búin að drepa fullt af fólki, saman lenda þessi þrjú í allskonar ævintýrum. Ég hef reyndar ekki lesið bókina eftir Clive Cussler svo ég get ekki borið myndina saman við bókina en mér finnst myndin eiga skilið 3 stjörnur en einungis út af snilldar leik hjá Steve Zahn sem heldur myndinni algjörlega uppi ef ekki væri fyrir hann þá mundi ég gefa 2 og hálfa stjörnu. Ég skil reyndar ekki af hverju myndin fær svona slæma dóma allstaðar annarstaðar en á þessari síðu. En sem sagt 3 stjörnur frá mér og ég mæli með þessari mynd ef ykkur leiðist og viljið skemmta ykkur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Night at the Roxbury
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

A night at the roxbury fjallar um tvo bræður (Will Ferrell og Chris Kattan) sem vinna í gerviblómabúð pabba síns og eru því miður alveg gjörsamlega misheppnaðir. Á næstum hverju kvöldi fara þeir út til að fara í klúbba þótt að pabbi .eirra sé á móti því og hann vill heldur að Steve giftist einhverri konu sem hann vill ekki giftast til að hann geti fengið búðina við hliðiná því að pabbi konunnar á hana, bræðurnir reyna alltaf að komast inná stærsta og besta klúbbinn, The Roxbury. En komast þó aldrei inn, en einn daginn keyrir frægur leikari aftan á bíl þeirra og í sárabætur fer hann með þá inn á The Roxbury og þeir djamma þar og svona og síðan gerast hlutir sem fær líf þeirra til að breytast mjög eftir þetta. Ég veit að þetta er engin mikilfenglegur söguþráður en þetta er nú samt fín mynd sem maður getur vel hlegið að og þetta er myndin sem að Will Ferrell var uppgötvaður má segja, enda var hann frábær í þessari mynd, þessari mynd gef ég þrjár stjörnur þótt hún eigi það eigilega ekki skilið, en hún á heldur ekki tvær og hálfa skilið af því að það er of léleg einkun en ef það væri einkun þar á milli þá myndi A Night at the Roxbury fá þá einkun, en því miður er ekki svo þannig að, þrjár stjörnur frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Monty Python and the Holy Grail
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Maður horfir á Monty Phyton and the Holy Grail og er hlæjandi að henni í langan tíma þar á eftir.Og síðan þegar maður horfir á hana aftur þá er hún alveg jafn fyndin og maður hlær jafnvel enn meira af því að maður kemst að því að maður fattaði ekki alla brandarana í fyrra skiptið. Þessi mynd kemst pottþétt á topp tíu fyndnustu myndir sem ég hef séð listan minn (þótt ég sé nú eiginlega ekki með þannig lista) Þeir Graham Chapman, John Cleese, Eric Idle, Terry Gilliam, Terry Jones og Micheal Palin fara hér algjörlega á kostum (og náttúrulega allir hinir líka).Mynd þessi fjallar um Artúr konung og riddara hans sem halda af stað í ævintýraför til að leita að the holy grail (man ekki alveg hvernig maður segir þetta á íslensku)Þetta er alveg ófyrirsjáanlegt ævintýri og brandararnir svo snilldarlega gerðir að maður liggur hlæjandi í gólfinu alla myndina, persónurnar allar voru drepfyndnar (mér fannst persónulega John Cleese í hlutverki Sir Lancelots vera bestur)og teikningarnar komu einhvernvegin svo vel inní myndina og ef að ég gæti gefið meira en fjórar stjörnur þá mundi ég gera það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lion King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar maður heyrir einhvern tala um Lion King þá hugsar maður bara vá hvað hún var góð . Hún er klassískt meistaraverk Disney fyrirtækisins og ein af mínum uppáhalds teiknimyndum. Hún fjallatr um lítið ljón, eða ljónaunga (whatever) sem að er sonur hins virta kóngs Mufasa, og Simbi á að verða kóngur á eftir Mufasa en eins og í nánast öllum myndum er vondi kall og í þessu tilviki Skari en hann vill verða kóngur í staðin fyrir Simba . Það er mjög gaman að sjá hvernig þetta allt fer en ef ég segji eitthvað meira um söguþráðinn er ég hræddur um að spoila fyrir einhverjum sem hefur ekki séð þessa dásamlegu mynd. Og í dramatíska atriðinu með Mufasa þá fellir maður næstum tár (og ég veit nú um nokkra aðila sem hágrétu yfir þessari mynd. Og fyrst að þetta er Disney mynd þá eru líka fyndnar persónur Tímon og Púmba í þessu tilviki, sem kenna Simba að lifa lífinu. Hakuna Matata, þessi mynd er klassík og verður klassík, fjórar stjórnur er það sem hún á fyllilega skilið
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Guess Who
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór á þessa mynd með nokkrum félögum var ég nú ekki að gera mér neinar vonir því mér hefur alltaf fundist Bernie Mac frekar pirrandi af einhverjum ástæðum sem ég skil bara ekki, en Ashton Kutcher hefur mér samt alltaf líkað ágætlega við (örugglega út af That 70´s show). Söguþráðurinn fjallar einfaldlega um mann (Ashton Kutcher)sem er að fara að hitta tengdaforeldra sína, og auðvitað verður síðan allt crazy og allt fer úrskeiðis hjá aumingja manninum af því að tengdapabbi hans virðist svo hata hann. Mér fannst þessi mynd þó býsna góð og ég hló svona við og við sértaklega að Gokart atriðinu og þegar þeir tveir voru að sofa í sama rúmi, það var drepfyndið.Leikararnir stóðu sig allir með prýði (sértaklega Bernie Mac sem kom mér á óvart) ,sem sagt fín mynd bara og góð skemmtun ef maður er í skapi til að hlæja og ég mæli harðlega með henni. Þrjár stjörnur er það sem þessi mynd á skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bruce Almighty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bruce Almighty er um fréttamann að nafni Bruce Nolan (Jim Carrey) sem finnst eins og Guð hundsi hann bara algjörlega og er sí kvartandi og kveinandi. Guð er orðin leiður á þessu nöldri í honum og til að sýna Bruce að það að vera Guð er ekki eins létt og það sýnist lætur hann Bruce fá alla sýna krafta í eina viku og fer í frí og Bruce verður að leika guð þangað til. Þetta er einfalt, grínmynd með Jim Carrey, niðurstaðan, sprenghlægileg. Jim Carrey sýnir snilldartakta, Morgan Freeman er líka góður í hlutverki Guðs, og svo má ekki gleyma Jennifer Aniston sem leikur nú alltaf vel. Það er langt síðan ég hef hlegið svona yfir mynd. Myndin á ekkert minna skilið en þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Young Frankenstein
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég veit ekki af hverju, en Young Frankenstein hefur verið uppáhalds grínmyndin mín síðan ég sá hana fyrst. Mel Brooks er hér í sínu besta formi og maður er hlæjandi allan tíman, Gene Wilder sýnir snilldartakta eins og næstum allir aðrir í myndinni. Þetta er mynd sem gleymist seint, eða þá aldrei.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Beetlejuice
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Beetlejuice er án efa ein skrítnasta mynd sem ég hef nokkurn tíma séð, en það þýðir ekki að hún sé slæm. Tim Burton skapar hér meistaraverk sem mun lifa í minningum fólks að eilífu. Leikararnir standa sig allir með prýði, en þó sker Michael Keaton sig úr í hlutverki sýnu sem Beetlejuice, hann sýnir hér snilldartakta og maður hlær aftur og aftur að honum sama hvað maður horfir á myndina oft. Og þrátt fyrir frekar slappar tæknibrellur nær maður alveg að lifa sig inní myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Batman and Robin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hafði ekki horft á þessa mynd í fleiri fleiri ár þangað til í dag og mig minnti að hún væri svona ágæt. Hún var ekki ágæt, reyndar var hún ein hörmulegasta mynd sem ég hef séð Joel Schumacher rústar hér seríunni algjörlega það er hræðilegur söguþráður í þessu og allir þessir frægu og virtu leikarar hafa aldrei staðið sig svo illa. Og ég ætla nú ekki einu sinni að byrja að tala um allar lame línurnar sem Mr. Freeze kemur með alltaf þegar eitthvað gerist. Þetta er svo fáránlega asnaleg mynd að það eru bara engin orð til sem að lýsa henni almennilega. Það eina góða við hana er að hún er svo fáránleg að maður hlær að henni við og við þótt mann langi nú helst til að gráta. Ein stjarna frá mér semsagt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Batman Begins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég batt allar mínar sterkustu vonir við Batman Begins. Síðan Tim Burton hafði hætt að leikstýra myndunum og Joel Schumacher hafði tekið við varð serían lélegri og lélegri. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með myndina, reyndar finnst mér Batman Begins besta myndin af þeim öllum, Christian Bale er frábær í hlutverki Bruce Wayne/Batman og sama gildir um þau Katie Holmes, Michael Caine, Morgan Freeman, Liam Neeson og svo auðvitað Gary Oldam sem túlkar Gordon frábærlega. Semsagt góð mynd, góðir leikarar, góðar teknibrellur, og ég gef Batman Begins fullt hús stiga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Aladdin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Aladdin er án efa ein besta mynd Disney. Hún er full af góðum karakterum eins og andanum. Og skemmtilegum lögum, Aladdin er mynd fyrir alla frá eins ára aldurs til hundrað og tuttugu(og eldri)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
BASEketball
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er alveg þvílíkt góð grínmynd með sjálfum höfundum South Park í aðalhlutverkum. Myndin fær mann til að leggjast niður og gráta úr hlátri.Ég keypti mér hana einhverntíma og er búinn að horfa á hana yfir 20 sinnum og ég er ekki að ýkja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei