Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Big Lebowski
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Enn ein snilldar myndin frá Cohen bræðrum. Handritið snilld og leikurinn brilliant. John Goodman rokkar og Bridges sem The Dude er svalur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: The Empire Strikes Back
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Langbesta Star Wars myndin til þessa. (gæti það verið af því að Lucas leikstýrði ekki :) Vel skrifuð, vel leikin, tæknibrellurnar tala sínu máli...... ég gæti skrifað heila ritgerð en mér nægir að segja : ekkert GONK í þessari !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shrek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stórskemmtileg mynd og vel úr garði gerð. Alveg brilliant að geta farið með krökkunum í bíó og haft jafn gaman ( ef ekki meira gaman ) og þau. Meinfyndin. Eitt er þó farið að fara eitlítið í taugarnar á mér, mér finnst Laddi alveg meiriháttar leikari, hann virkar ávallt vel og allt það ......... en, er ekki kominn tími til að skoða hvort það séu ekki fleiri íslenskir leikarar sem geta tekið að sér að lesa inn á svona myndir. Ég meina, ég fer með börnin mín að sjá nánast allar teiknimyndir sem koma í bíó og þá undantekningalaust myndir frá þessum risum ( Disney , Pixar osfrv. ) og alltaf er Laddi settur í sama karakterinn. Er ekki séns að breyta þessu aðeins ? Eins og ég segi, ég hef í sjálfu sér ekkert upp á hann að klaga en mér finnst vera nokk hvimleitt að heyra alltaf sömu röddina í trúðshlutverkinu í myndunum. Samanber Mulan og þessi og fleiri. Myndin er sem sagt þrælfín og ég mæli eindregið með henni, fór meira að segja að sjá hana aftur, þá með ensku tali.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Deep Blue Sea
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Afspyrnuléleg mynd. Hákarlar sem ....... jæja má víst ekki uppljóstra neinu hér, hákarlar sem framkvæma hluti sem eru þeim líffræðilega ómögulegir ! Kommon ! Leikurinn ? fæst orð axla minnsta ábyrgð. Handritið var þynnra en stefnuskrá sumra stjórnmálaflokka hér í bæ. Brellurnar lélegar og ekkert smá gervilegar. Forðist þessa eins og heitan eldinn !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fargo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tær snilld. Buscemi einn af áhugaverðari leikurum síðari tíma. Brilliant handrit, og byggt á sannsögulegum atburðum ! Unbelievable. A must see !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Taxi Driver
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessa mynd er ég búinn að horfa á mjög reglulega síðastliðin 12-13 ár og hún verður bara betri og betri. Ein allra besta mynd sem gerð hefur verið. Leikstjórn, leikur, kvikmyndatakan alveg brilliant. Menn skildu bara ekki á settinu hvað Scorsese var að pæla að láta kameruna pana frá De Niro þegar hann var að tala í ákveðnum atriðum. Skildu ekki hvernig það undirstrikaði hans ástand. Algjör snilld. Tónlistin, Bernard Hermann er uppáhalds kvikmyndatónskáld Scorsese og hann var búið að dreyma um að fá að vinna með honum. Hermann gerði meðal annars tónlistina í upphaflegu útgáfuna af Cape Fear sem Scorsese fékk síðan lánaða í sína útgáfu ( náttúrulega aðlagaða, af Elmer Bernstein )af sömu mynd. Ekki var seinna vænna fyrir Scosese því Hermann dó stuttu eftir gerð myndarinnar. Tónlistin er alveg meiriháttar, gjörsamlega undirstrikar myndina. Þessi mynd er miklu mun meira en hún virðist í fyrstu horfun. Þó þér kunni að þykja hún góð í fyrstu horfun þá áttu eftir að dýrka hana eftir aðra horfun. Allra besta mynd Scorsese og ein besta mynd sem gerð hefur verið !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hudson Hawk
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mest fyndin ! Skil ekki af hverju hún fékk svo ömurlega dóma á sínum tíma. I giggled my way through this one. Willis brilliant, handritið snilld. Danny Aiello frábær. Bara snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Waterworld
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hey vá mar ! Hvað er verið að dissa þessa. Mér fannst hún bara alveg ágæt. Bara svona basic action/adventure. Ok, kannski aðeins bruðlað með aurinn í hana, en ekki var það minn aur :) , ágætis ræma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Apocalypse Now
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein af þeim bestu ! Hræddur um að ég þyrfti nægan tíma og pláss til að koma öllu frá mér um þessa mynd til að do it justice. Veit engan veginn hvar á að byrja ......... algjört must see ! Það væri nú gaman ef að Hopper myndi eftir að hafa leikið í henni ( hann náttúrulega átti ekkert að leika í henni, birtist bara einn daginn og vildi vera með , gat alls ekki farið eftir handriti sem var skrifað fyrir hann í flýti ,sökum annarslegs ástands, en fór á kostum í því sem hann kom frá sér sem var by the way aldrei eins ef þurfti að taka atriði upp aftur , lol ) en það skiptir litlu. Eins og ég las hér : Þú getur ekki kallað þig kvikmyndaáhugamann/konu ef þú hefur ekki séð þessa !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Specialist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stay away ! Dapurleg ræma. En það sem mér fannst nú einna dapurlegast : eftir að upptökum lauk þá lét Stallone taka upp eitt atriði enn BARA til að hans karakter gæti nú fengið misþyrma einhverjum aulum og til að Sly fengi að hnykla vöðvana. Again, STAY AWAY !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Cell
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Do´nofrio cool og cool makeup á honum. Settin hella cool en myndin sjálf ? No cigar. Léleg, samt einhvern veginn var ég það hrifinn af konseptinu að ég myndi mæla með henni fyrir þá sem eru búnir að sjá allt annað og hafa ekkert betra að gera á mánudagsnóttu um hálf tvö leytið :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rocky V
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ok, átti að vera síðasta Rocky myndin ( skilst að það sé önnur á leiðinni ) þannig að Sly fékk Avildsen til að leikstýra á nýjan leik til að gera nú eitthvað alveg spes. Tekur við þar sem Rocky IV endaði en nú er Rocky gamli orðin lúinn og tekur að sér þjálfun. Sko, minn er búinn að vera gallharður Sly lover í mörg ár þannig að ég er ekki alveg hlutlaus en mér fannst hún allt í lagi. Ok, þú veist svona nokk hvernig hún endar og hvernig hlutirnir spilast en er það ekki bara eitthvað sem menn vita þegar þeir horfa Rocky mynd ? Allavega var hún skárri en Rocky II :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Mexican
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi kom mér á óvart. Átti nú ekki von á miklu. Þrælfínt handrit og vel leikin. Gandolphini brilliant og Julia Roberts fór barasta lítið í taugarnar á mér hérna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei