Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Daddy Day Care
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Pabbi passar Nýverið var frumsýnd stórskemmtileg fjölskyldmynd með Eddie Murphy í aðalhlutverki. Hún ber tiltilinn Pabbi passar eða eins og hún heitir á frummálinu, Daddy Daycare. Myndin er bæði sýnd með ensku og íslensku tali. Sjá nánar á kvikmyndir.is Tenging við Gerber barnamatinn og Pampers bleiurnar er auðséð. Við erum því mjög stoltir kostunaraðilar myndarinnar og hvetjum þreytta sem óþreytta foreldra að fá sér pössun og bregða sér í bíó. Börnin eru að sjálfsögðu velkomin með því myndin er leyfð öllum aldurshópum. Góða skemmtun!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Biker Boyz
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja þá er komið að því Biker Boyz til höfuðs The Fast and the Furious Áætluð til sýningar í lok janúar í BNA Myndinni er beint að underground kappakstri, flottum AirBrush myndum og miklum tækifærum fyrir ýmiskonar brjáluð áhættuatriði. Myndin er einskonar nútíma Vestri á hjólum. Hjólararnir eru lögmenn og skrifstofu blækur á daginn sem breytast í ökuþóra næturinnar er skyggja fer. Laurence Fishburne leikur Smoke óumdeilanlegan meistara og The King of Cali en er undir stöðugri ógn yngri ökumanna Söguþráðurinn er frekar þunnur og væmin en þó eru ýmsir þekktir leikarar sem taka þátt sem og Eric la Salle (ER), Lisa Bonet (Enemy of the state), og að vísu ástæða fyrir áhyggum Kid Rock. En þar sem þetta er framleitt af einu af stærri kvikmyndaverunum og aðalagið er einskonar Rock/Hip Hop er von til þess að við getum farið að gleyma Stone Cold og/eða Silver dream Racer með David Essex Til Baka
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei