Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Layer Cake
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Layer Cake er mjög bresk mynd. Ef maður ætlar að nefna eitthvað svipað dettur manni helst í hug lock stock and two smoking barrels þó að þessi mynd sé kannski ekki jafn kaldhæðin. Hér er maður að segja frá lífi sínu. Hann er geislega varkár eiturlyfjasali, hann stendur sig mjög vel og er ekkert að lenda í vandræðum. Svo akkurat þegar hann ákveður að hætta lendir hann í miklum vandræðum sem eiginlega er ekkert hægt að lýsa því það myndi eiðileggja of mikið. Ég hafði alveg rokkna gaman af þessari mynd og mæli með henni, hún er svöl, fyndinn og aldrei dull móment.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spanglish
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Spanglish er nýleg mynd með Adam Sandler í aðalhlutverki. Hann sýndi þarna að sögusagnirnar um að hann gæti bara leikið eina týpu (happy gilmore, billy madison) eru ekki alveg réttar. Hann var bara mjög góður sem fjölskyldufaðir sem á leiðinlega konu og verður ástfanginn af mexikanskri GYÐJU sem er leikin af hinni gullfallegu Paz Vega. Hún er að sjá um þrif og svoleiðis í húsinu þeirra. Sagan er sögð með sögumanni sem er dóttir ræstingarkonunnar, sem er sirka 10 þegar sagan gerist en er um 20 þegar hún er að segja frá. Það er skemmtilegt að nefna að myndin er samin og leikstýrð af James L. Brooks sem er einna af 3 aðal producer-um Simpson þáttanna, en hann leikstýrði einmitt líka As good as it gets sem var nú mjög vinsæl á sínum tíma. Spanglish er ekkert snilldarverk en fínasta mynd engu að síður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Death Becomes Her
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Death becomes her er grínmynd frá 1992 með Bruce Willis, Meryl Streep og Goldie Hawn. Hawn og Streep eru búnar að hata hvor aðra í laumi í fleirri ár og Hawn var að plana að drepa Streep. Þær uppgötva báðar eilífa æsku og lenda í geðveikum vandræðum eftir það. Ég veit ekki alveg hvað mér fannst um þessa mynd. Það var svo sem fínt að horfa á hana en eftir á að hyggja var ekkert varið í hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rambo: First Blood Part II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er framhaldið af First blood, (betur þekktri sem Rambo 1.) Hérna er Rambo frelsaður úr fangelsi til að fara aftur inn í Vietnam til að bjarga POW's (prisoners of war/stríðsfangar). Þarna er enn vottur af persónunni sem var í nr.1, maður sem missti vitið í Vietnam en alls ekki áberandi samt. Screenplay-ið var víst upprunalega eftir James Cameroon (Titanic, Terminator 2 o.fl.) en Silvester Stallon breytti því víst til að gera það meira pro-america, og næstum því pro-war. Þarna kemur líka fyndin bandaríkin eru best ræða í endan og svona. Nokkuð slöpp mynd. Þúsund sinnum betri en þrjú þar sem hún er bara áróður og búin að gleyma öllu um upprunalegu persónuna en samt ekki góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
First Blood
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér mjög á óvart. Þarna er fyrrverandi stríðshetja frá Vietnam í blóðugum bardaga við löggur í smábæ í Bandaríkjunum. Myndinn var bara nokkuð góð fyrir utan kaflan þegar Rambo hleypur um með hríðskotabyssuna sem er 2 manna byssa þegar hún stendur á standi. Maður gat varla trúað að Rambo 2 og þrjú væri sami karakter. Þessi snýst aðalega um mann sem skaddaðist mjög andlega í Vietnam stríðinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
War of the Worlds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin er mjög góð á alla kannta, geðveik saga, vel leikinn, vel tekinn, flott o.s.frv. Maður hefur sjaldan sem aldrei verið jafn spenntur í bíó en væmnin í endan lét mann næstum æla, það er eina ástæðan fyrir því að myndin fær ekki 4 stjörnur. Rétt áður en sögumaðurinn hefur ræðu sína í lokinn kemur atriði sem er svo mikið bull að það eina atriði dregur myndina niður um heila stjörnu og á ég erfitt með að trúa að maður sem getur skrifað svona vel velji að enda hana svona þannig að mér finnst líklegt að þarna sé Speilberg að verki enda er hann þekktur fyrir of væmna enda.

Til að taka saman, Frábær mynd en klúður í endan.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Great Expectations
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er byggð á sögu Charles Dickins, Great Expectations en flytur hana yfir í nútíman. Líkt og áður hefur sést er þetta erfitt verk og einfaldlega tekst ekki hér. Sagan er góð í grunninn, enda eitt af meistaraverkum Dickins en lítið annað í henni sem varið er í.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
One Hour Photo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

One Hour Photo fjallar um nokkuð geðveikan mann sem er leikinn af Robin Williams. Hún byrjar þannig að Williams er í yfirheyrlsu hjá lögreglunni og hann fer að segja sögu um hvernig hann byrjar að ofsækja fjölskyldu sem hann var alltaf að afgreiða í framköllunarbás í súpermarkaði. Skemmtileg mynd og Williams stendur sig mjög vel sem svona sociopath.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei