Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Shining
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Shining er ein besta hryllingsmynd allra tíma ef ekki bara besta myndin. Hún fjallar um Jack Torrance (Jack Nicholson) sem fer með fjölskylduna að passa hótel yfir veturinn. Í fyrri hlutanum er bara verið að sýna að það er eitthvað á hótelinu sem er ekki eðlilegt og að Jack byrjar að sturlast, en seinni hlutinn er aðalega að flýja frá hótelinu. Það sem eyðileggur alla myndina er Shelley Duvall (Wendy,eiginkona hans), hún leikur svo ÓGEÐSLEGA illa að maður meiðir sig. En Jack og Danny (sonur hans)bæta það upp og Jack gerir gott betur en það. Hann leikur svo vel að ég skil það ekki. Danny (í byrjunni þegar þau koma) byrjar að fá skyggnir (shine) og sér eitthvað ljótt er þarna á hótelinu. Og Jack byrjar að verða skuggalegri og skuggalegri þangað til að hann fer að verða reiður ef það er talað við hann, byrjar að tala við dautt fólk. Þessi mynd er með eftirminnilegust setningar sem sagðar eru örugglega í kvikmyndasögunni t.d Heeeeere's Johnny og Great party isn't it? Og svo auðvitað Redrum. Þessi mynd er ein besta mynd allra tíma og ég myndi ef þú ert ekki búin
að sjá hana að fara og kaupa eða leigja, a must!!


Johnsson Jr.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei