Gagnrýni eftir:
Dirty Harry
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Örugglega besta löggumynd sem gerð hefur verið. Clinturinn hefur verið minn maður í mörg ár svo ég er kanski ekki alveg hlutlaus en shit hvað maðurinn er svalur. Setningarnar eru alveg magnaðar, leikurinn er góður hjá Clint Eastwood og Andrew Robinson og leikstjórnin var frábær hjá Don Siegel. En kvikmyndatakan er dálítið skrítin og öðruvísi en samt flott.
Morðinginn Scorpio(Andrew Robinson) ógnar öryggi San Fransisco
þegar hann drepur konu og ætlar sér að drepa fleiri. Harry Callahan(Clint Eastwood) reynir að hafa uppi á honum og lætur ekkert stöðva sig.
Dirty Harry er óhemjugóð mynd sem á sér enga líka. Nema að sjálfsögðu 4 framhaldsmyndir.
40 Days and 40 Nights
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Algjör hörmung er eiginlega það eina sem ég get sagt um þessa mynd.
Matt er búinn að afsala sér kynlífi til að geta komist yfir sambandsslit hans og fyrrverandi kærustunnar. Hann er að springa úr greddu og ekki hjálpa besti vinur hans og vinnufélagarnir sem standa í veðmáli við fólk um heim allan hversu lengi hann getur staðist freistingarnar. Hann sér ekkert nema brjóst og rassa hvert sem hann lítur. Síðan verður hann að sjálfsögðu ástfanginn af stelpu sem heitir Erica, og það gerir skírlífið ekkert auðveldara.
Ég get ekkert gott sagt um þessa mynd svo ég gef henni hálfa stjörnu fyrir að reyna allavega að vera fyndinn.
Sturtið peningunum frekar ofan í klósettið en að eyða þeim í þetta kaftæði.
Star Wars: Attack of the Clones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein meiriháttar vonbrigði. Þótt að hún toppaði Episode 1 og Return of the Jedi þá var hún ekkert sérstök. Allt of mikið gert úr rómantíkinni og ekki nóg af bardagaatriðum, leikurinn hjá Hayden Christianssen var ferlegur og myndin er of langdregin.
Obi Wan Kenobi(Ewan Mcgregor) og lærlingur hans Anakin Skywalker(Hayden Christianssen) voru fengnir til að vernda Amidölu(Natalie Portman) sem er orðin þingmaður fyrir stöðugum árásum óvina hennar. Anakin sem er ástfanginn af Amidölu fær það hlutverk að gæta hennar á meðan Obi Wan leitar uppi dularfulla árásarmanninn.
Geðveikar tæknibrellur, sömuleiðis leikstjórnin en leikurinn var ekki upp á sitt besta. Stífur og asnalegur. Yoda var flottari en nokkru sinni fyrr. En að mér fannst og mikil rómantík eyðileggja myndina.
P.S. takið eftir hvað Amidala er fljót að jafna sig eftir að hafa dottið úr flaug í sandinn í lokabardaganum.
Spider-Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
With great power comes great responsobility
Uncle Ben
Spenna, hasar, rómantík, drama gera SPIDER-MAN að frábærri mynd sem slær flestar ofurhetju myndir út úr hringnum. Myndin skartar föngulegum leikarahóp og leikstjóra, þeim Tobey Maguire (Peter Parker/ Spider-man), Willem Dafoe (Norman Osborn/The Green Goblin),Kirsten Dunst (Mary Jane Watson) Sam Raimi sem leikstýrði og snillingurinn Danny Elfman með tónlistina.
Tobey Maguire leysti sitt hlutverk vel af hendi og Willem Dafoe var geðveikur sem Norman Osborn og The Green Goblin(gefur Jack Nicholson sem Jokerinn í BATMAN lítið eftir) en mér fannst Kirsten Dunst ekki alveg upp á sitt besta í þessari mynd, leikstjórnin var alveg ágæt en músikin hjá Danny Elfman var ekki eins góð og ég bjóst við.Þið þekkið örugglega söguþráðinn af teiknimyndasögunum svo ég fer ekki nánar út í hann hér. Það var bara eitt sem valdi mér vonbrigðum og það var búningurinn hjá The Green Goblin, hann var einfaldlega asnalegur og gervilegur. Ég fór með vinum mínum á frumsýninguna og öllum fannst hún frábær (að vísu þá fengum við afleit sæti vegna klaufaskapar, en nóg um það) Tæknibrellurnar voru geðsjúklega góðar, maður festist alveg við hvíta tjaldið þegar maður sér kóngulóna sveifla sér á milli háhýsanna, það er nú frekar erfitt að toppa Batman en þessi mynd af öllum ofurhetju myndunum kemst næst því.
American Pie 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
American Pie 2 er ein besta gamanmynd sem ég hef séð, með öllu sama liðinu og í forveranum. Þeir Jim, Kevin, Finch og Oz eru að ljúka fyrsta skólaárinu og leiðast mjög hvað leiðinleg partýin eru orðin og ákveða að halda veislu aldarinnar í strandhúsi. Og svei mér þá, þvílíkt partý sem stendur alla vikuna með lesbíum, málningu, g-strengjum og BJÓR. Jim(Jason Biggs) er eins og alltaf óheppnasti gaur í heimi og er enn yfir sig ástfanginn af Nadiu(Shannon Elizabeth)sem endurgeldur ástina frá öllum heimshornum. Kevin(Thomas Ian Nicholas) er ábyggilega sá venjulegasti af þeim öllum að Oz(Chris Klein) frátöldum. Finch(Eddie Kaye Thomas), enn hrifin af mömmu Stiflers sem er það gramt um geð. Hann er farin að iðka TANTRA mjög mikið og er góður í því. Stifler(Seann William Scott) er alltaf jafn ALGERLEGA ÓÞOLANDI og trúið mér hann þornar ekki upp í þessari myndskal ég segja ykkur. Frábært handrit, flott leikstjórn og glæsilegur leikur allra gera American Pie 2 að góðri mynd sem er enn betri enn forverinn og á svo sannarleg skilið þrjár og hálfa stjörnu.
3000 Miles to Graceland
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágætis mynd um 5 gaura sem ræna spilavíti klæddir sem Elvis. Flottir skotbardagar gera hana að ágætis mynd sem fær ekki nema eina stjörnu. Kevin Costner er fínn í hlutverki vonda gaursins sem heldur að hann sé óskilgetið barn Kóngsins. Kurt Russell er ansi flottur Elvis verður að segjast en hann er frekar leiðinlegur. Courteney Cox er alltaf frábær og leikur vel fátæka einstæða móður. Strákurinn hennar er voðalega skemmtilegur í þessari mynd. Myndin er frekar langdregin á köflum en sum atriðin voru fyndin og skemmtileg. Sjálfum fannst mér bílaatriðið það flottasta sem ég hef séð lengi. sumar flottar línur renna út um tennurnar á leikurunum. Frekar leiðinleg mynd með flottum skotbardögum og skondnum samræðum.
Swordfish
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta mynd John Travolta til þessa. En mér líkaði Hugh Jackman betur, þeir báðir léku frábærlega og Halle Berry var ekki síðri. Góðar tæknibrellur og vel skrifuð samtöl en umfram allt frábær leikstjórn. Besta atriðið er vafalaust atriðið þegar Hugh hittir Travolta fyrst. Þegar Hugh brýst inn til FBI á meðan stelpan tottar hann og byssu er beint að höfði hans. Frábær mynd sem ég mæli mikið með og gef fjórar stjörnur