Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Around the World in 80 Days
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom hrikalega sterk inn. Var búinn að sjá trailerinn og bjóst alveg við að það væri það eina fyndna í myndinni sem sást þar. En nei, í staðinn varð þetta alveg þveröfugt. Og var alveg hin fínasta skemmtun mest allan tímann. Myndin er leikstýrð af sama gæjanum og leikstýrði The Waterboy og The Wedding Singer, Frank Coraci! Þó nokkrar stórar Hollywood stjörnur fara með lítil aukahlutverk í myndinni, þær leika alveg skelfilega fyndna karaktera. Ekki þessi týpíska Jackie Chan mynd, þó svo að það sé alveg góður skammtur af flottum stuntum og slagsmála atriðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei