Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Ladder 49
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég gekk inná þessa mynd með mjög litlar væntinar. Bjóst við hálfgerðrum Backdraft clone. Mynd sem mér hefur alltaf líkað vel við. Ég skal alveg viðurkenna að þegar myndin vara að klára sig gat maður ekki enn grátið yfir þessari mynd. Það hefur engin mynd síðan að ég sá Once were warriors á 21 árs afmælinu mínu. Og það var ekkert miðað við þessa mynd. Hún hitti vel í hjarta stað. Vegna þess að hún er ekki einhver flashy Hollýwood mynd, heldur einbeitir á karakterana og hvað gerir þá að slökkvuliðsmönnum. Þetta er svona mynd í huga mínum þar sem allt smellur vel saman. Leikhópur, útlit, tónlist og leikstjórn. Ekki veikur blettur, þó verður að segjast að Juaquim Phoenix er alltaf að sanna meir og meir hve góður leikari hann er. Travolta, hvað kemur til að hann fer ekki í taugarnar á mér?? Hataði hann í The Punisher enn í þessari mynd leikr hann mjög vel. Reynir ekki að stela sviðljósinu. Enn í staðin er einn af burðarbitum þessarar mynd. Svo út frá þessu er hægt að dæma að mér líkaði myndin. Rétt er mæli með að allir sjái hana. Nema kannski Hollywood Junkíinn sem vill sýnar bombur og innantóma mynd. Farðu frekar á Alien Vs. Predator. Fyrir fólk sem fílar myndir eins og Shawshank Redeption sem er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Þessi mynd endar á óvæntan hátt enn jákvæðann hátt á 'Wanted' Dvd listanum mínu ;) Skellið ykkur bara í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei