Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Forgotten
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Aum mynd. Ég veit ekki hvað menn löggðu upp með þegar þeir settust niður og skrifuðu þetta. Spennutrylli, geimverumynd eða er þetta misheppnaðasta grínmynd allra tíma? Ég veit það ekki og örugglega ekki aðstandendur myndarinnar heldur. Leikurinn er ekki góður, Julianne Moore (sú ágæta leikkona) er hreint út sagt hrikaleg og maður skilur ekki af hverju hinir karakterarnir hlusta yfirhöfuð á hennar persónu, bullið sem veltur úr henni yfir ofleiknum. Dominc West og Anthony Edwards eiga að halda sig við sjónvarp og hvað var Gary Sinise að spá? Þetta er rugl mynd sem veit ekkert hvað hún ætlar sér og biður um allt of mikið frá áhorfendum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Save the Last Dance
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vil bara spyrja: Hafa stelpur í alvöru gaman af svona myndum? Ballettdansari sem fer að dansa hip hop og grenjar yfir kynþáttafordómum er ekki eitthvað sem höfðar til mín og ég sé ekki hvaða hópur á að fíla þetta fyrir utan stelpur frá 10 til 15 ára gömlum. Hún er reyndar vel gerð og einhver metnaður hefur greinilega verið settur í þetta en til hvers? Ekki fyrir mig
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
10 Things I Hate About You
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

10 Things I Hate About you er einfaldlega ein best skrifaða unglingagamanmynd allra tíma. Söguþráðurinn er tekin upp úr leikriti Shakespear´s Skassið Tamið og fylgir vel eftir. Nýji strákurinn í skólanum verður hrifinn af vinsælustu stelpunni og fær vinsælasta strákinn til að borga villingnum til að fara út með systur hennar! flókið en virkar og það alveg snilldarlega. Öll samtöl í myndinni eru vel skrifuð og hröð og þó allar persónur séu stereótýpur þa´gengur það alveg upp. Ég mæli með þessarri mynd fyrir alla þá sem vilja hlæja sig máttlausa yfir góðri sögu og skemmtilegum samræðum. Snilldarmynd í alla staði

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei