Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Truman Show
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er frábær mynd, eitthvað svo dæmigerð fyrir Jim Carrey. Pælið í því að komast allt í einu að því að allir þekkja hann í heiminum og hann hefur verið í sjónvarpinu allan sólarhringinn, alveg síðan að hann fæddist. Alveg hreint meistaraverk þessi mynd, ég gef henni samt bara þrjár og hálfa stjörnu vegna þess að það var svolítið hallærislegt að það var einhver kall sem gat bara stjórnað öllu. Veðráttunni og öllu því, en samt var það eitthvað svo mikið aukaatriði að maður pældi ekki mikið í því. Ég mæli með því að allir sjái þessa mynd. Hún er GÓÐ.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
An American Werewolf in Paris
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er dálítið óraunveruleg, en fyndin, nokkur MJÖG hrellandi atriði. Þegar maður var að horfa á hana þá hélt maður að það væri aldrei hægt að losa flækjuna sem maður var lentur í, en þetta endað alltsaman vel. Allt er gott sem endar vel..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
City of Angels
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð, rómantísk, sorgleg. Fyrir þá sem eru viðkvæmir, takið endilega með ykkur vasaklúta. Þessi mynd snertir alveg hjartarætur. Góðir leikarar. Endar vel en sorglega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Rainmaker
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Í þessari mynd eru ágætir leikarar en það er ekki þeim að kenna að myndin er svolítið langdregin og mér finnst leiðinlegt að segja að mér leiddist á henni. En það er ágætt að hún endaði vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Wedding Singer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er æðisleg mynd sem ég hef séð sjö sinnum og gæti séð oftar, engar ýkjur. Það er skemmtileg tónlist í henni, æðislegir leikarar og frábær söguþráður. Ég ráðlegg ykkur að sjá hana einu sinni ef ekki tvisvar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
As Good as It Gets
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er allveg frábær, dæmi um hvað fólk er ólíkt og hvað það getur lifað í mismunandi heimum. Jack Nicholson er furðulegur nágungi sem stígur ekki á gangstéttastrik og læsir alltaf hurðinni sinni fimm sinnum. Þessi mynd er um hann og þá sem verða á vegi hans í lífinu. Frábær mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei