Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Bratz
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrst þegar ég heyrði að það væri að koma út Bratz bíómynd varð ég alls ekki bjartsýnn um gæði myndarinnar. Samt sem áður ákvað ég að bjóða fallegustu stelpu sem ég hef séð á myndina og get ég ekki annað sagt en að það hafi heppnast fullkomlega. Við gátum hlegið og skemmt okkur stórkostlega yfir myndinni, hún var bara virkilega spennandi og fyndin. Það eru margir sem halda eflaust að þetta sé einhver týpísk Hollywood mynd, en svo er ekki. Hún er í rauninni bara drepfyndin og bakvið mörg atriðin liggur djúpur húmor. Ég mæli með því fyrir alla að fara á myndina, hún kemur virkilega á óvart!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fearless
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef að þú hefur gaman af bardaga/hasarmyndum þá áttu eftir að elska þessa. Ef að þú hefur ekki gaman af bardaga/hasarmyndum þá gætirðu líka haft gaman af þessari. Myndin er um ævi Huo Younjia sem er talinn vera ef allra besti bardagamaður í sögu Kínverja. Auðvitað er hann leikinn af Jet Li, sem byrjaði að æfa Wu Shu bardagalistina 8 ára gamall og varð meðal annars fimmfaldur heimsmeistari í keppninni áður en hann fór að leika, en Wu Shu er þjóðarsport Kínverja.


Í myndinni eru frábær bardagaatriði, sagan skemmtileg og myndin vel leikin. Myndin er með kínversku tali, en maður tekur ekki neitt eftir því. Fyrir mér var þetta ein besta mynd sem ég hef séð, en ég er líka allur inni fyrir bardagamyndirnar. Ég mæli með því fyrir flesta að fara á þessa mynd, en þó vara ég ykkur við að búast ekki við því að finnast myndin jafn góð og mér finnst hún.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Anacondas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór á AnacondaS baust ég við lélegri endurgerði mynd á fyrstu Anaconda myndinni, sem mér finnst mjög góð. En allt kom fyrir ekki, og þessi mynd var engu síðri.


Framleiðendur myndarinnar ná að gera mjög trúverðugan söguþráð fyrir því sem er að gerast í myndinni. En það er eins og svo oft áður hægt að finna galla við myndina og klisjukenndar setningar.


Character-arnir í myndinni eru skemmtilegir, söguþráðurinn góður og myndin mjög spennandi. Myndin er einnig vel leikinn og leikstýrð, og ég mæli eindrigið með því fyrir aðdáendur fyrri Anaconda myndarinnar, að fara á þessa, því þessi er alls ekki síðri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Godsend
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis hugmynd á mynd, en fyrir margan er söguþráðurinn líklegast mjög óraunverulegur, Ég get ekki sagt annað en að ég hafi sjaldan verið jafn uppfylltur af spennu í mynd síðan ég man eftir mér.

Myndin fjallar um klónun drengsins Adam, sem dó 8 ára gamall en er klónaður(endurfæddur) af ósk foreldra hans með hjálp eins snilldarlegs læknis(Robert Deniro).

En auðvitað koma slæmar afleiðingar klónunnar fljótt í ljós og þar af leiðandi mjög óhugnanleg atriði.


Gef þessari mynd 3 stjörnur, hefði getað fengið meira en mér fannst framleiðindur Godsend einfaldlega ekki vinna nógu vel úr hugmyndinni á bakvið myndina þegar lengra leið á myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Chronicles of Riddick
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd einkennist af góðum bardagaatriðum og einkum skemmtilegum Riddick sem er ein skemmtilegasti karakter sem ég hef kinnst í gegnum Bíómyndir. Söguþráðurinn er góður og spennandi en fer að verða frekar langdreginn þegar lengra á myndina líður, mæli með þessari mynd sem að hafa gaman af þess háttar myndum.


Þeir sem hafa ekki gaman af framtíðar-skáldmyndum skulu láta þessa framhjá sér fara en aðdáendur Matrix og Pitch Black ættu tvímælalaust að skella sér á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spider-Man 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd með þeim væntingum að þetta yrði þetta ágæta framhald af Spider-Man.

Þessi mynd endaði með því að verða versta mynd sem ég hef augum litið á þessu ári, Peter Parker var einfaldlega of leiðinlegur charakter þegar hann klæddist ekki Spider-Man búningum og allt of mikið af löngum samræðum og eins og fyrri ræðumaður sagði voru alltof fá hasaratriði í myndinni en þau voru mjög flott þegar þau komu.

Húmorinn var einnig hræðilegur og þessi mynd var svona þessi 'týpíska' ameríska mynd og allt fór american style.


Mæli ekki með fyrir neinn eldri en 10 ára að fara á þessa mynd,

Hreinlega sú versta sem ég hef séð á þessu ári í Bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei