Gagnrýni eftir:
Sydney White
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Tilvalin mynd fyrir vitleysi Hér er um að ræða unglinga mynd um hana Sydney White leikin af Amanda Bynes sem fer í framhaldsskóla sem lendir í ýmsu þar. Til að gera þessa sögu stutta og sleppa rifja upp söguþráðin þá hef ég nokkuð að segja. Myndin er frábær, til að slökkva á heila þínum og soga inn vitleysu. Myndin er fyrirsjáanleg og "Typical" eins og allar unglingamyndir frá Disney eru. Ég verð að játa þó að sumir asnalegu brandararnir voru að vísu hlæilegir en Amanda Bynes fór svo í taugarnar á mér. Hún á að leika góða óörugga stelpu en samt var hún búin að misþyrma ljósabekk og heillaði stráka úr skónum. Meira segja Aðal sæti strákurinn var ófríður. Núna er ég farinn að tala vitleysu með að hugsa tilbaka með þessa mynd. Til að enda þessu vil ég segja hægt að sjá hana en hún er þessi mynd sem gerir ekki neitt er bara "ein af þessum myndum".
Kicking and Screaming
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þegar maður blandar saman ráðgjafa Guðfaðirsins(Robert Duvall), og hinum sérkennilega Steve Butabi/Ron Burgendy/Mustafa(Will Ferrell) þá verður útkoman ekkert sérlega góð eins og sést í þessari mynd. Ég man eftir því að hafa séð trailerinn á þessa mynd og fór að hlæja í aulabröndurum hans Will Ferrell og sérstaklega þar sem ég fíla aulahúmor í tætlur(helst tónlistina úr terminator I sem er snilld!). Við strákarnir tekkuðum á þessa mynd og veistu hvað? Hún var ekkert fyndinn, heldur var hún fyrirsjáanleg og barnaleg mynd. Ég nenni ekki að fara út í söguþráðin en ok skal ykkur hann þá að myndin fjallar um að Robert duvall er pabbi will's og hann á besta liðið og hann leyfir ekki syni Will Ferrell's að spila. Þá fer Will í fýlu já og ætlar að sigrast á sinum illkvikindslega föður sinum. Og restin vitiði sjálf. BLESS
Harry Potter and the Goblet of Fire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyrir að vera ekki neinn harry potter fan og ekki einu sinni séð fyrstu þrjár myndirnar og lesið neinar bækur, þá kom þessi mynd bara sérstaklega á óvart. Þetta var bara hin ágætis skemmtun, hef heyrt að það hafi oft breytt um leikstjóra fyrir Harry potter myndirnar og 3 hefur bestu velgengin í leikstjórn. Ég held nú bara að þetta sé besta myndin, ég sá fyrsta hálftíman á fyrstu myndinni sem var ekkert i samanburði við þessa mynd. Ég gæfi þessari mynd tvær og halfa stjörnu en fyrst að Emma Watson er svo flott þá fær hálfa að auki(HAHAHA). Ástæðan er liklega sú að þessi sé betri er að hún er svoldið dökk. Það er virkilega skrýtið að sjá sex ára krakka skemmta sér yfir þessari þar myndin sem aður fyrr var sagt dökk og jafnvel ógvekjandi og eins og með mörgum karekturum td þarna Voldermort. Nú jæja....Samt þá er þessi mynd peningana virði. Bless
The Fog
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyrir alla þá sem bíða spennt fyrir að sjá þessa mynd í bíó og hugsa geggjuð hryllingsmynd, þá hafa þau því miður rangt fyrir sér. Þessi mynd er líklegust hjá mér að hreppa verstu mynd ársins hjá mér og samt er bara januar. OK OK þetta HEFÐI getað orðið svona ágætis hryllingsmynd með smá frumleika að hafa þoku sem svokallað draug eðavonda kallinn en hvernig handritið er þá er þetta bara kjánaleg mynd og er heimskuleg. Ég átti erfitt að sitja í salnum yfir þessari mynd hún fór bara í taugarnar á mér. Ég reyndi fyrstu 15min af myndinni að gefa henni séns en bara það fór í mig hversu illa þau léku þá meina ég sérstaklega Smallville gaurinn sem ég segi tvímælalaust hafi verið besti leikarinn þarna. Að vísu hafa hryllingsmyndirnar þróast og nú er málið að láta bregða fólk(svona 12ára gelgjustelpum) í stað fyrir að hafa góðan söguþráð. Ef þið viljið vera hrædd farið þá á Hostel trúið mér hún er peningana virði en ekki þessi og ég þurfti ekkert að borga á the fog og fekk meira segja húfu í kaupæti(En frábært!). En allavegna ein stjarna fær fyrir að REYNA láta fólk bregðast og ágætlega leikstýrð...bless bless
Small Soldiers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vá hvað þetta er ömurleg mynd. Hún skal samt fá eitthvað fyrir að vera hlæilega léileg mynd og hversu kjánaleg hún er. Ég mæli öllum tíu ára börnum að sjá þessa mynd og kaupa sér action man kall straks eftir á.ÉG verð bara að segja að mínu mati er þetta ripp off af toy story myndinni(þessi kom áður en toy story 2). Í raun er þetta bara kjánamynd.
Ray
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er góð mynd en því miður þurfti hún að valda mér vondbrigðum. Ég meina rangar upplýsingar sem verða langdrengar á köflum er svoldið vondbrigði. Engu síður er þetta góð mynd og mæli ég sem helst að fara að horfa á þessa mynd því að hún er góð. Jamie Foxx er nokkuð góður sem Ray Charles og átti skilið óskarinn(mér fannst Di Caprio betri en það er önnur saga). Þessi mynd fjallar um líf tónlistarmannsins Ray Charles sem var blindur píanóleikari og var fyrsti til að hafa gospel tónlist og blues(blús) saman við. Sumir mótmæltu og sumir fögnuðu. Þetta er góð skemmtun.
Joy Ride
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jájá...þetta er svosem bara ágætis mynd með ágætisleikurum með nokkuð skemmtilegt plott og maður verður stundum spenntur á köflum
en samt er þetta ekki frábær mynd. Hún fjallar um að það á ekki að messa við suma(þið sjáið bara myndinna,man ekkert hvað hún var um en ég man að hún væri ágætis skemmtun). ég hef ekkert meira að segja nema að þetta sé bara hin sæmilega föstudags mynd.
The Matrix Revolutions
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jæja... þessi mynd er nokkuð asnaleg og kjánaleg en samt skemmtileg engu að síður en þegar aðalið byrjar verður þetta bara kjánalegt eins og það getur ekki orðið verra...minnir mig helst á súperman endurgerð. Jájá...alveg verðug að sjá og í raun bara góð mynd og gott að klára matrix syrpuna en hún er kjánaleg.
Rain Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er góð mynd og raun bæið fyndinn og skemmtileg. Fjallar um bróðir sem hirðir pening frá foreldrum vegna þau dóu(orðaði þetta mjög illa sorry) og kemst hann að því að hann á bróður sem er í raun bara þroskaheftur. Ég segi ekki meira nema það þetta er virkilega skemmtileg mynd ég mæli með að þú horfir á.
Reservoir Dogs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vá!!! ég sagði að hún væri léileg í kill bill dómnum...hvað var ég að hugsa??? Þetta er frábær og besta mynd hans Q T. Hún er svo svöl og skemmtilegar samræður eru í henni. Mér persónulega finnst að Harvey Keitel hefði átt að fá verðlaun fyrir leik sinn á Mr.White en mér fannst Mr.Pink skemmtilegastur og hélt ég mest með honum(skiptir svo sem engu...langaði bara að segja þetta) allavega þá er þetta frábær sem ég mæli öllum áhuga mönnum að sjá sem fyrst...FRábær mynd.
Harold and Kumar Go To White Castle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð nú að segja að þessi mynd kom mér nú frekar á óvart og er ég bara fegin að þessi mynd er góð. Ég bjóst við einhverju rusli en svo virðist svo sem að hún er bara ágæt og svo eru nokkur fyndinn atriði í henni eins og Battleship. Ég er ekkert að segja að þetta sé snilld en þetta er svona ágætis skemmtun sem maður gæti séð einhvern tíman.
Hide and Seek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð að segja að fyrir utan hryllingsmyndinna sem kemur í sumar(sem er sönn saga) var ég svolítið spenntur fyrir þessa mynd og bjóst ég alveg við ágætri og spennandi hryllingsmynd með úrvalsleikurum á borð við Robert DeNiro sem klikkar oftast ekki og hin efnilega 11ára Dakota Fanning. Það stendur örugglega hvað myndin er um þannig að ég sleppi því bara. Gæði myndina er hinsvegar að hún gat verið spennandi sem hún reynar varð og maður býst við frábæran endir, en gallin við þessa mynd get ég ekki alveg útskýrt...þú skilur það þegar þú sérð myndinna í bíó.Hún fær 5,5 fyrir mikla spennu fyrri hluta myndarins.Jæja ég kveð að sinni
The Boondock Saints
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
ÉG verð nú bara að segja að þetta er góð mynd og ég vona að sjá hana sem fyrst því hún er einfaldlega bara fantagóð mynd sem kemur manni verulega á óvart hvað þessi mynd leynir á því að vera góð.
Willem Dafoe leikur hér fanta vel og eins og maður sér þá er hann frægasti leikarinn sem leikur í þessari mynd. Þessi mynd er góð og ég er sammála gæjanum sem sagði að þetta er svolítíð líkt Pulp Fiction.Góð mynd.
The Day After Tomorrow
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð að viðurkenna það að þegar að þessi mynd byrjaði þá var bara mjög góð mynd og líka ég beið spenntur eftir meira. En vo gerist það þegar myndin fer að enda þá hrapar hún niður og verður bara eiginlega hundleiðinleg og svo bara er hún að falla og falla og bara myndin verður slöpp eftir það og mæli ég með fólki að sleppa síðasta korteinu áður en tekstinn kemur. Dennis quaid gerði svona ágæta hluti en Jake sem lék bubble boy þurfti að leika einhvern wannabe tobey maguire og þar á meðal að breyta handritinu sem hann segir því að honum fannst tekstin vera léinlegur sem mundi segja. allavega byjraði þessi mynd sem einhver frábær mynd en eins og ég sagði áðan að þá fellur hún. ég gef henni 7,2 af 10 mögulegum. Takk fyrir
Battlefield Earth: A Saga of the Year 3000
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég ætla ekkert að útskýra hvað þessi mynd er um en eina sem ég segi um hana er að ég varð reiður og fúll þegar ég horfði á fyrsta hálftíman í þessari mynd hvernig leikarinn john travolta skuli dirfast að leika í þessari mynd. Ég mæli alls engum til að sjá þessa mynd. Þessi er kannski ástæða afhverju sum eru rugluð í heila. Það eina sem ég segi er að þessi mynd ætti að vera pynting þegar að bandaríkjamenn finna hryðjuverkamenn og vilja refsa þeim. Þessi mynd fær hreint og sagt NÚLL.Takk fyrir
The Godfather: Part II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Godfather part III er ekki bara ein besta framhaldsmynd allra tíma heldur er hún ein besta mynd til hefur verið og verð ég að segja að þettta er besta mynd sem ég hef séð og nær hún jafnvel að toppa fyrri partinn af godfather sem er helvíti góð mynd. Eins og margir ættu að vita þá gerði Godfather myndirnar þó marga leikarar en þessi mynd lét hinn eina sanna Robert De niro gera garðinn frægan og fékk hann óskarinn fyrir þessa mynd en upprunnalega ætlaði Coppola að láta De niro leika Sonny en Paramount bannaði það svo De niro leikur hér Vito Corleone þegar hann var ungur. Það má eiginlega segja það að þessi mynd séu tvær myndir, byrjunin og kaflinmn eftir fyrstu myndinna. Myndin er 190 min sem er dálítið mikið miðað við kvikmynd en þessi mynd er alls ekkert langdreginn ef þú ert að fara halda það, lang í frá, þessi mynd er mjög góð og mæli ég öllum að sjá hana sem fyrst og bara núna straks sem fyrst og líka vill ég minna á það að robert de niro stóð sig frábærlega sem Vito og gef ég honum mestapartan heiðurinn í myndinni og nátturulega alla hina leikara sem stóðu sig vel. Þessi mynd rúllar. 10/10 Takk fyrir
Dodgeball: A True Underdog Story
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég fór í lindina og sá þessa mynd. Bjóst við skemmtilegum grínmynd enn ekki eins og Anchorman. Ég verð að segja að ég hafði rétt fyrir mér en samt sem áður er þetta nú mjög skemmtileg mynd sem er eiginlega of stutt. A.M.M. finnst mér Ben stiller vera fyndnastur í þessari mynd og er líka skemmtilegur líkamsræktar gúrú. Myndin er ekkert alvarleg en samt er hún mjög fyndinn og skemmtileg mynd sem maður getur hlegið að eins og vitleysingur og það gerði ég svo sannarlega og mæli ég öllum unglingum að sjá þessa mynd og líka nátturulega fullorðnum líka. ég gef henni 7,6 af 10 og það þýðir þrjár stjörnur. Takk fyrir
To Kill a Mockingbird
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta verð bara að segja en þessi mynd er mjög góð og á alveg skilið fjórar stjörnur sem ég ætti ekki að hafa séð eftir að hafa gefið henni. Gregory peck sýnir leik sinn snilldarlega og er alveg svalur sem þessi lögfræðingur. Myndin er ekta fjöldskyldumynd og árið 1962 þá hefur þessi mynd greinilega hafi verið stórmynd og vann til nokkura óskarsverðlauna. Þessi mynd fjallar eiginlega um réttlæti og þeir sýna hvernig grimmir þeir voru við blökkumennina á þessum tíma og Gregory peck ætlar sjálfsögu að reyna bjarga einum blökkumanni í réttarsalnum sem hefur verið sekur fyrir nauðgun á ungri hvítri stelpu. Ég verð að segja það að þetta er mjög góð mynd og mæli ég öllum með að horfa á hana. 9,1/10
A Night at the Roxbury
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð nú að segja að þetta var fyndinn mynd á sínum tíma og verð ég að segja að hún er ennþá fyndinn þrátt fyrir að hafa ekki séð hana langan tíma.Þetta er svona týpisk 98 grínmynd. Stutt og laggóð og sömeleiðis bara svona týpiskan húmor sem sumir hlæja að. Það er eiginlega ekkert annað að segja nema það að þetta er alveg ágætis flipp mynd sem ætti ekki að taka alvarlega og mæli ég bara fólki að fara á næsta leigu og leiga þessa mynd. ég gef henni 6,4 af 10
The Godfather
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndir eins og Godfather eiga bara einfaldlega bara heima á toppnum og ekkert meira en það ég verð að segja að þessi mynd er algjört meistaraverk sem enginn ætti að missa frá sér. Myndin er bygð á skáldsögu Mario Puzo's en Francis Ford Coppola leikstýrði þessari mynd með algjörri snilld. Myndinn fékk á sínum tíma Þrenn Óskarsverðlaun árið 1972 og þ.a.m. fékk Marlon Brando óskarinn fyrir leik sinn á Vito Don Corleone. Myndin er nær því að vera þrír klukkutímar en þrátt fyrir verður hún meiri áhugaverði sem maður horfir meira á myndinna. Godfather part I fjallar um það þegar að Michael corleone(Al Pacino) er að fara verða doninn í fjöldskyldunni og hvernig allt byrjar hjá honum og líka hvernig Vito endar þetta sem Don. Myndinn þarf maður helst að horfa á tvisvar, jafnvel þrisvar og maður þarf að vera viss gamall til að skilja þessa mynd. Í myndinni eru leikarar sem eru nú í dag mjög frægir eins og James Caan, Robert Duvall, Al Pacino og systir Cappola Talia Shire sem lék Adrian í Rocky myndunum. Ef þú vilt sjá snilldar mafíumynd þá mæli ég eindrægið með þessari og vona ég að þú horfir á næstu mynd þegar þú klárar þessa. Eina sem ég segi nú er að þessi mynd er algjör snilld og keyptu hana sem safn. Takky fyrir
Big Momma's House
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er svona ágætis grínmynd sem á ekki eftir að vera eitthvað stórt en samt sem áður gat maður hlegið að henni smá. Horfðu bara einu sinni á hana og láttu helst einhvern annan en þig sjálfan borga 500 kr. Annars er hún svona LA-LA í betri kantinum. Takk fyrir 6/10
The Rocky Horror Picture Show
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég ætla ekki að vera leiðinlegur eða neitt en þessi mynd sukkar og svo eru sumir hálfvítar sem ég þekki að meina það að þessi sé ein af betri myndum allra tíma. Þessi mynd er ekkert nema algjört bull. Horfiði frekar á hann svalacoola John Travolta í Grease og Saturday night Fever. Takk fyrir
The Master of Disguise
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er svo ömurleg að hún er eiginlega fyndinn hún er það slæm. Hann Dana Carvey sem hefði staðið sig mjög vel í Wayne's World þurfti enidilega bara akkuruat að kúka hreinlega uppá bak með að leika í svo hörmulegari mynd sem hefur engan húmor. Hún hefði kannski, ekki með svona kúka prump húmor og líka meira fullorðnirslegir brandarar hefði þá þessi myn dörugglega verið ágæt en því miður verð ég að segja að þetta er ömurleg mynd. Ég ætla ekki að tala um söguþráðinn (sama og bíónafnið) því hann er einfaldlega bara hreint og sagt stórkostlegt bull. ég hló að henni því að hún er ömurleg. Þeir sem eru hálfvítar mundu fíla þessa mynd. Meira segi ég ekki nema ég skora á fólk að leigja hana bara uppá djóki.
EuroTrip
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er fyndið sjit. myndinn er mjög fyndinn og bjóst ég sannarlega engu við. hélt að þetta væri ömurleg en síðan varð hún mjög fyndinn og ég veit ekki hvað og hvað og ég eina sem ég þarf að segja er að ég mæli mjög með henni og vona að allir skemmti sér vel með að horfa á hana. Takk fyrir
Jackass: The Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er bara pure snilld. pabbi minn fór meira segja hlæja að þessu. Þetta er ekki til að fara í bíó en ef þau færð hana á DVD færðu 25min aukaefni sem er snilld eins og The Movie. Allir hlæja allavega að einu atriði í þessari mynd. Það lofa ég sko sannarlega því þessi mynd er nátturulega mjög góð og fyndinn. allir eru nánast að gera sig að fíflum og allt sem gerist er satt og ekkert er leikið.Snilld.
Saving Silverman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hérna er verið að tala um ágæta grínmynd með leikurum á borð við Jason Biggs,Steve Zahn og Jack black. Það eru margir að segja að þetta sé léileg mynd, en að mínu mati er þetta nú bara góð mynd sem inniheldur frekar gott grín. Myndinn er um mann að nafni Silverman(Biggs) sem kynnist konu sem er frekar leiðinleg. Vinir hans reyna að bjarga honum frá henni með því að ræna henni, og það er nú ekki auðvelt fyrir strákanna. Kannski er þetta ekki sú skemmtilegasta og fyndnasta en hún er allavega verð þess að hlæja að og kannski er hægt að eyða 500kall í hana. Viljiði ágæta grínmynd? Sjáið þessa. Annars get ég ekki sagt annað. Takk fyrir
Kill Bill: Vol. 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vá, þetta er mögnuð mynd sem ég verð að segja að hún kom mér meira segja á óvart. Ég hélst fyrst að þetta væri einhver kvennamynd þar sem konur eru bestar en svo er ekki, hún er bara um hefnd á nokkrum mönnum og konum(en samt deyja yfir 100 menn í vegi hennar). Þetta er meistaraverk Queitin Tarentino en nú er hann endilega búinn að lækka aðeins í samræðunum eins og í Reserver dog s og Jackie Brown og nú er bara tími til að drepa. Myndinn að mínu mati er alltof ýkt. Helduru virkilega að kona getur með einu samúræja sverði drepið fleira en hundrað manns(og þá voru nær allir þar í einu)? Myndinn fær 2 og hálfa eða 9 í einkunn en það skiptir svo sem ekkert miklu máli í augnablikinu. Það er óþarfi að segja söguþráðinn því að allir vita hann örugglega. ég ætla bara að segja hvað mér finnst um myndinna og ekkert annað en það. Hún hefði getað orðið með meiri söguþráð því að þetta er eins og að horfa á dráp í tvó tíma(sem er samt skemmtilegt). Ég ætla bara vita að þessi mynd er betri en eitt því að hún er svo lengi og vantar líka drápið í hana þrátt fyrir að hún sé kannski með meiri söguþráð. Þetta er bara hvað mér finnst og það er bara betra að dæma bara fyrir ykkur sjálf. Ég verð að segja eftir alla þessa pásu hjá Q T þá hefur hann snúið blaðinu við og er nú án efa frægasti leikstjórin í dag og hefur meira segja toppað Peter Jackson með Lord of The rings. Ég ætla að enda þessu með að segja dæmið sjálf og ég mæli með henni. Takk fyrir
Space Jam
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hver man ekki eftir Kalla kanínu og vinum hans. Núna er kominn mynd með kalla kanínu þar sem hinn næstbesti körfuboltamaður allra tíma(Chamberlain var miklu betri), hann Michael Jordan. Kalli þarf hjálp vegna þess að vond skrímsli hafa tekið mátt úr Patrick Ewing og Charles Barkley og kalli og félagar þurfa að keppa við þá í körfubolta. Jordan mun gera það og ef kalla lið tapar, þá verður Michael Jordan þræll hjá vondu mönnunum alla ævi sem hann mun lifa. Það er gaman að sjá Bill Murray og Wayne Knight leika hér í myndinni því að þeir eru oftast skemmtilegir. Myndinn hefur húmpor og hefur góða leikara. Tvær og hálf. Takk fyrir
Blues Brothers 2000
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Æjæj. Þvílík klisja. Þetta eru úrvals leikarar sem settir saman í rugl. Það er ekki gott. Kannski er gamla myndinn betri en þessi en hér er verið að ræða um menn, og ungan dreng sem eru tónlistarmenn. Löggur eru á eftir þeim og myndinn minnir mig bara á einvern söngleik síðar en mynd. Arnetha Franklin, eða drottning poppsins kemur og syngur í myndinni. Það er ekkert gott við myndinna nema eitt. Dýrasta bíla árekstur atriðið er æi þessari mynd og það er svoldið svalt atriði. Sleppið þessari mynd og fáið ykkur frekar Grease ef þið viljið sjá söngmynd. Takk fyrir
Miss Congeniality
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þegar ég fyrst sá þessa mynd þá hélt ég að hún væri mega slæm. En hún er það alls ekki. Hún er alveg ágætis mynd. Sandra Bullock að leika löggu sem verður að leika fyrirsætu til finna hvar einn dularfullur bófi ætlar að sprengja. michael cain leikur líka hér í þessari mynd og leikur stjóran hennar. Ég verð að segja að ég hefði aldrei séð þessa mynd hefði hún ekki verið í sjónvarpinu fyrir nokkrum mánuðum síðan. Það er ekkert annað sem ég ætlaði að segja. Takk fyrir
RoboCop 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jæja. Maður er að skoða gammlar myndir sem maður á og fann ég þá þessa mynd. Það að vekja minningar úr þessari mynd og síðast þegar ég man þá var þetta góð mynd(var svona 7 ára). Ég elskaði robocop þegar ég var lítill. Ég horfði alltaf á þættinna já... ég elskaði hann. Í dag er maður aðeins vitari og svo skildi ég það að þetta er frekar slöpp og var slæm. Robocop er of asnaleg. Hún fjallar um mann að nafni Alex Murphy sem verður drepinn af vondum mönnum og síðar hefur fyrirtækið OPS ákveðið að búa til vélmenni og látið heilan hans Alex's í járninn. Mynd númer tvö er með svo fáranlegan söguþráð og heimskulegur að Freddie got fingered er með skárri söguþráð. hún fjallar um vonda menn sem láta í sig og selja Nuke(Sem á að vera eitthvert dóp) og líka notað á nýfædd börn. Hver annar er á ferðinni, auðvitað hann Robocop. Opc hafa ákveðið að búa til nýjan Robocop, eða Robocop2 sem á nú víst að vera mjög sterkur og jafnvel betri en hinn gamli vinur okkar hann Robocop. Og það klúðrast eitthvað...! Mér fannst þetta vera slöpp mynd og fólk eiga helst að sleppa þessari mynd. Takk fyrir
South Park: Bigger Longer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð að segja það að þetta er frekar góð teikni mynd sem á nú met í því að vera með mest blótið. Hérna er verið að ræða um hina heimsfrægu þætti South Park sem hafa verið að gera það gott uppá síðkastið. Eftir að framleiðendurnir léku saman í hinni fyndni mynd Baseketball sem er blanda af körfubolta og hafnarbolta þá hafa þeir að snú blaðinnu við hafa ákveðið því að leika saman í teinkimynd, ekki teiknimydnaþættir eins og þeir gerðu. Og veistu hvað? Þessi mynd heppnaðist frekar mjög vel og verð ég að segja það að south park er örugglega ein besta teiknimynda þáttaraðir sem til hafa verið á þessari jörð(Family Guy og Simpsons eru líka frábærlega skemmtilegar). Þarf maður að segja hvað þetta er um... OK.... ég skal reyna. Myndinn fjallar um drengina sem allir ættu að þekkja Eric Cartman, sem er aðalgaurinn og er feitur. Kyle, hann er strákur og kemur minnst við söguna af þessum fjórum. Stan, hinn gyðinga strákur sem á bróður sem heitir Ike(alveg fáranlegur teiknaður gaur. Munnurinn hans hreyfist upp og niður þegar hann ætlar að tala) og ruglaða mömmu og er skotinn í eina stelpu(þetta á eftir að koma mikið við sögu). Og svo er hinn langfrægasti drengurinn sem ber nafnið Kenny. Hann er langfrægastur útaf því að hann deyr alltaf. Myndinn er um að þeir ætla á mynd sem eru með Terrance og Phil bíómynd og myndinn er bönnuð börnum(T & P er svona grín með kúk, fuck you og svona). Næsta dag í skólanum þegar allir hafa séð þessa mynd þá byrja allir að rífa kjaft. Kennarinn hringir í foreldrana og mamma Stans hefur ákveðið að taka þessa menn til fanga og ætla að berjast gegn Kanada til að ná í þá. Allt verður vitlaust og kemur Satan og Saddam Hussein líka við í myndinni. Drengirnir reyna bjarga þeim félugum og hvernig endar það vesen. Þetta er skemmtileg mynd þar sem grín er. Alveg fáranlegt hvernig þeir geta hatað Kanada svona mikið. Myndinn er sögð vera með 500 dónaleg orð, eða jafnvel meira! South Park á bara að vera fyndinn ekkert annað. Góða skemmtun
Kevin and Perry Go Large
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð nú að segja að þetta er ansi furðuleg og vægara sagt heimskuleg mynd með húmor sem getur verið fáranlegur. Myndin Kevin and Perry mun alls ekkert verða fræg. Hún er kannski fyndinn á nokkrum stöðum og betra sagt marga staða en samt heldur þessi mynd mig ekkert sérlega blíðan...jújú...ég hlæ oftast að henni en vandamálið við þessa mynd er að þetta er algjört bull. Myndin Kevin og Perry fjallar um tvo tvítuga menn(en eru samt af fertugum mönnum). Þeirra draumur er að fara til Ibiza og verða heimsfrægir plötusnúðar(DJ). Þeir reyna að ná peningum og þeir bjarga banka einn dagin(alveg fáranlegt...gerðist með klofinu hans Kevin...hvað annað þarf að segja). Þeir fá peninga til Ibiza og foreldrar hans Kevin koma með. Þeir sjá draumastúlkur sínar og hitta líka Hinn fræga plötusnúð Paul, sem þeir kalla oncel Paul. Hann heyrir eitt lag sem þeiur gerðu og hann mun spila það á klúbbi eitt kvöldið. Svo hvernig endar þetta? munu þeir verða frægir eða munu þeir verða loserar. Mér fannst þessi mynd vera O.k. en gat á köflum verið svo heimskuleg að ég vissi ekkert hvert þessi mynd væri að fara útí. Ágætis mynd. Takk fyrir
Friday After Next
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hvernig í andskotanum gat þetta skeð??? Að friday suckar big time all í einu. Eftir að hafa séð The next friday þá varð ég svoldið ánægður og hló mikið af dópbröndurum. En þessi mynd er mistök. Hún er um það að Jayjay og Craig er rændir af manni í dulbúnin sem jólasveinn. Hún fjallar eiginlega ekkert annað en þetta sem ég var að segja. Það er svo mikið af nýjum charaterum að maður þekkir þau ekkert. T.D. að það kemur einhver slæmur maður úr fangelsi(Kannski maður úr Friday) og hótar þeim að borga hússkuldinna sína vegna þess að mamma þeirra eiga íbúðinna og þeir hafa ekki borgað henni peninganna. Eftir þetta þurfa þeir peninga og þeir reyna nátturulega að finna bófann í leiðinni. Það breytist mjög mikið t.d. Pinkey í the next friday hatar gauranna(fyndið atriði í next frid.) en núna elskar hann þessa gaura sem er stór galli. Myndin og þeir sem skrifa handritið ættu bara skamma sig illilega. Myndin er ekkert fyndinn á neinum stöðum nema kannski á sumum stöðum sem ég hló MJÖG LÍTIÐ. þessi dópfeelinginn er búinn að vera eyddur og ég var fúll við að sjá þessa glataða og ömurlega grínmynd. Eins og ég sagði þá hljó ég af aðeins örfaúm atriðum sem er ekki að heilla mig nógu mikið. Það hefði bara verið gott að ALDREI GEFAÐ ÞESSA MYND ÚT! Enn ekki var það mér að kenna. Enn allavega takk fyrir mig.
Kingpin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já,hér er ágætis grínmynd á ferð.Kingpin.sem Randy Qiaud & Woody Harrelson leika vel saman.Farrely bræður leikstýra þessa mynd bara ágælega og er nú bara ágætis skemmtun.Hún fjallar um að maður sem er virkilega góður í keilu(Woody semsagt) í 8.áratugnum sem missir hendinna venga þess að hann var svikinn af vini(Bill Murray(leikur líka vel)).Hann cerður fyllibytta og líf hans er ónýtt þartil hann sér stórmót í keilu.Hann sér góðan
mann í keilu og fær hann í lið með sér.
Þetta er bara fín mynd sem er mjög skemmtileg að horfa á föstudögum.Takk Fyrir
Beetlejuice
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Beetlejuice er reyndar sú mynd sem maður á ekki að taka alvarlega(að mínu mati).
Myndin fjallar um það að hamingjusamleg hjón í einhverjum sveitabæ lenda í bílslysi.
Þau deyja og verða að draugum.
Það kemur hundleiðinleg fólk sem flytur inn í húsið.
Þau ætla að reyna láta fólkið að fara út.
Þau fengu hjálp frá Beetlejuice með að segja nafnið þrisvar og það gékk nú ekki alveg vel.
Niðurstaða:Þessi er avelg ágætt enn ekki sú mynd sem maður verður fríkað fan af.
hún er tveggja stjarna virði en fær eina í plús fyrir leik Michaels Keaton(Beetlejuice).
Nothing to Lose
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Nothing to lose er mynd sem maður verður einhvern tíman að sjá.
Myndin fjallar um að Nick Beam(Tim Robbins)á sér alveg yndislegt líf og með konunni og svoleiðis.
Einn dagin kemur hann og sér að konan hans heldur framhjá.
Hann fer í burtu til Arizona frá L.A. til að (veit ekki)byrja nýju lífi.
Hann kynnist bófa í L.A. sem verða ágætis vinir.
Þessi mynd er alveg þess virði að leigja(eða kaupa).
MITT mat á þessa mynd er 3hálfur af fjórum.HÁH
Spy Game
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hvað eru allir að segja að þetta rusl sé góð mynd.
Þetta er um mann sem Brad pitt leikur sem einhver kínaher tekur hann til fanga.
þá fréttir persónan sem Robert Redford leikur og þá talar sá síðarnefndi gaurinn um þennan fyrirnefnda í umþaðbil 2.klst.
Þegar 10.min eru eftir að myndinni þá nær sá síðarnefndi leikarinn að bjarga þann fyrirnefnda og that's it.
Hún fær hálfa stjörnu fyrir það hverning það var svalt þegar þeir löbbuðu gegnum stríð.
Groundhog Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég bjóst engu við þessari mynd þegar ég fór að sjá hana. Ég vissi ekkert hvað hún er um. En myndin kom mér frekar á óvart. Hún var góð. Bill Murray örugglega upp á sitt besta hér sem er frekar sjaldgæft að hann geri einhverja stórhluti. Söguþráðurinn...(humm) hann er hreint og sagt algjört BULL,KJAFTÆÐI eða hvað sem ég get hreinlega sagt til að fá ykkur til að skilja að alls ekki pæla í söguþráðnum. Myndinn er um veðurfræðing að nafni Phil Connors(Bill Murray). Hann er frekar leiðinlegur maður sem þarf að segja um eina hátið(eða Groundhog day eins og hún heitir á ensku/bandarísku) sem hann þarf að fara í einan bæ. Hann fær dejavoo. Sem þýðir að hann upplifir næsta dag aftur og aftur(fyndið þegar I got you babe kemur alltaf klukkan 6 þegar það kemur morgun). Hann veit ekkert hvað hann skal gera en nú getur hann alveg ráðið sjálfur hvað hann getur gert. Þetta er ekki Palli var einn í heiminum, þetta er um mann sem lifir sama dag(2 feb.) aftur aftur. Þetta var ansi góð mynd sem ég verð að segja að heppnaðist frekar mjög vel(Hún getur stundum verið þreytandi og endirinn var frekar of fljótur). Ég er búinn að ákveða það að þessi mynd á nátturulega bara skilið sko þrjár stjörnur. Ég segi eins og áðan að þessi mynd kom heldur betur frekar á óvart. Ég mæli með fólk sem vita ekki hvað söguþráður er og fólk sem hlæja léttilega að horfa á þessa mynd. þetta voru lokaorð mín um myndinna Groundhog day. Takk fyrir
Along Came Polly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mynd eins og þessi var frekar skemmtileg. Ég hafði tvennt að velja(sem var ókeypis, sem betur fer), þessi mynd eða Tourque(sem ég langaði alls ekkert að sjá). Ég fór á þessa mynd og bjóst engu við. En svo var hún bara ágæt og ég náði nú bara oft að fara hlæja á þessari mynd. Þetta er svona ástar-grín mynd þar sem fólk eiga helst að hlæja. Ben Stiller leikur þetta hlutverk frekar mjög skemmtilega en sá sem ég hló mest af var sá sem lék vin hans Ben í myndinni, sem þykist vera frægur eftir að leika í bíómynd fyrir tuttugu árum. Jennifer Aniston leikur hlutverkið sitt ágætlega en samt finnst mér þétta hlutverk passar fyrir alla. Svo að Jennifer var ekki með stórhlutverk. along came Polly byrjar þannig að hjón, sem Reuben Liffer(Ben) var með sem hét Lisa(betur þekkt sem Grace úr Will og Grace). Eftir að halda fyrsta brúðkaupsferðinni gerist eitt...hann fer frá henni og verður einhleypur. Síðar hittir hann eina vinkona frá skóla sem heitir Polly. Og þá byrjar þetta. Smátt og smátt verða þau saman og þetta lítur út fyrir að þau séu perfekta par. En samt er eitthvað sem stendur í veg fyrir þau og hvað skildi nú það vera? Mér fannst þessi mynd ágæt. Ég viðurkenni það að ég hló að henni, en ekki búast við neinu stórverki sem mun taka óskarinn. Án efa voru Hoffman og Baldwin lang fyndustu í myndinni. Ég verð að segja það að þessi mynd er fyndinn en eitthvað er að. Farið á þessa mynd og aðeins hlægið að henni. Takk fyrir
Meet the Parents
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hér er verið að ræða um skemmtilega grínmynd þar sem Robert Deniro passar fullkomlega fyrir sitt hlutverk. Mynd eins og þessi eru bara mjög fyndnar. Svona týpiskt söguþráður í þessari mynd. Myndin er um hjón sem ætla að gifta sig og maðurinn þarf nátturulega að hitta tendgafaðir sinn. Allt fer í steik þegar faðirinn er hundleiðinlegur við hann. En hann veit lika eitthvað um tendga pabba sinn. Mér finnst svona myndir ekkert voðalega húrra en þegar Robert Deniro leikur illan pabba þá verður myndinn mjög skemmtileg. Það eru mörg fyndinn atriði í þessari mynd m.a. þegar hann reif kjaft við flugkonu og líka þegar hann var í volley í sundi og margt margt fleira. Þetta er ein af þessum myndum þar sem Owen Wilson og Ben Stiller leika á móti hvoröðrum. Owen leikur í þessari mynd fyrrum kærasta konu hans Ben Stiller. Ég ætla að skora á alla að horfa á þessa mynd. Hún er alveg þess virði að horfa á og alveg þess virði að hlæja af. Horfið á þessa og lærið eitthvað af henni.
Ace Ventura
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þegar maður vill sjá magnaða grínmynd, þá verður maður að sjá þessa. Hún er sprenghlægileg. Ég hló mig í tætlur af honum Jim Carrey sem fer einfaldlega á kostum í þessari mynd. Söguþráðurinn getur nú frekar nú nokkuð skondinn, hann fjallar einfaldlega um það að það er dýra leynilögga sem bjargar öllum dýrum oh fær pening fyrir það. Eitt sem hann þarf að gera er frekar stórt mál. Lukkudýrið hjá fótbolta liði í bandaríkjunum hefur verið stolið og hvern ráða þau í það mál... Ace Ventura nátturulega. Hann kemst af mörgu og er alltaf með einni konu(Country Cox). Mynd eins og þessi er með þvælu söguþráð. Þegar maður heyrir söguþráðinn heldur maður að þetta sé ein lame þvæla. en þetta er þvæla, sem Jim Carrey nær að fyndna hana mjög mikið. Ég verð að segja svo er að þessi mynd er gjörsamlega algjör snilld. Allir, allir eiga að horfa á þessa mynd einhvern tíman. Takk fyrir
Showtime
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð að segja það að showtime er alveg ágætis mynd. Hér eru á ferðinni snilldar leikarar sem eru Robert De Niro(Godfather, Raging bull, goodfellas) og hinn mikli grínisti hann Eddie Murphy(Beverly hills cop, Nutty proffesor, 48 hours). Mitch(Robert) er rannsóknarlögga og er algjör töffari.Trey(Eddie) er bara einhver venjuleg lögga og þykist vera alveg voða kúl. Þeir vinna saman sem þurfa því miður að vinna saman en nú eru viðskipta menn sem ákveða að búa til raunveruleika þátt þar sem þeir vinna saman. Þeir líka alls ekkert við hvort annað. Myndinn er aðallega um þetta en aðalmálið er að stór fíkniefna hópur ætlar að gera allt vitlaust og þá er bara eitt til ráða. Mér fannst þessi mynd frekar fyndinn og má nú bara segja að hún var frekar góð. Það eru fullt af leikurum í þessari mynd og þar með er hún Rene russo(Lethal Weapon, Ransom) sem leikur löggu konu sem líkar ekki við þá. Mynd eins og Showtime er nú bara aðallega bara gleymd. Ég held að enginn muni muna eftir henni eftir tvö til þrjú ár í viðbót(nema hún verði sýnd á bíórásinni). Það eru góðar leikarar og allt það og það eru eiginlega Eddie og Robert sem bjarga þessari mynd. Það mundi ekki alveg ganga upp ef það væru ófrægir leikarar í þessari mynd. Showtime er frekar annars góð og er frekar tja ágætum húmor. Ég hefði viljað sjá aðeins meiri spennu heldur en húmor en húmorinn er þarna í myndinni. Eins og ég sagði áðan, þá er þetta ágætis mynd með góðum leikurum og frekar góðum húmor. Hvað annað þarf að segja nema það að hlægið bara, ekki hugsa hvað myndin er um. Takk fyrir
Zoolander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hér er á ferðinni ágæta grínmynd þar sem hann ben Stiller(Meet the parents, something about mary) leikur aðalhlutverkið. Myndinn er ekki svona pælingar mynd en það sem maður á að gera þegar maður sér hana, það er einfaldlega að hlæja. Myndinn
Zoolander fjallar eiginlega um fyrirsætu(það eiga eiginlegir allir sem hafa séð eitthvað brot úr myndinni að vita) sem hættir í bransanum vegna þess að það blaðið Time voru að skrifa ljótt um hann í blaðinu sínu. Og líka það að hann missti vini sína sem voru með eld hjá bensínstöð. vinur hans Zoolander(Jerry Stiller,the king of queens gamli gaurinn) vill að hann haldi áfram sem fyrirsæta. Eftir það kemur maður að nafni Mugatu(will ferrel) sem segir að hann sé aðalmódelið hans. Svo verður Zoolander tískumódelið hans og Mugatu er ekki eins góður og maður heldur. Hann vill drepa kínaforsetan og ætlar að dáleiða hann zoolander. Hvernig endar þetta? Þetta er svona góð skemmtun þegar maður er í grín stuði. Nánast alltaf er hann Ben Stiller fyndinn í þessari mynd og líka hitt hallarislega brosið sem hann Zoolander er líklega langfrægastur fyrir. Ég ætla að ákveða það að þessi mynd fær tvær og hálfa. Hún var fyndinn en það var eitthvað sem ég ekki alveg líkaði við og nokkuð ófyndnir hlutir þarna á ferð. Ég enda á því að segja að þetta er bara fyrir fólk sem vilja hlæja og er í hláturs skapi. Takk fyrir
Life
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð að viðurkenna það, að ég hafði mjög gaman að þessari mynd. Það eru snilldar leikarar sem leika aðalhlutverkin sem eru engir annar en Eddie Murphy og Martin Lawrence. Þeir eru algjörir snillingar saman. Mér fannst Eddie standa sig betur og hann var fyndari heldur en Martin en það skiptir eiginlega engu máli því að það munaði litlu. Myndinn fjallar um ræningja í New york að nafni Ray Gibson (eddie Murphy) sem hittir einn gaur sem heitir Claude Banks( Martin Lawrence). Claude verður rændur af Ray og þeir fara rífast. Seinna sjá þeir dautt lík úti. Löggan kemur og handtekur þá. Eftir það verða þeir dæmdi fyrir lífstíð, fyrir ekki neitt! Þeir kynnast föngunum og verða vinir með þá. Þeir verða svo óvinir þeir ray og claude og tala svo ekki saman í þrjátíu ár. Þeir hafa reynt að flýja nokkrum sinnnum en það mistekst alltaf. Ég ætla gefa þessari mynd þrjár stjörnur því að hún er sniðug, fyndinn og líka með góða leikara. Mér fannst það að hann Martin ætti að leika Ray. Af því að hann Martin hefur otf leikt bófa(m.a. nothing to lose) en það er ekkert voðalega mikið mál. Myndinn er kannski smá löng, en eins og áðan...það skiptir engu máli. Ef ég væri þú, þá mundi ég nú bara út í vídeoleigu og leigja þessa mynd með einhverji annari mynd. Hún er alveg 500króna virði. Það skal ég lofa. Þetta voru lokaorð mín á Life. Takk fyrir
I Spy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Satt að segja, þá er þetta eiginlega bara algjört drasl. Þessi mynd inniheldur kannski góða leikara og góðan trailer(það fannst mér allavega) en eiginlega frekar slöpp. Ég ætla að byrja á jákvæðu og segja það að sum atriðin eru fyndinn og það er mjög góður leikarahópur í þessari mynd. Mynd eins og I Spy er bara léilegt rip-off að myndum eins og Lethal Weapon og 48 hours sem innihalda líka svarta löggu sem verður að vinna saman með hvítu löggu. Mér skilst það að þetta er einhver endurgerð af einhverji mynd sem kom út fyrir mörgum árum(70 árum,held það) en ég held að hún sé miklu betri. Söguþráðurinn er eiginlega algjör þvæla. Hvernig gátu þessi leikarar klúðrað bröndurum svona illa? Það eina sem ég kenni er þeir sem bjuggu til myndinna. Þau hafa greinilega ekki tekið góðan tíma með skrifa þessa mynd. Myndinn fjallar um einhver löggumann sem er að fara leysa verkefni. Hann fær heimsins besta boxara sem er nátturulega svartur sem á að vinna verkefni með honum. Þeir byrja sem frekar óvinir og smátt og smátt verða þeir aðeins meira vinir(alveg eins og Lethal Weapon). Þeir þurfa að gera ýmislegt saman og hvernig tekst það... Þessi mynd er frekar ófyndinn en lét mig samt hlæja af nokkrum atriðum. Eddi Murphy og Owen Wilson saman? Þegar maður heyrir þetta, þá býst maður þið geggarði grínmynd. NEI! Ég hló að svona 3-4 atriðum þegar þeir léku saman. Þið sem lesið þetta, sleppið þessari mynd. Horfið frekar á Lethal Weapon og njótið hana frekar heldur en þessa mynd. Takk fyrir
Joe Dirt
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já, þetta er frekar ágætis grínmynd en nær samt ekki að heilla mig alveg rosalega uppúr skónnum. Ég er ekki að fatta það hvers vegna hinn góðkunnugi og skemmtilegi leikarinn Christopher Walken(Batman Returns,View to kill, Pulp fiction) skyldi hafa verið plataður í þessa mynd. Hann passar alls ekki fyrir þessa mynd. Hinsvegar passar að vísu hann david spade, sem var frægur í sínum tíma með þættina just shot me. Myndinn Joe Dirt er frekar hreint kjaftæði. Til að þið skiljið mig, þá verð ég að segja um hvað þessi mynd er um. Myndin er um skúringa mann í Los Angeles sem heitir Joe Dirt. Einn daginn kemur útvarpsstöð og talar við hann. Hann segir frá æskuni og hvernig hann týndist frá fjöldskyldunni og meira segja var hann með kærustu. Hann segir líka þegar hann fór í fóstur sem var eiginlega ömurlegt fyrir hann. Hann hefur leitað að forerldum sína síðan hann var átta ára og mun það takast? Þannig gengur myndinn eiginlega útá. Mér fannst þessi mynd vera frekar fyndinn á köflum en samt sem áður getur þessi mynd verið svo heimskuleg og alveg ótrúlegt hvernig þessi mynd gat fengið toppleikara(hann Christopher Walken verður nú bara að teljast sem toppleikari.) Ef þú fýlar geðveikt mikið aulagrín og fáranlegan söguþráð, þá er þetta perfekta myndinn fyrir þig. En annars geta aðrir hlegið að henni líka (ég er enginn spámaður). Þessi mynd verða bara fólk að dæma sjálf. Þetta voru lokaorð mín á Joe dirt. Takk fyrir
Edtv
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð þó nokkuð að segja það að þetta sé nú reyndar mjög skemmtileg mynd og hugmyndin ágæt en þessi mynd fékk ekki frægðina sem hún átti skilið. Hún græddi ekki mikla peninga út af því að fólk töldu þessa mynd vera einhver rip-off mynd af hinni frægu The truman show með grínistanum Jim Carrey. En það er ekki rétt, hún er eiginlega ekkert lík nema það er bara maður sem er í sjónvarpi. Sko munurinn er þannig að The Truman show hefur mann frá alla ævi og hann veit ekkert um myndavélina. en hinsvegar í þessari mynd þá veit hann myndavélina og fær samning hjá þeim. Ástæðan fyrir að ég gef henni svona lítið, eða tvær og hálfa er nefnilega að hún bara veit ekkert hvert á að enda. Hún er tveir klukkutímar(sem telst frekar mikið í grínmyndaflokknum) og veit ekkert hvert endirinn á að fara(mitt álit, hugsið annað,ekki taka mark á þessu). Mér finnst ég eiginlega vera of strangur við þessa mynd, hún á skilið þrjár en hún var eitthvað slakari. bjóst við svona frekar slæmmri mynd en svo bara var hún góð. Myndin EdTv fjallar um fólk sem hafa ákveðið það að þau ætla búa til þátt þar sem fylgst er með manni allan sólahringinn og kannski verður þessi þáttur marga mánuði eða kannski fer hann á hausinn. Þau ákveða að fara í einhvern bæ(Minnir að það var einhversstaðar í Texas). Maður nafni Ray(Hinn skemmtilegi Woody Harrelson leikur hér skemmtilega) ætlar að prufa hann og síðar sjá þeir bróður hans. Hann heitir Ed(Matthew McConaughey). Þau hafa ákveðið það að Ed mun byrja þennan þátt og þau prófa hann í einn mánuð. Margt er að gerast hjá Ed. T.d. að kærastan hans Ray er miklu skotnari í Ed og þættirnir byrja frekar illa. Eftir svona eina tvær vikur verður þátturinn aðeins meira vinsællri og vinsællri og fólk bara byrjuð að elska þennan Ed. Þetta verður fúlt með kærustu hans Ed því að fólk segir að hún sé ljót. Allt gerist og gerist og hvernig mun þetta enda? Það eru margir góðir leikarar eins og Woody Harrelson sem var frekar skemmtilegari í myndinni Kingpin. Hann er þá mun skárri hér heldur en Anger Management þar sem hann klæðist út eins og kona þar. Matthew McConaugway leikur Ed frekar vel og hann er akkurat gaurinn sem mig vildi sjá þessari mynd. Myndinn er leikstýrð af Ron Howard en hann hefur gert ýmis myndir eins og hinn óskarsverðlauna myndin A Beatiful mind, Apollo 13, Parenthood og miklu fleiri myndir hefur hann gert. Hvað annað þarf ég að segja nema að þetta er frekar góð grínmynd þar sem maður að nafni Ed er í raunveruleika sjónvarpsþátt. Þetta voru lokaorð mín á þessa mynd. Takk fyrir
Nightwatch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já,þetta er bara ágætis spennumynd þar sem kom Ewan Mcgreagor á skreið. Hér eru frekar góðir leikarar á ferð og má ég helst nefna Nick Nolte og nátturulega hann Ewan Mcgreagor. Myndinn fjallar um ungan mann sem fær það starf að vera næturvörður í líkhúsi(alveg eins og korn söngvarinn). Hann heyrir að það sé eitthvað undarlegt við þennan stað. Hann gáir og sér einhver stríða sér. Allt lendir í klessu hjá honum. Hann lendir hjá vændiskonu með vini sínum þrátt fyrir að hann sé með konu. Þetta er svona ágætis spennumynd sem ég verð að segja að hún eigi bara fyllilega skilið tvær og hálfa. Horfið á hana. takk fyrir
Coal Miner's Daughter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já, þessi mynd. Nú man ég. Þetta er bara ágætis mynd þar sem hann Tommy Lee Jones og sissy spapek leika aðalhlutverkin. Ég verð að segja það að hún byrjaði frekar hrá. en síðar varð hún skemmtilegari og skemmtilegari og þá fékk ég músikk feelingin að gömlum lögum. Þessi mynd fjallar um country söngkonuna Loretta lynn. Hún er feiminn lítil stúlka í sveit en hefur smá hæfileika í söng. Maður hennar, vill að hún fari og syngi hjá fyrirtækjum. Hún prófar það og fær samning. Smá saman þá verður hún fræg og hún hittir aðra country söngkonu sem heitir Patsy Cline(sem var MJÖG fræg á sínum tíma). Þau syngja lög saman og allt virðist bara vera hamingjusamlegt. Myndinn er kannski smá lengi sem er gott, því að þá er meiri tími að segja sögunna hennar. Það er eitt skondið, að Loretta Lynn hún sjálf skrifaði með einhverjum öðrum þessa mynd. Ágætis mynd. Takk fyrir
Little Nicky
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð því miður að segja að þetta er rangur dómur hjá mörgum hérna á þessari síðunni. Þessi mynd er ágæt og maður verður að fýla aulahúmor til að skilja þessa mynd. Adam Sandler lék frekar vel í þessari mynd sem Little Nicky. Mynd eins og þessi eiga bara allir unglingar að sjá. Hún er alls ekki fyrir fullorðna. Hún getur verið fáranleg en af hverju gef ég henni svona margar stjörnur. Hún var svo fáranleg og mikið rugl að ég bara...bara hló. Ég skil ekki hvernig leikarar á borð við Harvey Keitel,Resse weatherspoon,Rokkarinn Ozzy Osbourne(Black Sabbath) og Carl Weathers(Betur þekktur sem Apollo Creed í Rocky) að fara leika í þessari mynd. Harvey leikur hinn illa Satan(Djöfullin) á meðan Resse leikur engillin(eða Guð(hver veit) sem er alveg fáranlegt). Söguþráðurinn er hreint og sagt stórkostlegt kjaftæði. Myndinn getur eða oft er hún frekar fyndinn og þá var líka fullt af fyndinn atriðum(Byrjunar atriðið sem John Lovitz leikur perra var fyndið, breyta kók í pepsi var líka fyndið). Ég þarf að segja aðeins um hvað þessi mynd er um, annars veit enginn hvað hún er um. Hún fjallar um tvö syni Satans sem fara til jörðu og Satan getur ekki fengið orku(bullshit). Það er aðeins einn sem getur bjargað honum, og það er enginn annar en Little Nicky(adam sandler) sem er sonur Satans. Hann fer með einhverja flösku og hittir á jörðinni talandi hund sem mun hjálpa honum. Hann er í New York og hann sér að þeir eru hérna einhversstaðar. Ég segi bara nú það að það er hægt að hlæja að þessari mynd, en kannski ekki hjá sumum en þó nokkuð oft hjá mér. Kannski munu margir gleyma þessari mynd og sumir munu elska hana. Ef þið ætlið að sjá hana, þá skuluð þið aðeins hlæja, ekki pæla í söguþráðnum. Það gerðu örugglega margir. Þetta voru lokaorð mín. Takk fyrir
George of the Jungle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mér finnst of mikið að gefa þessari mynd þrjár stjörnur. Hún var kannski fyndinn sem ég hló nú nokkuð oft þegar ég man. Jæja, sennilega með Mummy(eitt) og Bezzaled, sem eru einu skemmtilegu myndir þar sem Brendan Fraser leikur í. Fyrir þá sem vissu ekki þá verður þessi barnaleikari í hlutverki sem er ótrúlegt. Hann mun leika Súperman(belive it or not) sem kannski kemur út(kannski). Hér er einhver Tarzan eftirherma nema það að nú er gert grín af honum. Myndinn er í einu orði einfaldlega RUGL. Ég meina þetta mun aldrei gerast í alvurinni. En samt nær þetta ágætan húmor og Brendan Fraser er ágætur sem Tarzan. Myndinn er um að hann er ættleiddur af Górillum(alveg eins og Tarzan). Hann sér draumastúlku sem er hjá illum manni sem ætla gifta sig með henni(NÆSTUM því eins og Tarzan(ekki alveg að stela klapp klapp) en samt ekki alveg). Núna eru þeir búnir að ræna öpunum og aðeins einn getur bjargað þeim. Það er George sem getur bjargað þeim. Persónulega....ágætis grín. Hvað annað þarf að segja. Takk fyrir
Beetlejuice
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hér er frekar skemmtileg mynd á ferð þar sem Tim Burton,sem leikstýrir og Danny Elfman býr hinu dökku,grimmu lögin í myndinni. Hérna uppgötaði Tim hann Michael Keaton sem hann Tim síðar notaði Michael sem bruce wayne í myndinni batman. Hún er
kannski ekki eins góð Batman, en samt er hér gott grínefni á ferð. Myndinn er kannski gömul, en þrátt fyrir það þá er þetta mjög skemmtileg mynd. Hún getur verið hrollvekjandi og sumir munu örugglega hlæja af þessum tæknibrellum. Beetlejuice
fjallar um hamingjusamleg hjón sem giftast. Eftir að eiga heima saman lengi í einhverjum smábæ, þá lenda þau í hræðilegu bílsslysi og deyja. Eftir það, verður lífið þeirra allt öðruvísi. Enginn getur séð þau en þau geta heyrt í þeim. Seinna koma fólk sem ætla flytja í gamla húsið þeirra og þau hjónin verða víst að fá einhversstaðar hjálp. Það er ein kona sem er stjóri dauðann sem segir þeim að ekki fá hjálp frá Beetlejuice. Ef einhver segir Beetlejuice þrisvar, þá mun hann koma upp frá dauðum og þaðan gera lífið leitt. Þau prófa það og tekst það... Mér fannst nú þessi mynd frekar vera fín en samt er þetta frekar skondinn mynd þannig að hún fær þrjár. Það er frekar hallarislegt og fyndið að sjá sama leikara sem leikur Batman að leika vonda karlinn Beetlejuice. Tim Burton er að sanna sig hér með þessari mynd. Sennilega er þetta fyndinn og hryllings mynd en mér fannst þetta frekar vera bull. Ég meina góð mynd en er alveg út í hött. Ég ætla að láta ykkur vita að það eru til mun fleiri og betri myndir með Tim Burton og þessi...leigið hana á vídeó eða eitthvað... Takk fyrir.
National Security
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Grínmynd þar sem Martin Lawrence og Steve Zahn leika saman öryggisverði saman. Ég fór á þesa í bíó og vissi að hún væri góð og sé ekki eftir því að eyða 800kr í national security. Hér er ein skemmtileg grínmynd á ferð sem allir ættu eiginlega að hlæja nokkuð oft. Hún getur verið skondin á kölfum en frekar er hún skemmtileg. Myndinn er leikstýrt af manni sem ber nafnið Dennis Dugan en hann hefur gert myndir eins og Evil woman og Big Daddy. National Security fjallar um mann sem reynir að verða lögga en því miður, hann féll á prófinu. Hann heitir Earl montgomery(Martin). Einn dag, þá sér einn löggumaður að nafni Hank Rafferty(Steve Zahn) sem heldur því að Earl sé að ræna bíl. Hann Hank fer að tala við hann og sér býflugu. Hann reynir að slá hana og einhver náungi nær þetta á spólu og lætur þetta til dómarann. Dómarinn dæmir hann til sex mánuða fangelsi og hann verður ekki heppin þegar það eru blökkumenn í fangelsinu. Eftir það er hann öryggisvörður og lendir í vondum hóp og vondir menn eru á svæðunum. Hann hittir allt í einu Earl og þeir verða víst að vinna saman. Þannig er myndinn um. Kannski munu margir misskilja hana sem einhverja rip-off mynd af Lethal Weapon og 48 Hours en samt er hún ágæt þrátt fyrir að Lethal weapon sé miklu betri. Leikararnir standa sig ágætlega og ég verð að segja að Steve Zahn hefur betur. Maður fær leið af Martin Lawrence leika sama hlutverk aftur og aftur. Ég mæli með þessari mynd fyrir grínista sem vilja nú helst bara að fara hlæja. Takk fyrir
The Last Samurai
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The Last Samurai er einhver sú besta mynd sem ég hef séð á löngum tíma. Myndinn er vel leikstýrð og Leikarar eins og Ken Watanbe,sem leikur hershöfðinga Samúræjana sem heitir Katsumoto og svo er nátturlega aðalmaðurinn í myndinni Tom cruise, sem leikur Nathan Algren sem er aðalmaðurinn í þessari mynd. Ég er nú nokkuð viss um það að þessi mynd eigi virkilega skilið fjórar stjörnur. Edward Zwick leikstýrir þessari mynd en hann hefur líka leikstýrt Siege. Ég var ábægður með fullt að hlutum hérna og var ég meira segja ángæður með tónlistina sem var alveg magnað. Mynd eins og þessi mun kannski gleymast, en hún mun alltaf vera góð fyrir það. Fyrir þá sem vilja læra eitthvað á Japönsku, þá er gott að horfa á þessa mynd því að það er mjög mikið talað Japönsku(sem verður nátturulega þýtt á íslenksu). Last samurai fjallar um Bandarískan mann að nafni Nathan Algren(Tom Cruise) sem gerir samning við Japanann Ujjo sem gefur honum hann og vini sínum 500 dollarar á mánuði fyrir þetta. Hann þarf að kenna mönnum á svæðum Ujjos að nota byssur og sverð. 12. Júli árið 1877 kemur Nathan frá skipi til Japan og ætlar að kenna þeim að slást. Eftir viku eða lengra verður Ujjo klaufi og lætur her sinn fara í stríð á móti her hans Katsumoto sem eru samuræjar. Herin hans Katsumoto nær að vinna her Ujjos og tekur Nathan til fanga. Hann verður fastur á svæðum þeirra þar sem hann mun búa hjá systur Kastumoto sem missti mann sinn vegna Nathan(sjáið myndinna). Hann verður eitthvað ánægðri að vera þarna og nær smátt og smátt að verða vinur hans Katsumoto. Svo er það bara keisarinn sem fær að ráða hvort Katsumoto eða Ujjo fær að hafa völd í Japan. Ég held að ég sé of góður að gefa þessari mynd fjórar stjörnur. Hún fær auka fyrir tónlistina sem er algjör snilld. Mér fannst nú ROTK hafa betri músikk en það er eiginlega ekkert voðalega mikilvægt. Myndinn verður tilnefnd fyrir nokkra flokka og meira segja hann Ken Watanbe var tilnefndur fyrir leik sinn á Katsumoto sem er eiginlega skrýtið. Tom cruise lék hér vel í sínu hlutverki og hann passaði eiginlega fyrir þessa mynd. Ég mundi trúa því alveg að fólk mundi segja að þetta sé ömurleg mynd. Mér fannst hún skemmtileg eins og margir hér á netinu gera. hún er kannski of löng, eða sirka 140min en það er bara ágæt en samt væri nú betra að klippa aðeins frá myndinni. Svo eru líka margir langir hlutir sem mættu fara útúr myndinni fyrir þá sem finnast þessa mynd leiðinlega. Aðalmálið hér er að mér fannst þessi mynd ver góð, frekar fannst mér hún mjög góð. Ég mæli með þessari mynd fyrir þá sem vilja sjá stríð með sverðum og jöpunum. Takk fyrir
Mousehunt
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já, þetta er nú bara svona létt gamanmynd þar sem Nathan Lane og Lee Evans leika hér bræður. Þeir í þessari mynd voru nýbúnir að missa föður,og nú ætla þeir að selja hús hans fyrir miklum peningi og þá verða þeir mjög ríkir. En það er eitt, það er ein mús sem virðist ætla að skemma fyrir þeim. Þeir reyna allt til að stöðva þessa mús og munu þeir stöðva hana eður ei kemur í ljós. Þessi mynd mun aðeins fá tvær stjörnur því stundum getur hún alls ekkert verið fyndinn. en hinsvegar getur hún verið fyndinn og þessvegna fær hún tvær. Hún bara minnir mig rosalega á tom og Jenna þar sem þeir eru kettir sem elta músina. Ég verð að segja að það eru til betri myndir heldur en þessi, það verð ég nú bara að segja. takk fyrir
Bowfinger
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Svona myndir eru varla til og ég held að þetta verði örugglega eina myndinn sem verður með söguþráð eins og þessi. Þessi mynd sem heitir Bowfinger og hún er mjög fyndinn þrátt fyrir að hún sé frekar mjög skondinn. Leikstjórinn Frank Oz að standa sig vel en hinsvegar fyrir þá sem vissu ekki, þá skrifaði hann Steve Martin myndinna sjálfur. Frank Oz og Steve Martin hafa unnið saman áður en þeir hafa gert nokkrar myndir saman. Þetta er örugglega besta mynd þeirra þegar þeir búa til saman myndir. Allir sem leika í þessari mynd leika sín hlutverk vel og það er mjög fyndið að sjá Eddie Murphy(48hours,Beverly hills cop) leika svona skemmtilegu hlutverki og sömuleiðis Steve Martin(Parenthood,Cheaper by the dozen) sem er nú aðalmaðurinn í þessari mynd. Heather Graham(Austin Powers,Guru) leikur líka í þessari mynd og gerir það ágætlega. Svo eru líka aukaleikararnir sem eiga nú líka skilið smá heiður en þeir voru líka fyndnir og skemmtilegir eins og Eddie og Steve. Myndinn fjallar um kvikmynda mann sem er frekar á slæmri kanntinum sem heitir Bowfinger(Steve Martin). Hann fær handrit hjá einum vini sem hann heldur að hann muni vera svo frægur á að hann muni vinna óskarinn. Hann býður einn aðaltöffara leikurunum í hasarbransanum í kvikmyndinna sm neitar því. Bowfinger fékk samning um að fá Ray(Eddie Murphy) sem er hasarhetjan,fái að leika í myndinni. Bowfinger tekur til ráða og ætlar að búa til mynd án þess að Ray viti að hann sé sjálfur í henni(sniðugt). Hann fær vini síni að leika líka í myndinni en ein er alltaf að spekast af hverju má hún aldrei hitta Ray. Hann Ray fer alltaf til sálfræðings og á við vandamál að stríða. Hann langarsvo að flassa til stuðnings stelpurnar í Lakers og líka að hann sér geimverur. Það verður gaman að sjá hann haga sér þegar ókunnugt fólk kemur að honum og segir eitthvað og hann viet nátturulega ekki neitt. Bowfinger fær einhvern mann sem er MJÖG líkur Ray sem þarf að leika örfá atriði(Þeir fundu ekki Ray). Heather Graham leikur konu sem sefur hjá öllum en hann Bowfinger á smá ástarmál við hana. Mér fannst þessi mynd koma á verulega á óvart og fannst mér hún alveg virkilega fyndinn. Það var gaman að sjá Eddie Murphy leika þennan karakter svona vel sem einhvern voðamerkilegan mann sem er með blökkustælana á fullu. Og líka Steve Martin sem er örugglega á sínu besta hér í myndinni. Hún fær auka fyrir að svona myndir verða ekkert mikið af þeim. Kannski munu sumir halda að þetta væri ripp-off af Truman Show(eins og sumir héldu um Edtv) þá er það alveg gjörsamlega rangt. Hún er langt frá því að vera eins því þessi er ekki um að fylgast um mann, en í þessari eru þeir að búa til kvikmynd sem saklaus maður verður fórnalamb. Ef þið viljið sjá skemmtilega grínmynd, þá mæli ég eindrægið með þessari því að ég man að ég hló mjög oft í þessari mynd og ég vona að hún vann besta grínmynd ársins árið 1999. Þetta voru lokaorð mín á Bowfinger. Takk fyrir
Liar Liar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Skemmtileg grínmynd þar sem Jim Carrey leikur faðir sem lýgur alltaf. Það er nú frekar furðulegur söguþráður en hann er um það Jim Carrey lofar engu handa drengum sínum og drengurinn á afmæli og óskar sér að hann gæti aldrei logið aftur í einn heilan sólahring. Hann er nú lögfræðingur og þá byrjar vandamálin. Allt er í steik og sonur hans er að flytja með móður sinni með öðrum manni til Boston og það er mjög langt frá þessum stað. Þannig er eiginlega myndinn um. Mér fannst þessi mynd skemmtileg og er hún líklega ein fyndasta mynd sem Jim Carrey hefur leikið hingað til. Ég verð nú að segja það að ef þið viljið hlæja, þá skuluð þið sjá þessa. Hún er alveg þess virði. Þetta voru lokaorð mín á Liar liar. Takk fyrir
Spy Hard
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er frekar kolrugluð grínmynd þar sem Leslie Nielsen leikur í. Þeir sem halda að þetta sé eitthvað comeback fyrir gamla Leslie eftir Naked Gun þá er það rangt. Þessi er töluvert slakari en þessi náði nú samt að láta mig hlæja þó nokkrum sinnum. Myndinn fjallar um brjálaðan vísinda mann sem ætlar að sprengja heiminn(Held það,frekar heimskulegur söguþráður). Það er aðeins einn maður sem getur stöðvað hann, og það er Leslie Nielsen. Hvað annað þarf að segja um myndinna nema það að hún er þó nokkuð fyndinn og er frekar heimskuleg. Ef þið fýlið Leslie þá getur þetta verið ein góð mynd handa ykkur en ég mæli mun meiri með Naked Gun eitt. Hún er þó mun fyndari en þessi mynd.Takk fyrir
The Silence of the Lambs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndir eins og Silence of the Lambs eiga bara skilið fjórar stjörnur. Það munaði littlu hvort ég gæfi henni þrjár og hálfa í stað þess fjóra en það skiptir svo sem engu miklu máli. Myndinn er hinsvegar mjög vel leikinn og ég vona að þessi mynd vann eihvern óskarsverðlaun(don't know). Leikarar á borð við Anthony Hopkins(Zorro,Red Dragon) og Jodie Foster(Panic Room,Red Dragon) eru bara að sýna hvernig þau snillingarnir leika. Myndin er örugglega lang besta myndin árið 1991 sem eiginlega ekkert skrýtið. Myndinn er mál þar sem geðklofin Buffalo Bob, er að drepa konur og nú er hann búinn að ræna eina dóttur sem móður hennar er einhver alþingiskona. Clarice(Jodie Foster) fær að vinna í þessu hrokafullu máli og vill gjarnan heyra hvað hann Dr.Hannibal Lecter(Anthony Hopkins) hefur að segja um hann. Hann veit nú þegar mjög mikið um þennan Buffalo bob og segir að hann hefur verið með honum og hefur kennt honum eitthvað. Þeir munu gefa honum smá frelsi og hann mun ekki verða svona mikið refsaður. Clarice reynir smátt og smátt að reyna leita betur frá þessum Buffalo Bob sem er eiginlega kona(hann er ekki með typpi). Já, leikararnir eru mjög skemmtilegir og það er gaman að sjá Anthony Hopkins leika svona gott hlutverk því að þau eru frekar sjaldgefin og það er líka flott hvernig hann Hannibal er morðlegur að það er frekar mjög kúlt. Ég held að Hopkins vann óskarinn árið 1991. Leikstjórin Jonathan Demme er mjög góður að leikstýra þessari mynd og ég vona að hann hafi unnið óskarinn fyrir þetta. Ég verð að enda á því að þessi mynd fær þokkalega fjórar stjörnur sem er gott því þetta er snilld. Þetta voru lokaorð mín á Silence of the lambs. Takk fyrir
Coming to America
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er nú skemmtileg mynd með snillingnum Eddie Murphy sem leikur hér afríkan prins. Coming to America er ekkert meistaraverk en samt sem áður er þetta ágætis grínmynd. Myndinn fjallar um prins sem fer til Ameríku að leita sér að konu í Ameríku(held það). Hann fer með bróður sínum til Ameríku sem er svona böggandi gaurinn í myndinni sem er eiginlega bara skemmtilegt. Ég sá þessa mynd þessa mynd fyrir löngu síðan en ég man það að prinsinn fær ömurlega íbúð og enginn má vita að hann var ríkur. Mér fannst nú þessi mynd
bara ágæt og sennilega er þetta ein af skárstu myndum af honum Eddie Murphy. Ég mæli með henni fyrir þá sem vilja nú helst hlæja. takk fyrir
Resident Evil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já, þetta er ansi skondinn mynd þar sem myndinn er byggð á frægum tölvuleik. Myndinn er ágæt en byrjar frekar slök og maður veit ekkert hvert þessi söguþráður er að fara. Eftir það kemur millikafli sem verður góður og líka kaflar sem verða frekar slappir en samt sem áður er þetta sæmileg mynd. Ég er hinsvegar ósammála einum sem segir að fólk ætti að sleppa endanum. OK, hann var fáranlegur og frekar heimskur en samt sem áður varð maður að vita hvernig myndinn endar, hvað gerist í endanum. Þetta er alls enginn mynd fyrir gömul fólk(no offense) á aldrinum 50-100 ára en hinsvegar getur hún verið áhugaverð fyrir unga fólkið og jafnvel unglinga. Sá sem leikstýrði þessari mynd er sami náunginn sem gerði Solider sem ég held að hún sé viðbjóður. Leikurinn sem leikararnir leika geta allir lærðir leikarar leikið(fyrir þá sem héldu að þetta væri einhvers óskarsleikur hér í gangi þá er það rangt). Það jákvæða sem ég mun segja ykkur er að hryllingsatriðinn eru frekar góð og lét mig vera svoldið hræddan. Hún er nú þó nokkuð löng en það skiptir svosem ekkert miklu máli. Svo er þessi mynd ekkert að herma eftir tölvuleiknum sem er eiginlega gott. Til að vita eitthvað hvað ég er að tala um verð nú aðeins að segja um hvað þessi mynd er um. Myndinn fjallar um það að ung kona að nafni Alice(Milla Jocovich) sem fær eitthvert löggulið í heimsókn sem þurfa að stoppa einhvern vírus í einhverju byggingu(fyrirgefið en ég man varla neitt um söguþráðinn). Þegar þau leita að vírusnum þá fer allt í steik. Öl fólkinn sem dóu í byggingunni voru sem zombíur. Fyrir þá sem veit ekki hvað zombía er,þá er hún lík sem étur mann. Þau reyna að lifa af og reyna að komast út. Og spurninginn er...mun þau sigra eða mun þau tapa. Aðalleikararnir leika leikinn sem allir ættu eiginlega að leikstýra. Mér fannst tæknibrellurnar ekkert merkilegar en samt sem áður nær hún einhvern megin að ná í stjörnur af mér. Ég hefði viljað sjá betri brellur og líka ekki svona asnalegan söguþráð. Leikarar eins og Michael Roduguiez voru ekkert að sýna sig og ég hef séð hana leikið mun betri en hún lék ein af löggunum. Svo er myndinn eitthvað gleymin í dag. Hún væri kannski fín afþreying sem bíórásin fer örugglega bráðum að fara sína. Fyrir þá sem vissu ekki þá er mynd númer tvö að koma og hún kemur annaðhvort árið 2004 eða 2005(nema það sé rugl hjá mér). Ég væri alveg til að fara í bíó og borga en það er eiginlega gott að ég vann á hana(ég fékk ókeypis. eitt bíó fór á hausinn). Ég ætla að segja þetta gott um myndinna Resident Evil og þið dæmið bara sjálf hvernig hún er. Takk fyrir
Jack Frost
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð nú að segja það að ég er í svona miðjunni hjá ykkur. hún fær tvær stjörnur frá mér en var ágæt,heimskulegur söguþráður og stundum var hún svo ömurlega barnaleg að það var ekki eðlilegt. Myndinn fjallar um faðir að nafni Jack Frost(Michael Keaton) sem lendir í bílslysi og áðue en hann dó gaf hann honum munnhörpu. Seinna spilar drengurinn á þetta og síðar kemur talandi snjókarl sem er faðir hans. Ég hlít að vera með skaða í heilanum, að gefa henni svona mikið. Nei nei, hún er ágæt og Micheal Keaton byrjar myndinna vel og það er líka ástæðan fyrir því að ég horfði á hana. Ég ætla að enda á því að þetta er HELST fyrir mömmu og pabba með krökkunum sínum. semsagt er þetta fjöldskyldumynd. Takk fyrir
The Mask of Zorro
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndinn the mask of zorro er líklega ein skemmtilegasta myndinn árið 1998(kannski er Saving private Ryan betri). Það eru líka með skemmtilegum leikurum. Antonio Banderas leikur Zorro og sömuleiðis Anthony Hopkins. OK, Catrine Zeta-jones lék ágætlega. Myndinn er leikstýrt af sama náunga sem gerði ömurlegu myndinna Vertical Limit. Til að vita eitthvað um myndinna þarf ég nú nátturulega að segja aðeins frá henni. Hún fjallar um mann að nafni Don diego de la vega, sem er mexíkóski þjóðarhetjan Zorro. Hermennirnir taka hann í fangelsið. Eftir tuttugu árum seinna þá sleppur hann sér út úr fangelsinu og ákveður að hefna sín. Hann fær fyllibyttu sem vill líka að hefna sín á hermönnunum,De la vega ákveður að breyta hann í zorro. Og þá er bara spurninginn, mun hann nýji verða Zorro og sigrar eða mun hann tapa. Allir leikarar leika nú bara sinn leik vel og svo gleymdi ég áðan að sá sem léku illmennin léku sín hlutverk bara svona vel. Myndinn er kannski leiðinleg fyrir suma,en hún var góð í mínum augum. Kannski ætti ég að gefa henni fleiri stjörnur,hver veit. Nú,þessi mynd er ekki snilld. Þetta er góð mynd sem ég mæli sérstaklega fyrir þá sem fýla ekta hasar. Svona skemmtileg mynd ættu eiginlega allir búinn að sjá. Meira segja að hann Anthony Hopkins er hins vegar fyndinn í myndinni. Þetta voru lokaorð mín á the mask of zorro. Takk fyrir
40 Days and 40 Nights
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð nú að segja að þessi mynd er svoldið góð í sumum atriðum en síðan er þetta eiginlega bara þvæla. Hún hefði getað orðið mun betri en leikstjórinn var kannski eitthvað að klikka. Kannski er þetta góð mynd fyrir suma, mér fannst nú þessi mynd byrja mjög vel og ætlaði að enda þannig en svo hallaði hún aðeins niður og var frekar slöpp. Hún á nú reyndar fyllilega skilið tvær stjörnur og það munaði mjög littlu að ég gæfi henni tvær og hálfa. Til að vita eitthvað hvað ég er að tala um myndinna þarf ég nú aðeins að segja um hvað hún er um. Myndinn fjallar um mann að nafni Matt Sullivan(Josh hartnett) sem ætlar að lofa því að hafa ekkert kynlíf í fjörtíu daga og fjörtíu nætur. Vinir hans trúa þessu ekki og gera veðmál. Það er eitthvað sem lætur hann nálgast í kynlífið en hann nær að stiga frá því. Vinir hans reyna að láta koma í veg fyrir þessu og ætla að reyna skemma fyrir honum(já). Matt finnst þetta erfitt og sér nær allar konur naktar sem labba út á götu(æ æ greyið Matt). Spurningin er, mun hann ná þessu veðmáli eða mun hann tapa þessu veðmáli. Mér fannst þessi mynd vera svona fyndinn á sumum stöðum en hinsvegar er þetta ekkert sérlega góð mynd. Þessi mynd fær kannski svona hátt útaf því að stelpur finnast Josh vera kynþokkafullur(hver veit,en ég mundi alveg getað trúið því að strákur mundi gefa henni fjórar) eða bara að þetta sé svona góð mynd hjá sumum fólkum. Eins og ég sagði áðan þá byrjar hún vel en á seinni köflum endar hún frekar illa. Ég hef eiginlega ekkert á móti þessari mynd en ég mæli með henni fyrir unglinga sem fíla að sjá klám grínmyndir, þá getur þetta verið ein allra besta myndinn hjá þeim. Takk fyrir
Parenthood
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er nú bara svona ágætis lala mynd. Steve Martin leikur aðalhlutverkið í þessari mynd. Svo eru líka aðrir leikarar sem gera gott og myndinn er líka ágætis leikstýrð. Parenthood
fjallar um nágranna fjöldskyldu sem er mjög stór. Í fjöldskylduni hans Steve Martin's er sonur hans ovirkur og hann þarf víst að hjálpa honum.Í annari fjöldskyldu, þá er það kona sem er einhleyp, en dóttir hennar er með strák sem er leikinn af engum öðrum en Keanu Reeves(Matrix). Svo er gamall maður með son sem er í síðfeldum vandræðum og þarf að borga einhverjum illmennum mjög mikið af peningum og biður faðir sinn um hjálp. Þetta er hálfskonar neighbours ef ég má orða það þannig en er samt á skemmmtilega nótunum og ég mæli með þessari fyrir eldri kynslóðina. Steve Martin stendur sig bara svona þó nokkuð vel og sömuleiðis restin af hinum leikurunum. Mér fannst þessi mynd ágæt og leikararnir vera góðir. Takk fyrir.
Frenzy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hér er nú bara skemmtileg mynd hér á ferð og snillingurinn Alfred Hicthook að leikstýra þessa mynd bara ágætlega. Þetta er nú næstsíðasta myndinn hans sem hann leikstýrir en held samt að þetta sé topp tíu mynd hans. Myndinn Frenzy fjallar um það að í London er alveg snarruglaður morðingi sem drepur konur með hálsbindini sínu. Löggan reynir nátturulega að reyna stöðva þennan bófa en í staðinn elta þeir kolvitlausan saklausan mann. Hann reynir að fá hjálp hjá vinum sínum og mun hann sleppa? Það fáum við að sjá í myndinni. Mér fannst nú þessi mynd bara svona skemmtileg mynd sem var með nokkuð ágæta spennu en var að enga síður með varla neinn hasar(það eru allir örugglega sammála mér á). Leikararnir leika þennan leik vel og þá tek ég sérstaklega fram aðalleikarann hvað hann var góður. Svo voru líka aukaleikararnir góðir líka en hann bar mest frammúr. Ég hefði nú viljað sjá fullkomnari endir og það er ég mjög óánægður með. Þess vegna gef ég henni tvær og hálfa. Ég ætla að enda á því að þessi mynd er bara ágætis skemmtun og ég vona að það eru til fleiri betri myndir með honum því þessi var nú nokkuð góð. Takk fyrir
Friday After Next
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég sem hélt að þetta væri góð mynd(sniff sniff). Þetta er niðurlæging fyrir Friday aðdáendur og þá sem fýluðu Next Friday(eins og ég gerði). Ég bjóst nú við aðeins slakari mynd heldur en Next Friday en í staðinn er þessi mynd mun slakari. Það eru nýjar persónur komnar í myndinna sem enginn þekkir(kannski voru þeir í Friday,hver veit). Myndinn fjallar um það að Day-Day og Craig búa saman og verða rændir af blindfullum manni sem klæðist út eins jólasveinnin. Þeir ætla að finna út hver rændi þeim og tekst það? þannig er þessi söguþráður. Mér persónulega fannst þessi mynd vera ömurleg. Allt að nýjum karakterum og allir eru orðnir vinir eins og Pinky(Sjá Next Friday) sem hataði þá fyrr. Hún á engann söguþráð,því miður sko. Ice Cube leikur sama týpuna sem er gott. Ástæðan af því að ég gaf hana eina vara út af því að það voru örfá atriðið sem ég náði að hlæja t.d. þegar einn hélt í klofinu á einum og svo eru nokkur atriði þar sem ég gef henni svo mikið. En hvað með bræðurnir sem sluppu úr fangelsi í Next Friday?Og hvað með Jóker-bræðarnar? Af hverju gátu þeir ekki bara haft gömlu gaurana í staðinn fyrir að gera söguþráðinn flókin. Það hefði verið gaman að sjá þessa vondu karla. Lokaorð mín á þessa mynd er not worth it. Takk fyrir
Home Alone 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Því miður, en þessi mynd er hreinlega bara algjör mistök. Fyrstu tvær voru nú semsagt bara ágætis skemmtarnir en þessi... maður lifandi,þetta er mistök. Allt aðrir leikarar sem standa sig hörmulega og þarf ég nokkuð að lýsa söguþráðnum? Myndinn er um að nýji kevin er veikur. Það eru proffa krimmar sem ræna húsum og þeir ætla að ræna hans húsi enn hann gerir eins og í öllu myndunum, lætur gildru á þá. Ástæðan af ég gef henni hálfa er einföld, ég hló af einu atriði, búið!Krakkinn er svo leiðinlegur og bófarnir eru svo nautheimskir að það er ekki eðlilegt. Fimm proffabófar að tapa fyrir einum átta ára heimskum stráki? Í hinni voru þeir heimskir og GAMLI Kevin var ekki svo vitlaus. Fyrir þá sem fíla eitt og tvö, horfið á myndirnar aftur. Þú getur haft maraþon með vinum þínum á númer eitt og tvö og það er miklu betra heldur en þessi. Lokaorð mín eru: Þessi mynd á skilið að vera ömurleg barna mynd þar sem kúkur og piss brandararnir fara í botn. Takk fyrir
Home Alone 2: Lost in New York
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jæja,hér er komið beint framhald af hinni ágætu mynd Home Alone. Þessi mynd er nú reyndar mjög svipuð en munurinn er sá að þessi mynd gerist í New York. Það eru sami leikararnir í þessari mynd og bófarnir og Kulkin er líka á sínum stað sem Kevin. Þessi mynd er líka ágæt enn ég held að fyrsta myndinn er alltaf betri(næstum alltaf). Þessi mynd fjallar um að fjöldskyldan hans Kevin ætla að halda jólin í Florida, allir ætla með en Kevin tafðist aðeins og fer óvart í vitlausa flugvél. Hann Kevin verður ánægður og er svo heppin að hann er með kredittkortið hans pabba síns. Hann fær nátturulega óheppni, hann hittir bófanna gamla og nú ætla þeir að hefna sín á honum. Þeir hafa ákveðið það að þeir ætla að ræna heilli dótabúð þar sem mikill peningur er og nær Kevin að stöðva þá? það fáum við að vita í myndinni. Mér fannst þessi líka ágæt en ég ætla bara láta ykkur vita að þið eigið bara að horfa á fyrstu tvær. Númer þrjú kemur ekkert við þessu. Eins og ég sagði áðan þá er þetta skemmtileg mynd og hún á líklega skilið tvær og hálfa. Takk fyrir
Home Alone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta eru ágætis grínmynd þar sem Malculay Culkin mest þekkastur í þessari mynd. Home Alone er ágætis grínmynd og örugglega líka gaman mynd fyrir fullorðna með börnum sínum. Til að vita eitthvað um þessa mynd þá verð nátturulega að segja um hvað þessi mynd er um. Myndinn fjallar um dreng sem gleymist heima hjá sér þegar öll fjöldskyldan fara í ferðalag. Á meðan í nágrenninu þá eru tveir ræningjar. Þeir ætla að ræna húsinu enn Kevin veit af þessu og hann ætlar aðeins að leika sér á þeim. Mér fannst nú þessi bara svona ágætis skemmtun og Kulkin er að standa sig vel í þessari mynd. Það er svo hallarislegt að Joe Pesci,já hann Joe Pesci leika kláran bófa í þessari mynd. Myndinn ætti nú að láta einhverja að brosa og suma gubba en mér fannst engu að síður þetta vera ágætis mynd og basta með það. Ég segi í endanum að þetta er ágætis grínmynd og er frekar á skemmtilega veginum. Takk fyrir
Trading Places
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Trading Places er eiginlega svona miðlungs grímynd með stórleikurumnum Dan Aykroyd og Eddie Murphy. Þessi mynd fjallar um það tveir gamlir tvíburar gera veðmál hvort þeir gætu látið einn ríkan mann sem vinnur með þeim,sem leikinn er af Dan Aykroyd,að láta hann vera fátækann og láta fátækann mann vera ríkan. Þetta tekst hjá gömlu körlunum og nú vill Dan hefna sín á Eddie. Enn svo fattar hann að þeir hafa báðir verið svekktir. Þeir ákveða að vinna saman og ákveða að hefna sín,þá meina ég duglega. Mér fannst þessi mynd nú bara fín og naut þess að hlæja að henni. Leikararnir standa sig nú þokkalega og þessi mynd er ágæt. Góð grínmynd á einum ömurlegum degi. Takk fyrir
On the Line
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er á frekari ömurlega kantinum og Guð sé lof að ég vann á þessa mynd. Nokkrir úr N-Sync leika í þessari mynd enn mesti aulinn í hljómsveitinni,Lance Bass leikur aðalhlutverkið. Þessi mynd er alls ekki fyndinn,kannski er hún með góðan söguþráð en ekki vel skrifað en hún er alls ekki fyndinn. Þessi mynd fjallar um það að einhver maður sér sína draumastúlku, hann hittir hana einu sinni og vill nátturulega hitta hana aftur. Hann auglýsir hana út um alla New York borg til að finna hana(Heimskulegt). Ég verð nú segja það þrátt fyrir svona ágætis...eitthvað þá er hún smá ok. Mér fannst hún bara eitthvað skilið að fá ein og hálfa, ég veit ekki afhverju enn ég ætla ekki að mæla með henni fyrir litlar stelpur á aldrinum 10-12 ára og fíla N-Sync. Takk fyrir
The Lord of the Rings: The Return of the King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Lord of the rings The return of the king er algjör meistaraverk. Þetta er víst þriðja og síðastamyndinn af hinnu frábæruLord of the rings seríunni. Fyrir þá sem vissu það ekki, þá þýðir Peter Jackson er hreinlega að fara á kostum og myndinn fékk um daginn fjögur GoldenGlobe
verðlaun,sem er mjög gott. Verðlauninn er m.a. Besta mynd í drama,besta hljóð,besti leikstjóri og besta make-upið(held það,ég er ekki alveg viss). Það hafa margir kvartað á að endirinn sé langur, það er útaf því að það er verið að kveðja heila trílógíu sem þarf mjög langa stund til að kveðja og við LOTR aðdáendur þurfum að vona það að Hobbitinn eða bara Simerillinn verði búinn til kvikmynd úr. Ég ætla bara láta fólk vita að þessi mynd er mjög löng, hún er 3tímar og 20min enn það er alls ekki langdregið.Það væri nú nátturulega betri ef það hefði sést bara eitthvað örlítið í hann Saruman,sem leikinn er af Christopher Lee að vita eiginlega hvað gerðist. Dó hann, slapp hann, það fáum við(eða allir sem horfa á) að vita með því að horfa á lengda útgáfuna(eða extended sem það heitir á bandarísku) sem verður örugglega aðeins undir fjóra tíma(Ég veit það ekki) sem er eiginlega mega langt. Þessi mynd er algjör must og ég þarf varla nefna tækninna hans Peter Jacksons sem hefur sannað sig með þessa mynd. Fyrir þá sem fundust bardaginn í Helm's'Deep eitthvað stór,þá er bardaginn í Mínas Tírith(Sem er borginn þar sem Denothor,Ráðsmaður Gondor er) mega stór því að bardaginn í Hemls'Deep er bara hópslagur miðað við Mínas Tírith, það eru Sexhundruðþúsund orkar frá Mordor sem fer til Mínas Tírith en aðeins tíuþúsund úruk-hai frá Ísangerði komutil Helm's'Deep. Til að vita eitthvað um hvað er að gerast þarf ég að segja um hvað þessi mynd gengur útá, VARÚÐ!FYRIR ÞÁ SEM VILJA EKKERT VITA HÆTTIÐ NÚNA. Myndinn byrjar eiginlega þannig eftir að eftir að við skildum leiðir til Þá Fróða(Elijah Wood) og Sóma(Sean Astin) og með Smjagall(Andy Serkins) sem fylgdarmann með sér þá eru þeir á leið í Mínas Morgúl þar sem allir Nazgúlarnir eru og Witchking líka,enn hann er aðalNazgúlin. Á meðan hjá hinum í Róhan, þá eru allir að fagna þess að þeir unnu her Sarumans í Helm's Deep. Þeir Gandalfur og Aragon,Legolas og Gimli fara til Ísangarðs og sér Kátur og Pippin Gandalfur ákveður að fara til Gondor og ákveður að taka hobbitann Pippinn með sér(segi ekki ástæðuna afhverju að hann Gandalfur tók hann). Það var mjög slæmt af Gandalfi að gera það vegna þess að stórbardaginn milli líf og dauða sem mennirnir slást fyrir frelsi sitt fyrir Miðgarði(Middle-Earth). Á meðan eru Róhan menn að gera sig kláran í slaginn líka og ætla einfaldlega að hjálpa Gondor mönnum í stríðinu. Enn Aragon,Legolas og Gimli ákveða að fara inní hellir(Segi ekkert hvað þeir ætla að gera) sem kallar sig Dauðaslóð. Á meðan hjá okkar aðalfélugum er Fróðó og Sómi með Smjagalls að klifra efst upp í Mínas Morgul. Hann Sómi veit að eitthvað að Smjagall er vondur enn Fróðó trúir honum ekki, og því meiri sem Fróðó treystir Smjagalls,því meiri verður hættan því hann er svikari(Kannski var þetta spoiler,enn þeir sýndu þetta í trailernum þegar að hann Sómi sér Smjagalls tala við sjálfan sig). Á meðan hjá Arwen, þá er hún á leiðinni til fljótsins þar sem álfar geta farið komið aldrei aftur til Miðgarðs enn Arwen sér eitthvað... Það er ótrúlega skemmtilegt að sjá Liv Tyler(That thing you do) leika Arwen því að hún leikur hana með listbragði. Svo er ótrúlegt hvað þessi mynd hafi kostað,hvað leikararnir fá í laun(VÁ). Ian McKellen leikur Gandálf Hvíta með látum og hvað hann Gandálfur gerði meðan að Denethor slappaði bara af og lét son sinn,Farimir næstum því fremja sjálfsmorð með því að fara með nokkra hermenn til Ósgíliaið(Kann ekki að stafa nafnið(Þar voru Herinn úr mordor)) gegn óendalegum orkum. Merry(Kátur eins og hann heitir á íslensku) langar voðalega mikið að berjast gegn Mordor hernum. Enginn hermaður frá Róhan leyfir honum það enn það er ein kona, hún heitir Éwoyn,sem er frænka konung Róhans sem heitir Þjóðan, en hún vill líka berjast fyrir frelsi mannana. Hjá Smajgalli og þeim er þeir næstum því komnir Mordor enn eitthvað slæmt gerist(segi ekki neitt úr því). Já, það er eiginlega of margt sem gerist í myndinni og það er eiginlega mjög flott og gott og ég skil ekki hvernig Peter Jackson fór af því að búa til(Leikstýra) þetta meistaraverk. Ég þarf nú varla aðræða tónlistina og nær meira segja toppa Danny Elfman(Batman,Big fish,Mars Attacks) sem gerir líka frábæra tónlist fyrir kvikmyndir. Howard Shore er örugglega besti tónlistarmaður fyrir sinfóníu tónlist fyrir kvikmyndir. Leikararnir leika þessa mynd frábærlega og gaman að sjá svona ekkert voðalega fræga leikara og nú gera þeim að heldur betur stórleikurum. tökum dæmi,Viggo Mortensen var mjög ófrægur. Hann lék t.d. í einu aðalhlutverkinu í myndinni 28days með Sandra Bullock. Elijah Wood,ok hann var smá frægur sem krakkaleikari (eins og Malcurary Culckin var á sínum tíma) enn hefur ekkert gert neitt merkilegt núna, enn sjá hann núna! Hann fer á kostum sem fróði og líka hvað er ótrúlegt að hann skildi vera svona vel leikinn. Það eru svo margir (eða allir) sem standa sig svo vel í myndinni að það væri mjög sorglegt ef að leikararnir á borð við Ian Mckellen,Viggo mortensen og Elijah wood væru ekki tilnefndir. Tölvutækninn er brilliant í þessari mynd og alveg ótrúlegt að sjá að allt er raunverulegt t.d. Mordor sem allur bakgrunnurinn er allt gert í góðu tölvunum. Make-Up var líka stórkostlegt og það eru engar líkur á því að ROTK gæti tapað óskarsverðlaunum því hún er svo pottétt búinn að tryggja því að hún er með langbesta make-upið. Ef Peter Jackson fær ekki besti leikstjórinn í óskarsverðlaun þá er ég hættur að taka mark á óskarnum. Leikararnir stóðu sig mjög vel. Viggo Mortensen lék Aragon með látum og vonum að hann geti haldið sínu striki áfram. Orlando Bloom lék álfinn Legolas þar sem hann eiginlega er bara góður, skemmtilegur og vel leiktur þar sem sumir sakna hann(sem ég er eiginlega viss um) þá getið þið séð hann í frábæru myndinni Pirates of carrabian. Fyrir þá sem vissu ekki, þá ætlaði Orlando Bloom upprunulega að leika Farimír. Hann fór í prufutöku sem Farimír enn Peter Jackson vildi frekar að hann væri Legolas, sem er gott af því að Orlando Bloom er góður sem Legolas. Svo er Ian McKellen alveg einstaklega skemmtilegur sem Gandálfur Hvíti og það er eiginlega synd að hann var aðeins tilnefndur til óskarsverðlauna aukahlutverki í Two Towers,enn núna er hann tilnefndur í aðalhlutverki(held það,ekki viss). Svo er Liv Tyler leika mjög góðan leik sem álfakonan Arwen og sömuleiðis Hugo Weawing sem gerir ekkert sérlega mikið í myndinni enn gerði þó eitthvað(Kannski vildi hann einbeita sér meira á Matrix myndunum,hver veit). Svo eru Hobbitarnir með mjög góðan leik og þar sem allir standa sig bara mjög vel. Ég verð nú að segja það að Billy Boyd,sem leikur Pipinn fer eitthvað á kostum og er nú alvarlegri enn nokkuð fyrr. Og hinn sem fer á kostum er Sean Astin,sem leikur Sóma. Hann leikur hann glæsilega og gagnrýnendur úr Seattle Film Critics meina það að Sean Astin eiga að vinna óskarsverðlaun fyrir aukahlutverkið sitt. Og svo steingleymi ein af þessum frábærum leikurum sem fer á kostum, enn það er enginn annar en Mirawyn otto sem leikur Éwoyn,frænku Þjóðans konungur Róhans. Hún er glæsileg með hana og hún sýnir í þessari mynd allt sem hún getur leikið sem Éwoyn og er...frábær eins og ég sagði áðan. Sá sem leikur Farímir bætir sig verulega með hlutverkið og er mun betri enn hann var í The Two Towers,hann var hundleiðinlegur þá. Andy serkins og á líka skilið athygli þrátt fyrir að það sást ekkert í andlitið enn hann hreyfir og talar fyrir gollum(smjagall) sem er líklegst besti tölvugerði karlinn(án efa). Þeir sem fundust Jar Jar binks(Star wars) og Scooby Doo(Scooby Doo) eitthvað flottir þá er þessi mun betri enn þeir. Jæja þá er kominn endir á LOTR. Það er reyndar sorglegt og ég trúi því að LOTR aðdáendur hafi örugglega grátið þegar þeir vissu að þetta er búið. Myndinn er 200min sem er langt enn það hefði verið frábært að sjá Christopher Lee leika Sarúman vonda enn því miður, ekkert af Saruman í þessari mynd enn hann er í lengri útgáfunni. Ég trúi varla að þetta sé búið. Stemminginn sem var í myndinni, hún heldur fjörinu svo sannarlega uppi og vonum nú að Peter Jackson sanni sig aftur með kvikmyndinni King Kong(sem kemur út ár 2005) þar sem hann leikstýrir og Andy Serkins mun kannski tala fyrir King Kong. Ég vona það að leikararnir haldi sínu striki og vonum líka að Peter Jackson leikstýri Hobbitann(það er verið að íhuga á að gera Hobbitann). Ég verð að segja bara svo er að þetta er án efa langbesta myndinn í seríunni og hún er nátturulega löng en er samt langbesta mynd sem til er. Ef J.R.R. Tolkien væri ennþá á lífi þá mundi hann vera með tár í auganu og mundi örugglega þakka Peter Jackson fyrir að gera sögu sína frábæra. Þetta er búið og ég ætla klára þessa ritgerð með setningu:Did frodo and sam have any hope?No,just a fools hope. Þetta voru lokaorð mín á Lord of the rings:the return of the king. takk fyrir
Assassins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Assasins er ágætis mynd en ekkert meistaraverk. Myndinn innihalda stórleikarana sylvester stallone og antonio banderas sem þeir báðir leika leigumorðinga. Þessi mynd fjallar um það að einn maður, sem heitir Robert Bain(sylvester) sem vill hætta sem leigumorðingi. Þegar hann ætlar að klára eitt af einu síðasta verkefni hans þá gerist eitthvað,fórnarlambið verður drepinn af einhverjum öðrum leigumorðingja sem leikinn er af Antonio Banderas. Lokverkefni hans Robert er 20millj. dollar fyrir að drepa Banderas og hinn fékk verkefni á að drepa Robert. Þannig gengur myndinn útaf. Mér fannst þessi mynd ekkert voðalega góð enn á kannski skilið tvær og hálfa. Richard Donner leikstýrir þessari mynd og fyrir þá sem vissu ekki þá eru mennirnir sem gerðu Matrixmyndirnar á bak við þessa mynd. Lokaorð mín er ágætis hasarmynd. Takk fyrir
From Dusk Till Dawn 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágætis Vampírumynd enn EKKERT annað. Kannski er þetta mun slakari mynd heldur enn númer eitt því að ég hef ekki séð hana. Hún fjallar um að nokkrir gaurar ætla að ræna banka einhversstaðar í Mexíkó. Eitthvað fer úrskeiðis hjá einum og þá sér hann leðurblöku. Allt endar í steik og þessi náungi breystist í vampíru. Þessi mynd er illa leikinn og er svo fyrirsjáanleg að það er ekki eðlilegt, svo er handritið illa skrifað enn samt er þetta nú ágætis hryllinga mynd enn kom nú samt ekkert mikið á óvart. Ég mæli ekkert sérlega mikið með þessari enn sumir hryllingsaðdáeundur munu fýla. Takk fyrir
Mars Attacks!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð nú að segja það að það er ansi furðulegt hvernig Tim Burton(Batman 1og2,Big fish) fór að leikstýra þessari mynd. Mars Attacks er eiginlega bara ágætis grínmynd og er langt frá því að verða óskarsverðlauna enn hún er ágæt. Myndinn fjallar um það að Bandaríkjamenn hafa fattað það að geimverur eru að fara að lenda á jörðinni. Nærum því öll fólk fara á einn stað og þar koma geimverurnar. Og hvað gerist??? Jú, Mars Attacks. Ég verð nú að segja að leikararnir stóðu sig vel í þessari mynd, Jack Nicholson(Batman1,Shining,As good as it gets) sem leikur forseta bandaríkja er bara leika vel og hann leikur líka ríkan fyllibytta líka vel og svo eru aðrir ágætir leikarar eins og Pierce Brosnan( nýji James bond) leikur vísindamann sem fattaði t.d. að geimverurnar kæmu enn hann leikur sitt hlutverk alveg ágætlega. Og svo er Tom Jones,já hann Tom jones að leika eitt af aðalhlutverkinn í þessari mynd. Það er sagt að Danny Devito(Batman2,Big fish,Get shorty) leikur aðalhlutverk enn hann leikur held ég tvö atriði. Ekki ég er að móti því enn bara að hann er ekki aðalleikari. Eins og ég sagði áðan er þetta þá alveg ágætis mynd og er stundum hægt er að hlæja af henni og sumir leikararnir að standa sig vel. Takk fyrir
Analyze This
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög skemmtileg mynd sem lætur mig koma í gott skap með góðum leikurum eins og Billy Crystla og Robert Deniro. Analyze that fjallar um það að sálfræðingur sem heitir Ted Sobols sem leikinn er af honum Billy Crystal,á hamingjulegt líf og ætlar að gifta sig. ENN einn daginn kemur einn illasti og vondi mafíósi sem heitir Paul Vitti(Robert Deniro) og ætlar til hans og vill fara í meðferð. Hann veit allt hvert sálfræðingurinn er að fara og lætur aðra elta hann fyrir þá. Ted verður ákærður af löggunni og allt fer nátturulega í steik með hann Ted og líka hann Paul. Mér fannst nú þessi mynd bara fín og það er æðislegt að geta sjáð mafíu grínmynd því að það er til lítið af því. Leikararnir brugðust mér ekki heldur, Billy Crystal leikur sálfræðinginn bara mjög vel og sömuleiðis Robert Deniro sem hinn vondi Paul Vitti. Lisa Kudrow leikur konu hans Ted ágætlega enn það er ekkert mikið hlutverk fyrir hana sem hún þarf að leika í þessari mynd. Þessi mynd er mjög góð og vonum að það komi fleiri svona myndir(Það er reyndar komið framhald af þessari) og vonum líka að hún verði jafn góð og þessi. Lokaorð mín á þessa mynd er eiginlega bara góða skemmtun og ég vona að fólk fari og hlægið af þessari. Takk fyrir
Kingpin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kingpin er eiginlega bara mjög skemmtileg mynd og líka með mjög skemmtilegum húmor. Woody Harrelson leikur þennan leik vel og þá sömuleiðis Randy Quaid. Farrely bræður hafa aftur gert stór góða hluti eins og Dumb and dumber og there's something about mary og þessi fer með þeim í hóp. Kingpin fjallar um það ungur maður að nafni Roy Munson(Woody Harrelson) sem hafði dreymt að keppa í keilu. Þegar hann verður tvítugur þá er hann orðinn svo góður að hann slær meistarann út(held það). En maður að nafni Ernie McCraken(Bill Murray) platar hann í eitthvað og mjög slæmt gerist fyrir Roy(Segi ekkert frá því). Tólf árum seinna (held það) þá sér hann í dagblaðinu mót í keilu og fyrsti vinningur er 250.000 dollar(Held það(17 millj.)). Hann sér einn góðan keilumann að nafni Ishmael(Randy Quaid) og ákveður að taka hann með og núna ætlar hann að vinna Ernie McCraken. Þessi mynd er góð og fyndinn mynd og leikararnir líka, og þá sérstaklega Bill Murray,Randy Quaid og Woody Harrelson sem eru bestir í þessari mynd. Takk fyrir
Beverly Hills Cop III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það er ekkert illt að þessari,þessi mynd er góð. Eddie Murphy er að leika Axel mjög skemmtilega og smöleiðis frakkin sem gefur Axel alltaf góð og spesial vopn. Núna þarf hann að stöðva bófa sem eiga sér í tívólí sem heitir Alice in Wonderland(Lís í undrarlandi) og þar gerir hann allt brjálað. Hann félaginn hans sem ég man nú ekki því miður hvað hann hét. Hann veit að eitthvað er að gerast sem enginn veit hvað hann er að meina og allir halda að hann sé eitthvað klikkaður. Ég man EKKERT úr þessari mynd enn ég reyndi þó að segja um myndinna, mér fannst þessi mynd ágæt og á skilið smá hrós og ér mjög ósammála tveim niðri sem segja að myndinn sé leiðinleg. enn það skiptir svo sem engu máli því að þetta er góð mynd sem ég mæli að allir sem fíla bussy grínmyndir ættu nú að kíkja á þessa. Ég verð bara láta ykkur vita á því að (kannski) mynd númer fjögur kemur út árið 2004 og þá er (KANNSKI) Sylvester Stallone(Rocky,Rambo,Get Carter) að leika með honum. Þetta voru lokaorð mín á Beverly Hills Cop3. Takk fyrir
The Nutty Professor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hér erum við að ræða um eina ágæta skemmtilega grínmynd með Eddie Murphy sem heitir nutty proffesor. Hún er skemmtileg og hefur húmorinn í lagi(stundum of heimskulegan). Myndinn fjallar um það feitur próffesor að Nafni Sherman Klump(Eddie Murphy) sem er alltaf að prófa eitthvað nýtt efni. Einn daginn býr hann til drykk sem breytir hann Sherman í ungan,mjóan,frekan...í öðru orði nýjan mann. Hann getur ekki lengi verið svona og til þess að verða meira yngri þarf hann að drekka meira af þessu efni. Ég man ekki alveg því að það er svo rosalega langt síðan að ég sá nú þessa mynd. Mér fannst nú flestir leikararnir standa sig og mér finnst nú að Nutty Proffesor eiga skilið tvær og hálfa stjörnur. Það er líka ótrúlega góður búningur á þessu með að sjá Eddie feitan eins og kana er eiginlega bara fyndið og líka þá leikur hann eiginlega alla Klump fjöldskylduna. Þetta voru orð mín á Nutty Proffesor. Takk fyrir
The Mask
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
(Hérna er SPOILER,svo fólk sem ekki hafa séð myndinna sleppið þessu)The Mask er frekar skemmtileg mynd með snillingnum Jim Carrey og þetta er mynd sem ég mæli með. Myndinn er mjög fræg og allir ættu eiginlega að þekkja hana því að hún er nátturulega góð. Myndinn The Mask Fjallar um bankamannin Stanley Ipkiss(Jim Carrey) er alltaf óheppin og fær næstum því heppnina með sér. Einn þegar hann ætlar á klúbb þá er honum hent út og vinir hans fá að sjá kynþokkafullu konu syngja á CongoBongo. Þegar bílinn hans bilar þá sér hann grímu í vatninnu. Hann notar hana og uppguvar síðar að hann var búinn að ræna sínum eigum banka og mafíósar ætluðu að ná peningunum fyrst. Myndinn er frekar skemmtileg og á skilið þrjár stjörnur og það án efa(kannski tvær og hálfa). Jim Carrey leikur Ipkiss og hann með grímuna bara vel og sömuleiðis Cameron Diaz. Fyrir þá sem vissu það ekki þá er þetta fyrsta myndinn sem Cameron Diaz leikur í og sennilega það skársta(ég veit það ekki). Mér fannst þessi mynd skemmtileg og ég vona númer tvö sem mun koma verði helst jafngóð og þessi. Þetta voru lokaorð mín á The Mask. Takk fyrir
Austin Powers in Goldmember
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Austin Powers er næstum því ónýtt. Mike Myers er búinn að klúðra þessu. Myndinn sem ég beið nú lengi eftir(árið 2002) að sjá þessa mynd. Enn nei! Þessi mynd er ekkert svona slæm enn söguþráðurinn er ekki gott enn það versta í myndinni er Beyonce Knowles sem hreinlega rífur myndinna niður. Myndinn byrjaði vel og þá tek ég sérstaklega til greina byrjunar atriðið því það var snilld. Myndinn fjallar um að Austin Powers er að leita að pabba sínum. Hann hefur komist á því að honum hefur verið rændur af engum öðrum enn Dr.Evil enn það er maðurinn Goldmember sem er á bak við þennan glæp. Austin fer í tímavél til baka til ársins 1975 og hittir þar Foxy Kleopatra sem er leikinn af henni Beyonce knowles. Myndinn gengur eiginlega ekkert út um annað heldur að bara finna Goldmember. Leikararnir standa sumir sig vel og þá persónulega Michael Caine sem pabban hans Austin Powers enn hann og Mike Myers(sem leikur nú reyndar allar auka persónurnar) eru skárstir leikararnir í myndinni. Mike Myers leikur en nýjan gaur sem er frá Hollandi sem heitir Goldmember. Svo er líka Mini-Me enþá til staðar enn hann og Dr.Evil eru eitthvað að fara frá hvor öðrum(segi ekkert frá því). Enn helsti gallarnir er að Fat Bastard er ekki eins fyndinn og hann var og þá sömuleiðis Austin Powers. Beyonce suckar í þessa mynd. Vondu mennirnir mega ekkert því að Foxy Kleopatra er alltaf þarna til staðar og lemur þá(jey). Mér finnst hálfgert sorglegt að sjá þessa mynd því það er eiginlega búið lýsa því í lok myndarinnar að þetta verður eki eins skemmtilegt og það var. Þetta voru orð mín á Austin Powers Goldmember. Takk fyrir
Austin Powers: The Spy Who Shagged Me
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jæja, hér er komið framhald af hinum geysivinsæla Austin Powers. Hér er komið framhald hinni fyrstu sem var mjög góð og þessi er næstum því betri. Þessi mynd er eiginlega bara beint framhald af hinni. Núna eftir að Austin vann Dr.Evil,sem er eftirherma af hinum geysivinsæla vonda kallinum í James Bond myndunum, er Dr.Evil snúinn aftur. Dr.Evil ákveður að fara til baka í tíman þegar að hann Austin Powers var frosinn árið 1967 enn Dr.Evil fer 1969. Hann stelur Mojo hans Austin og Herran okkar Austin er í miklum vandræðum. Hann ætlar til árið 1969 þar sem hann kynnist stúlku, Hún heitir Felisity Shagwell sem leikinn er af henni Heather Graham. Þau þurfa fyrst að finna spæjara fyrir Dr.Evil sem er HEILT TONN! Enn hann heitir Fat Bastard. Á meðan hjá DR.Evil að vita það að það var búið að klóna hann Dr.Evil. Allt nákvæmlega eins enn hvað? Hann er einn áttundi af hanns stærð og er kallaður Mimi-Me(Sem er örugglega frægasti grínpersóna í dag). Hjá Austin og félugum eru þau Felisity og Austin enn að nálgast honum Dr.Evil og þau lenda í vandræðum hjá spæjarunum hjá honum Dr.Evil. Það er eiginlega bara ein spurning í þessari mynd. Mun Austin Powers stöðva Dr.Evil eða mun Dr.Evil stöðva Austin Power. Þessi mynd er mjög skemmtileg mynd og er þetta eiginlega besta Austin Powers myndinn í tríólogyni(svo sem stendur). Í þessari mynd eru margir leikarar að standa sig þokkalega enn sumir bara mjög skemmtilega. Mike Myers leikur nær alla aðalkarektana í myndinni enn hann leikur Austin Powers,Dr.Evil og Fat Bastard. Það er mjög fyndið að sjá ekta dverg leika þarna enn hann heitir Verne J. Troyer. Og svo eru fullt af öðrum leikurum sem líka eiga skilið athygli þ.a.m. Mustafa sem er leikinn er af Will Ferrer sem er sagður einn besti grínleikari í dag. Svo er líka vondu persónurnar Number two(Robert wagner) og Frau Farbissina(Gia Cardies(Held að hún hét það)) sem leika bara svona vel og sömuleiðis konan Ivana humpalot sem er kona sem ætlar er skotinn í þessum Austin Powers. Svo er Michael York sem Basil bara skemmtilega og fyrir þá sem vissu ekki þá leikur Tim Robbins forseta bandaríkjana í myndinni. Mér finnst að einn hápunkturinn við þessa mynd sé byrjunaratriðið enn þar kemur sonur Dr.Evil,sem er leikinn af Seeth Green sem hittir Jerry Springer(ímyndið ykkur það). Mér finnst þessi mjög góð mynd og líka mjög vel fyndinn. Ég mæli með alla sem fíla grín að kíkja á þessa mynd enn ég mæli allavega með henni. Þetta voru lokaorð mín á Austin Powers The Spy who shagged me. Takk fyrir
Kindergarten Cop
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já ég er eiginlega sámmála þér Anna að þetta er ágætis skemmtun og þetta er alveg ágætis grínmynd. Það er mjög hallarislegt að sjá Arnold leika í þessari mynd sem einhvern leikskólakennara. Myndinn fjallar um að löggumaður að nafni John Kimble(Arnold) er að leita að konu og syni morðingja svo að konan getur verið vitni og þá getur morðinginn farið í fangelsi og málið búið. En hann og löggu vinkona sem leikinn er af Pamelu Reed fara til annan bæ og þá þarf Kimble okkar að finna son Morðingjans með því að kenna leikskóla. Mér fannst þetta bara ágætis mynd enn mér finnst að hún eigi ekki skilið tvær og hálfa stjörnur,...ég veit ekki... voðalítið af fyndnum atriðum fyrirutan það að sjá Arnold kenna. Lokaorð mín á þessa mynd er að hún er O.K. enn ekkert meira enn það. Takk fyrir
Dogma
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Dogma er mjög góð mynd og er glæsilega vel gerð. Hún var svo pottþétt á því að vera tilfnefnd sem besta mynd á sínum tíma(ég veit það ekki). Sá sem leikstýrir þessari mynd heitir að nafni Kevin Smith(Mallrats,Chasing Amy,Jay and Silent Bob Strikes back) sem skrifaði handritið líka sem er bara gott enn hann er betur þekktur undir nafninu Silent Bob sem kemur nú nokkuð mikið í sögu með hálfvíta vininum sínum Jay. Myndinn er með fullt af góðum leikurum sem helst má nefna:Chris Rock(Down to earth,lethal weapon4,Jay and silent bob strikes back),Ben Affleck(Daredevil,gigli,from dusk till dawn),Matt Damon(Good will hunting,Bourne Identity) og fullt af fleiri góðum leikurum. Myndinn er svoldið löng en er samt passleg því það er gaman að horfa á þessa mynd. Það eru margir hér sem segja það að hún grínmynd,jájá... það voru nokkur mörg fyndinn atriði enn mér finnst að hún ætti ekki að flokkast undir grínmynd. Hún ætti(hún er reyndar) að flokkast undir drama eða spennumynd enn það skiptir svo sem ekki voðalega miklu máli. Til að vita bókstafslega vit eitthvað um myndinna þarf ég nú að segja helst allt sem gerist í myndinni. Myndinn fjallar um tvo engla, þeir heita Bartleby(Ben affleck) og Loki(Matt Damon). Þeir eru nýkomnir til himna og þeir líða eiginlega illa hjá Guð(eða einhvern annan í himinum). Þeir sjá einn daginn auglýsingu að einn prestur hefur breytt nafni Jesú krist til Buddy Jesus. Þeir verða vondir og ætla að drepa þá. Annar staðar í bandaríkjunum(New Jersey held ég) hittir ein kona einn engill að nafninu Metatron(Alan Rickman) sem segir henni konunni sem er undir nafninu Bethany(Linda Fiorentino) að hún hefur verið valin af Guði til að stöðva þessa engla(MJÖG skrýtið). Hún fær smá hjálp með félegunum Jay og Silent Bob og síðar hitta þau þrettánda lærisveininn hans Jesú sem ber undir nafninu Rufus(Chris Rock) sem segist ekki vera í nýju testamenntinu vegna þess að hann var blökkumaður(Kjaftæði). Og svo eru vondu englarnir tveir með þrjá íshockey gaura sem drepa fólk fyrir þá með íshockey kylfum(Skrýtið). Það er bara einn spurning: Munu þau stöðva englanna eða munu þeir sigra hina góðu. Myndinn er eiginlega bara ein góð kjaftæðis mynd en er samt mjög góð fyrir svona drama/spennu mynd. Kannski er þetta satt, Rufus er til, Englar eru vondir og ætla drepa fólk. Nei! þetta er mjög flott bull eftir Kevin Smith. Vissuð þið að Matrix og þessi mynd eiga tvennt sameiginlegt, Þær voru búinn til á sama ári(1999) og eru bæði ruglmyndir.Leikararnir stóðu sig vel og þá sérstaklega Chris Rock því að hann var eiginlega mjög fyndinn í þessari mynd og sömuleiðis Jay og Silent Bob. Linda Fiorentina leikur aðalhetjuna bara vel og Matt Damon of Ben Affleck(þótt mér finnst Ben leiðinlegur) eiga þeir líka skilið klapp sem englarnir tveir. Myndinn var bönnuð(held það) á sínum tíma og það get ég skilið vel(Ekki eins og mig langi það) og örugglega er þetta hryllingur hjá Guð fólkum í Ísrael. Mér fannst þessi ein af þeim bestu mynd sem ég hef séð árið 1999 enn aðeins The Matrix var betri. Eins og ég sagði áðan er þetta vel leikinn,Góður drama í myndinni, Fínn húmor og góður hasar og spenna. Hún er líklega mynd sem ekki mun gleymast fljótt enn hún er aðeins fimm ára gömul mynd. Þetta er pottþétt mynd sem þú verður eiginlega að kíkja á því þetta er bara mjög góð mynd sem á skilið þrjár og hálfa stjörnur enn missir eina vegna MJÖG skrýtnum söguþráð. Þetta er ekki mynd fyrir suma,sumir vita örugglega hvað þessi mynd er um svo ég læt vita það að fylgjst vel með myndinni. Kannski hirti þessi mynd einhverja óskarsverðlaun,hver veit. Þetta var það sem þurfti eiginlega að segja um myndinna Dogma. Takk fyrir
Wild Wild West
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Satt að segja...þá er þetta ekkert slæm mynd. Ég er mjög sammála honum Helga Páli um að þetta sé ágæt grínmynd en ekkert meistaraverk. Wild Wild West fjallar um það að tveir menn, að nafni Jim West(Will Smith) og Artemus Gordon(Kevin Kline) sem eiga að stöðva vonda vísindakarlinum Arliss Loveless(Kenneth Branagh) sem ætlar að taka yfir ameríku með að skipta því í tvennt(langt síðan að ég sá þessa mynd) sem eiginn svæði. Þeir West og Gordon þurfa auðvitað að stöðva hann og tekst það? það fáum við að sjá í þessari mynd. Mér fannst þessi mynd bara ágætis skemmtun og ágætis grín enn nokkuð góður hasar í myndinni. Selma Hayek leikur aðalkonuna í myndinni sem er ekkert spes því að hún er eiginlega leiðinleg í þessari mynd og sömuleðis sá sem leikur forsetann í myndinni. Myndinn er leikstýrt af hinum vísindaskálds handritsmanni(eins og ég kýs að kalla hann) sem er Barry Sonnenfield(Men in black myndirnar). Ég er kominn með ógeð af þessum Will Smith sem er alltaf með svona hlutverk, þykist alltaf vera cool og þykist geta barið alla og þykist meira segja að vera fyndinn. Enn samt er hann og Kevin Kline að sýna ágætan leik sem skiptir svosem ekkert grýðalegu miklu máli því eins og ég sagði þá er þetta ágæt mynd. Myndinn hefði hinsvegar getað orðið miklu betri en varð það því miður ekki. Myndinn er ekki fyrir alla(eins og sé hvað allir hafa skrifað) enn ég segi bara hvað mér finnst,ekkert annað. Ég ætla klára þessa mynd með þessu orði: no more mister knife guy. Takk fyrir
Ghost
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ghost er frekar skemmtileg mynd sem ég hafði mjög gaman af og ég var ekki í neinum vafa með að gefa henni stjörnur. Hún er eiginlega vel leikinn og handritið er vel skrifað. Myndinn er hinsvegar leikstýrt af honum Jerry Zucker,en hann gerði hina fínu gamanmynd rat race. Aðalleikararnir voru fræg á sínum tíma en hafa dottið í B-hlutverk eins Patric Swayze sem stóð sig mjög vel í þessari mynd og sömuleiðis Demi Moore sem var að leika fyrsta sinn í myndinni Charlies angles full throtle í fimm ár. Enn hinsvegar hefur Whoopi Goldberg haldið sínu striki og er ekki á niðurleið. Myndinn fjallar um það tvö hjón að nafni Sam Weath(Patric) og Molly Jensen(Demie). Einn dag þegar þau labba saman úti ræðst einn maður á Sam og drepur hann. Molly nær að flýja. Hann Sam verður draugur og vill komast aftur sem venjulegur maður. Ein svindlspákona að nafni Oda Mae Brown(Whoopie) er sú eina sem getur heyrt í honum og hann Sam vill fá hjálp hennar til að sjá hana aftur og nátturulega finna út hver drap hann. Þetta er fín mynd með fínum leikurum,það væri flott ef að hún væri tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta mynd því að þetta er góð mynd og er dramantík. Myndinn er rétt rúmlega yfir tvo tíma sem er ágætt enn hún var á passlegum tíma. Sumir segja að þetta sé sorglegasta mynd allra tíma,það er reyndar ekkert skrýtið því að hún er reyndar smá sorgleg. Þessi mynd er eiginlega góð og á fyllilega skilið þrjár stjörnur,án efa. Takk fyrir
Nothing to Lose
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Nothing to lose er mjög góð gamanmynd sem heldur fjörinu frá upphaf til enda. Stórleikarar á borð við Tim Robbins og Martin Lawrence leika aðalhlutverkin í myndinni. Myndinn er leikstýrt af honum Steve Oderick enn hann skrifaði myndinna líka enn hann hefur nokkrar myndir á ferlum sínum t.d. Ace Ventura tvö. Myndinn fjallar um það að ungur,hamingjusamur og ríkur maður að nafni Nick Beam(Tim Robbins) kemur einn daginn heim hamingjusamur heim frá vinnuni sinni og sér tvö fólk eiga við kynlíf í herbergi hans og unnustu sína og telur að Konan hefur haldið framhjá. Hann ákveður að byrja nýu lífi með að keyra lemgst út í r.gat. Allt í einu verður hann rændu af manni sem er leikinn af engum öðrum enn Martin Lawrnce. Á einhvern hátt ná þeir að verða vinir og hann Nick segist vita leyniorðið hjá stjóranum sínum og ætlar að hefna sín á honum(hann kennir nefnilega stjóranum um). Myndinn gengur bara út á þennan hlut en SAMT er þetta góð grínmynd sem heppnaðist bara vel. fínir leikarar,gott grín, og hvað annað þarf að segja. Þetta voru lokaorð mín á þessa mynd. Takk fyrir
Mrs. Doubtfire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyndinn mynd,jájá. Góð mynd,svona ágæt,meistaraverk, nei. Robin Willams leikur ágætlega í þessari mynd þrátt fyrir að þetta er ekki besta mynd hans er nú þessi bara létt grín fyrir suma enn aðrir munu hata hana. Hún er leikstýrt af Chris Colombus sem ég veit ekki hver er. Myndinn fjallar um það Robin Willliams leikur mann sem er nýbúinn að skilja við konu sína og vill sjá börnin sín oftar. Hann fær bróðir sinn til að úbúa sig með konu dulkerfi og þykist vera pössunapía hjá krökkunum. Þetta er alveg ágætis grínmynd enn getur verið stundum hallarisleg. Pierce Brosnan og Sally Field að leika Saman sem elskendur! komon konan er fertug enn kallin miklu yngri enn hún. Robin Williams leikru ágætlega í þessari ágætu mynd. Lokaorð mín á þessa er að þetta er ágætis grínmynd. Góða skemmtun
Almost Heroes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Almost Herous er eiginlega bara ágætis grínmynd með tveim ágætum leikurum sem heita Chris Farley(Billy Madison) og Matthew Perry(Friends þættirnir). Myndinn er leikstýrt af honum Cristopher Guest. Myndinn fjallar um það að tveir menn, eru að reyna að vera fyrstu menn sem komast til eitthvert haf(Langt síðan að ég sá þessa mynd). Þeir þurfa að fara langt enn allt fer nátturulega í steik og þeir fá samkeppni. Það er fullt fyndnum atriðum og líka nokkuð ófyndið. Ég tók þessa mynd ekkert of alvarlega enn þetta er svona mynd sem mun ekkert vera fræg enn það væri kúlt ef að þessi mynd væri fræg. Ég hafði smá gaman af þessari mynd og ég ætla að gefa henni tvær og hálfa stjörnur af því að Almoust Heroes á þessar stjörnur skilið. Takk fyrir
The Odd Couple II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta var mjög skemmtileg grínmynd með snillingunum Jack Lemmon og Walter Mattehw sem eru nátturulega bara algjörir snillingar að rífast. Þessi mynd fjallar um það þeir hafa ekki sést í sautján ár,enn núna ætlar sonur hans Felix(Walter) og dóttir Jack's(man ekki hvað hann hét í myndinni) að fara gifta sig. Þeir fara báðir langar leiðir til brúðkaupsins og hvað heldur þú að gerist? Nú... allt fer í rúst. Þeir villast og þeir lenda í fullt af vandræðum. Þetta er alveg ágætis grínmynd sem maður á ekkert að taka alvarlega sem maður á bara að hlæja að,ekkert annað. Það eina sem ég get sagt er að ef þið viljið sjá tvo snillinga skemmta ykkur, sjáið þessa. Hún er skárri enn Out of sea sem var svona ágæt. Mér finnst svoldið heimskulegt að gera framhald því að fyrsta myndinn kom út árið 1968 sem þýðir það að það er þrjátíu ár milli þeirra. Það eina sem ég get sagt er að þið viljið fá grín,see this. Þetta voru lokaorð mín á þessa mynd. Takk fyrir
GoodFellas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Árið 1990 ákveðu tveir menn að búa til kvikmynd. Þeir voru Nihcolas Pileggi(Casino,City hall) og Martin Scorsese(Taxi driver,Raging Bull,Gangs of New york) enn Martin Scorsese leikstýrði myndinni. Það eru líka algjörir snillingar sem fara á kostum í þessari mynd m.a. Joe pesci(Casino,Lethal Weapon2-4), sem fékk óskarsverðlaun fyrir sína glæsilega frammistöðu á myndinni sem er eiginlega ekkert skrítið.Robert Deniro(Raging
Bull,Casino,Once upon a time in america)sem var mjög góður sem mafíustjórinn í myndinni enn samt var Joe Pesci mun betri heldur enn Robert Deniro. Ég næstum því búinn að gleyma Ray Liotta(Copland,Narc) sem er aðalgaurinn í myndinni og þessi mynd er án efa besta mynd hans. Myndinn er eiginlega alltof löng,eða 145min sem mætti alveg vera 120min sem væri nátturulega bara alveg nóg. Þetta gæti alveg verið besta mafíu myndin enn allir segja að það sé Godfather. Ég veit það ekki því að ég er ekki búinn að sjá Godfather myndirnar sem ég verð eiginlega að bara sjá. Til að vita eitthvað þessa mynd verð ég nú að segja um hana og hvernig hún er. Goodfellas byrjar þannig að það er farið yfir sögu Henry's Hill(Ray Liotta), hvernig hann byrjaði sem glæpó sem var reyndar þannig að hann var mjög mikill prakkari sem byrjaði að vinna hjá einhverjum manni(sem ég man ekki alveg). Síðan hitti hann Mafíósa sem hann vann með sem heitir James Conway(Robert Deniro). Þetta gerðist árið 1956( er ekki alveg viss) þegar hann Henry var bara krakki þegar hann og Tommy Devito(Joe Pesci) verða vinir og ræna og berja einhvern og brjóta eitthvað fyrir hann James. Foreldrarnir finna út að Henry er búinn að skrópa skólann í heilan mánuð og eins og í gamla daga var maður refsað eins og hann Henry. Þeir ákveða að hefna sín á Póstmanninum aðeins. Þegar Henry var orðinn fjórtán ára gamall(held það) var hann farinn til réttsalinn og fór kannski í fangelsið. Eftir að hann Henry verður eldri og eldri verður hann bara enn verri enn Tommy verður alveg snarklikkaður. James er alltaf að ræna og drepa með félugum sínum. Þeir voru ekki bara að stela,þeir voru líka með dópið í gangi þeir keyptu mikið og seldu mikið af þessuum viðbjóði. T.d. að Henry var oft að fá sér dóp í myndinni. Eftir það vaerður allt brjálað af því að Tommy drepur einn Mafíuforinga og þeir keyra langt og drepa karlinn(hann var ekki alveg dáinn). Þessi viðburður gerðist árið 1973. Eftir þetta lenda allir í stóra klípu og löggan er á hælum þeirra. Semsagt þá fjallar myndinn eiginlega um að hvort munu þeir flýja eða verða handteknir af löggunni. Góð spurning,enn það væri algjör spoiler ef ég mundi segja hvort það mundi gerast. Stjórinn hans James er mjög vondur maður og er ekki lengur að treysta þeim. Hann var líka aðalbossin hjá Tommy og Henry enn þeir voru svona Lærisveinar hans james. Mér finnst þessi mynd alveg frábær því að þetta er ekkert spaug þessi mynd,fyrir þá sem vissu ekki þá er allt þetta(Kannski ekki allt enn sagan samt) byggð á sönnum atburðum. Myndinn er líka mjög vel leikinn og mjög mikið skrifað fyrir handritið sem er alveg rosalega mikill slatti. Myndinn var tilnefnd fyrir sex óskarsverðlauna, þ.a.m. var Martin Scorsese tilfnendur sem besti leikstjórinn enn Kevin Costner vann hana. Costner er amateur miðað við Martin Scorsese því að hann er búinn að búa til margar frægar myndir eins og Taxi Driver,Raging Bull og Casino,sem dæmi enn Kevin costner hinsvegar hefur hann leikstýrt the postman sem er sögð vera ein versta mynd allra tíma. Ég veit bara að Goodfellas fékk aðeins EINA óskarsverðlaun! Það var Joe Pesci fyrir besta aukahlutverkið. Þvílíkur glæpur að láta hana ekki fá fleiri óskarsverðlaun en það er samt gott fá eina heldur enn ekkert. Myndinn mundi örugglega vinna ef hún væri dramatík mynd(sem hún smá reyndar er). Myndinn gerist á tímabilinu 6.Áratug og 7.Áratug sem þýðir að hún lítur svoldið gamaldags. Myndinn er byggð á bókinni Wiseguy sem er eftir Martin Scorsese sem lekstýrði myndinna líka. Leikararnir stóðu sig mjög vel og þessi mynd er án efa lang besta mynd Ray's Liotta enn hann er ekkert merkilegur leikari enn samt er hann góður í þessari mynd og það er líka alveg glæsilegt að sjá Ray leika í þessari mynd því að hann passar vel fyrir þetta hlutverk sem spennumann og svo eru önnur fólk sem leika vel, m.a. konan hans henry sem ég held að hafi verið tilnefnd til óskarsverðlauna í aukahlutverki. Ég mundi segja allir hafa staðið sig vel með þessa mynd og ég heyrði það að hann Samuel L. Jackson leikur í þessari mynd,enn man ekki eftir að hafa séð hann. Það voru mörg ógeðsleg atriði eins og hann Tommy drepur sum fólk með að einfaldlega að kála þeim. Ég hefði nú viljað sjá fleiri skot atriði því það eru ekkert sérlega mörg atriði enn samt er þetta að engu síður frábær mynd með frábærum leikstjórum og með fullt að frábærum leikurum. Eins og ég sagði á er þetta líklega ein besta mynd sem ég hef séð(fyrir utan LOTR pakkið og Forrest Gump) og átti svo sannarlega skilið óskarinn sem besta mynd. Ég gef henni fullt hús(án efa) fyrir að vera alveg glæsileg mynd og skemmtileg mynd enn ég mundi ekki vilja sjá hana mörgu sinnum,nei. Hún er þannig mynd sem maður þarf að sjá einu sinnu eða tvisvar sinnum til að skilja hana um hvað hún er um og hverning hún er. Hún er kannski langdreginn og svoleiðis enn er langt frá því að vera ömurleg. Eins og ég sagði áðan þá má alveg stytta myndinna um 20min og þ.a.m. endirinn,því að hann var svoldið lengi. Þegar maður sér þessa mynd fer maður í feeling og vill sjá fleira mafíumyndir(þannig var það hjá mér). Ef þessi mynd mundi ekki vera á topp20,eða bara topp10 lista yfir bestu myndir allra tíma, Þá mundi ég vera illa svekktur því þetta er algjört meistaraverk. Ég mundi segja að Martin Scorsese sé líklega einn besti leikstjóri allra tíma af því að hann hefur búið til fullt,já þá segi ég fullt af góðum myndum og þessi er líklega besta mynd hans(að mínu mati). Ég vil bara láta ykkur vita að þetta er bara hvað mér finnst um hana,sumir finnast hana leiðinlegir sumir ekki,mitt val er þetta er algjört snilld sem ég vona að mun aldrei gleymast því að þetta er mjög góð mynd enn hún er lík mynd sem maður vill ekki sjá hundrað sinnum. Jæja,ég hef sagt of mikið um þessa mynd. Þetta voru lokaorð mín á Goodfellas. Takk fyrir
Shanghai Noon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Shanghai Noon er frekar skemmtileg mynd og er eiginlega rush hour í villta vestrinu. Jackie Chan er mun skemmtilegri í þessari mynd heldur enn Rush Hour. Owen Wilson er fyndinn í þessari mynd og þetta er líklega ein skásta mynd sem Owen wilson hefur leikið. Sá sem leikstýrði þessari mynd heitir Tomas Bey, og hann leikstýrði líka hinnu ágætu grínmynd, Showtime. Enn núna ætla ég að koma mér að efninu. Myndinn fjallar um að prinsessan í Kína er rænd. Jackie Chan sem leikur eins konar þræl í myndinni fer með nokkrum öðrum þrælum með lest til Bandaríkin til að borga ræningjunum gull sem hann vill fá. Einhverjir heimskir bófar ræna lestinni og gullið verður týnt. Þ.A.M. er einn ræninginn Owen Wilson sem heitir Ray'O'bannon í myndinni. Hann Jackie hittir Ray og þeir þurfa eiginlega að vinna saman því þeir eru báðir í klípu og Ray vill hjálpa honum útaf gullinu sem hann Jackie var með í lestinni. Svona gengur myndinn eiginlega útaf, þeir slást eins og hundar og þeir reyna að bjarga prinsessuni af vond karlinum sem var fyrrum þræll konungsríkinnsins. Það eru mörg fyndinn atriði t.d. að þegar að hann Jackie hittir Ray aftur á bar og allir ráðast á þá(segi ekki hvernig þeir réðust á Ray'o'Bannon). Mér fannst þessi mynd frekar góð og fyrir þá sem vissu það ekki þá leikur Lucy Lue (Charlies Angels) drottninguna. Það leika líka mjög marga kínverja í þessari mynd og líka nokkuð margir bandaríkjamenn. Ég veit ekki af hverju ég sagði þetta með marga kana sem leika enn ég segi bara sem ég veit um myndinna.Lokorð mín á þessa mynd er fín mynd,gott grín og sömuleiðis góð bardagaatriði sem Jackie Chan hann sjálfur framleiðir.Góð mynd. Takk fyrir
Rush Hour
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er skemmtileg grín/hasarmynd og mér finnst Jackie Chan og Chris Tucker að gera eitthvað gott við ferillinn sinn. Jim Kouf leikstýrir og skrifaði þessa mynd líka. Þessi mynd fjallar um að löggukarlin frá Kína að nafni Lee(Jackie) kemur til Los Angeles til að finna dóttir kínverska dipplómatins. Löggan í bandaríkjunum lætur einn frá NYPD til að vinna honum Lee sem leikinn er af honum Chris Tucker. Þegar þeir vinna saman þá byrjar þeir sem miklir óvinir og hata hvor annan. En svo lagast þetta aðeins og þeir verða meiri vinir sem er gott. Skemmtileg mynd sem ég mæli með að fólk fari út í vídeóleigu og leigja þessa og mynd númer tvö einhvern tímann einn góðan veðurdag. Það sem ég gleymdi að segja að Chris Tucker stendur sig mjög vel sem blökkumann sem rífur kjaft. Og það er ástæða því að ég henni aðeins þrjár stjörnur, Ég er orðinn svoldið þreyttur af honum Jakcie chan að leika karate kall enn samt passar hann sem þannig og er mun skárri enn Jet Li. Þetta var bara mitt álit. Takk fyrir
Lethal Weapon 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það þurfti mikið til að slá númer eitt út því að hún var nátturulega snilld. En þessi mynd er aðeins slakari enn númer eitt. Mel gibson og Danny Glover að leika saman í aftur sem félagarnir Martin Riggs og Roger Mourthough sem verða stöðva bófa. Þessi mynd fjallar um að félagarnir vita um einn bófa,eða bara gamlan karl með vonda,marga menn með sér sem vernda hann. Löggurnar geta ekki drepið hann af því að hann er með Diplomanic(sem er pappírspjald sem stendur að það má ekki drepa hann). Það er einn maður sem veit um þennan krimma sem heitir Leo Getz og sá sem leikur Leo er enginn annar enn Joe Pesci(Goodfellas,Casino). Myndinn er mjög góð enn er næstbesta myndinn í seríunni að mínu mati. Richard Donner leikstýrir þessari mynd bara vel og er klár að leikstýra. Myndinn hefur líka húmorinn eins og í öllum myndunum sem er eiginlega mjög gott. Ég ætla gefa þessari mynd þrjár og hálfa stjörnur af því að þetta er mjög góð mynd enn ekki alveg óskarsverðlauna action mynd. Takk fyrir
Anger Management
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
(ATH:Þetta er bara hvað mér finnst um myndinna,dæmið sjálf)Anger Management er mjög fyndinn mynd. Jack nicholson og Adam Sandler eru mjög góðir í þessari mynd því hún er góð grínmynd. Sá sem leikstýrði þessari mynd heitir Peter Seagal sem leiksstýrði myndir einsog Nutty professor2og Naked gun3. En núna ætla ég að koma mér að efninu. Ég ákvað að fara í bíó 6juni áttabíó. Þar sá ég þessa góða grínmynd. Hún fjallar um það að ungur maður að nafni Dave Buznik(Adam Sandler(Waterboy, Happy gilmore, Little Nicky)) sem á svoldið vandamál við reiðinna sína. Hann verður settur í reiðismeðferð(Fyrirgefið vegna ömurlega stafsetningu). Buddy hole(Jack Nicholson(One flew over coccos next,as good as it gets,the shining)) mun verða kennari hans í þessari meðferð í nokkrar vikur. Ef hann neitar að fá kennarann þá fer hann í fangelsi ef hann vill þá verður lífið hans algjört hell. myndin er býsna góð gamanmynd sem margir celeberty leika í aukahlutverki t.d. bæjarstjórinn í New York sem er ekkert eiginlega að leika en snillingurinn Woody Harrelson(Natural born killers,People vs Larry flint,Kingpin) sem leikur klæðskiptinginn Galaxe sem er ekkert sérlega gott hlutverk fyrir svona algjöran snilling eins og hann en samt tekst honum þetta hlutverk alveg ágætlega. Sú sem leikur konu hans Dave er eiginlega leiðinleg í myndinni(Að mínu Mati) en lék ágætlega í American Pie myndunum. Svo leikur skólastjórinn í Scary Movie eitt stjóran hans Dave í myndinni sem hann leikur svona ágætlega. Myndinn getur stundum verið með leiðinlega brandara enn samt,eins og áður þá er þetta skemmtileg grínmynd. Adam Sandler hefur snúið aftur vegna leiks á slöku myndinni Mr.Deeds(Líka Little Nicky,enn mér fannst svosem ágæt). Allir leika vel og þá sérstaklega Jack Nicholson, því hann er án efa langfyndasti leikarinn í myndinni. Ég verð nú að segja að þetta er án efa fyndasta mynd sumarsins árið 2003 því Jack og Adam eru mjög góðir í þessari mynd og hinir líka sem léku í þessari mynd. Ég verð að enda á þessari mynd með nokkrum orðum. Þessi mynd er fyndinn enn samt ekkert meistaraverk. Hún á fyllilega skilið þrjár stjörnur(að mínu mati). Góð mynd,sjáið þessa. Takk fyrir
Billy Madison
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Billy Madison er eiginlega bara skemmtileg grínmynd sem er eina besta mynd Adam´s Sandler's. Hún fjallar um það að einn ofvirkur drengur fær tækifæri að eignast hótel hjá ríka pabba sínum. Hann þarf einfaldlega að klára alla fyrstu bekkina frá grunnskóla og hefur einfaldlega hálfan mánuð í einum bekk. Hann verður skotinn í kennarum sem er mjög skemmtilegt að því að hún er líka eiginlega skotinn í honum. Þetta er skemmtileg grínmynd sem inniheldur stór Leikaranum Steve Busemi sem er snillingur enn fær ekkert voðalega mikið að spreyta sig í þessari mynd. Rútubílstjórinn er mjög fyndinn náungi í myndinni enn verst að ekta leikarinn er dáinn því hann er nú nokkuð góður. Sá sem leikstýrði þessari mynd leikstýrði líka myndinni crossroads sem er mynd með Britney Spears. Þessi mynd er nú nokkuð fyndinn og Adam Sandler að gera góða hluti,þetta er ein besta mynd hans.Lokaorð mín á þessa mynd er:Góð grínmynd,ekkert fleira. Takk fyrir
Terminator 2: Judgment Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Terminator2 er án efa langbesta myndinn í Terminator trílogíunni. Schwarzenegger leikur T-800(Held að hann heiti það) bara vel og vöðvaskrímslið að hækka sig. James Cameron leikstýrir þessari mynd bara vel og svo er handritið vel skrifað líka i þessari mynd. Myndin fjallar um það að John'O'Connor er núna orðinn unglingur. Núna er góða vélin(arnold) og vonda vélin T-1000(Robert Patrick) að reyna ná í strákinn. Vonda vélmenið reynir að drepa John vegna þess að í framtíðinni mun hann rústa öllum vélunum í stríði á móti vélmennunum í framtíðinni. Mamma hans John's er á klepp vegna þess að hún sagðist hafa séð vélmeni(sjá mynd nr eitt) sem menn trúði því að hún væri geðveik. T-800 og John reyna að frelsa mömmu hans John's úr kleppinum. Svo er líka vonda og dulafulla vélmenið T-1000 sem getur breytt sér í persónu með að drepa þau og líka talað eins og þau. Myndin er mjög góð og líka mjög flott hasarmynd sem ég mæli eindregið með. Byrjurnar atriðið þegar T-800 ætlar að fá fötin hjá einum kallinum á einum bar er rosalega svalt atriði. Allir leikarar standa sig eiginlega bara vel og þá sérstaklega Robert Patrick sem var nú mjög góður sem aðalvonda vélmennið T-1000 og Sömuleiðis krakkinn Edward Furlong sem lék John'O'Connor. Myndinn var mjög fræg á sínum tíma og hirti meðal annars fjögur verðlaun og þar á meðal besta tæknibrellurnar sem er mjög gott. Myndin getur verið svoldið löng enn ekki skiptir það mig miklu máli. Myndin er hiklaust þess virði að fá fjórar stjörnur sem ég sé ekki eftir á að gefa þessari frábæru snilldar hasarmynd svona mikið. Þetta voru lokaorð mín um þessa hasar& Vísindamynd. Takk fyrir og dæmið sjálf...
Cadillac Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er nú bara svona ágætis afþreying. Myndin er leikstýrt af honum Roger Donaldson(Getaway,Recruit) sem er svona ágætis leikstjóri. Enn núna ætla ég að koma mér að efninu. Myndin fjallar um bílasölu mannin Joey'O Brien(Robin Williams) sem átti eiginkonu sem á börn, og núna er hann með tvemur hjákonum(var það ekki kallað það). Hann hefur örfáa daga til að borga gengis manni 20.000 dollara annars...verður hann í vondum málum. eftir frábæran vinnudag kemur allt í einu ræningi og tekur alla sem gísl,og sá sem leikur það er enginn annar enn Tim Robbins. Joey ákveður að hjálpa honum aðeins með því að sleppa nokkrum með að gefa ráð. Jájá, svona ágætis mynd en er eignlega bara um ránið ekkert annað. Enn Tim Robbins og Robin Williams leika svoldið skemmtilega finnst mér. Kannski er tvær og hálf stjarna mikið enn ég ætla vera góður því að ég kláraði þessa mynd í góðu skapi og þessi mynd var ekki léileg. Lokaorð mín er ágætis mynd. Þetta var bara mitt álit ég meina dæmið sjálf,þetta er bara það sem ég segi. Takk fyrir