Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Amelie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð eiginlega að segja að ég þurfti að sjá þessa mynd 2.svar.

Hér kemur fram nýtt meistaraverkfrá frakklandi um hina góðu og tryggu Amelíe sem gerir allt sem í hennar valdi stendur til að hjálpa þeim sem óhepnir verða.

Það kemur líka svolítið skemtilegt atvik þegar hún sér að Díana Prinsess hafi látist við það bregður henni svo að hún missir kúlu í fjöl og út kemur gamall hlutur sem annar gamall íbúi íbúðarinnar hefur átt og hún byrjar að leyta að honum ...

Einfaldlega falleg mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pulp Fiction
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það að sjá Pulp Fiction í bíó er ábyggilega mun stærra og flottara heldur en heima í stofu þótt maður reyni að hækka með fjarstýringuni. Mér finnst persónu sköpuninn fullkominn í myndinni t.d Sá Sem John Travolta leikur. Konu ríka mannsins em er heróín fíkill(Uma Thurman). Samuel Jackson á frábran leik. Sjálfur Keypti ég mér handrit myndarinnar í New York og Skipulagið og samræðurnar og perónu lýsingarnar eru svo vel gerðar og það besta við allar Tarantino myndirnar eru náttúrulega samtölinn. Myndin kemst vel á spjöld sögunar en þess skal þó gæta að þessi mynd er ekki besta mynd sögunar þótt hún sé í sögulegum klassa en hún er ekki langt frá því að vera sú besta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Passion of the Christ
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að byrja á að segja að það voru ansi margir hlutir sem lokkuðu mig á myndina. Mér fannst t.d flott að sjá þarna leikara sem er ekki þekktur svo þú sjáir einungis Jesús.

Tónlist myndarinnar var afbragðs góð. Leikararnir stóðu sig með prýði.

Sviðsmyndin og umgjörðin var líka frábær tugumálið flott og kom skemmtilega á óvart að að sjá bandaríkjamann gera mynd með öðru tungutaki en þessum hversdagslega kanahreim.

En innihald myndarinnar var hörmung og raunar sá ég ósköp lítið point í myndinni seinni partinn annað en það að Jesús var píndur og ótrúlega þunnt af Mel að vera að taka þennann eina kafla úr lífi Jesús, bara pyntingar og aftur pyntingar.

Hver var söguþráðurinn? Hvað um þessi þrjátíu ár sem Jesús lifði fyrir utan þessa síðustu daga?

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Útlaginn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Áður en ég skrifa meira finnst mér vel við hæfi að segja að þessi mynd er að mörgu leyti mikil tímamóta mynd og fyrsta stóra Íslenska myndin að vísu að undanskilinni Saga Borgarættarinnar.

Einnig var þetta fyrsta stóra mynd Ágústar Guðmundssonar.

Myndin er byggð af söguni Gísla saga Súrssonar sem gerist að mestu leyti á Vestfjörðum.

Tökurnar í myndinni er ótrúlega fallegar og tónlistin er hreint mögnuð.

Mér fannst að vísu myndin ekki fylgja bókini nærri því nógu mikið.

Öll atriðin sem eiga að gerast í Noregi eru ekki tekin með, og mikilvægum tilvitnunum sem eru orðnar þjóðþekktar er sleppt.

Þögnin er vel nýtt, leikararnir stóðu sig kannski ekki fullkomlega en miðað við litla reynslu má segja að þeir hafi leyst hlutverk sitt vel.

Klippinginn er nokkuð góð.

Myndin endist ekki nægilega vel (barn síns tíma) en er þó fínasta mynd ef hún hefði tekið með atriði úr bókinni sem skipta miklu máli.

Myndin fjallar um bræðurna Gísla og Þorkel og Þórdísi systur þeirra og Þorgrím eiginmann hennar. Önnur persóna í myndinni er Vésteinn sem er mikill herramaður og hefur góð sambönd erlendis. Þorgrímur vill ekki gerast fóstbróðir Vésteins og því verður Gísli reiður útí Þorgrím (því að Gísli og Vésteinn eru mágar og fóstbræður). Þorkell heyrir að kona hanns elski Véstein og myndast miklar flækjur í kringum það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Haunted Mansion
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd var álíka og ég bjóst við.

Ég hélt að hún (myndin) væri ógeðslegri en hún er þannig að miðað við að þeir reyndu að gera myndina óhugnulega þá tókst það satt best að segja illa.

En The haunted mansion var miklu fyndnari en ég átti von á.

Eddie Murphy átti stórgóðan leik og tæknibrellurnar voru góðar.

Myndin var með mjög raunveruleg og ekki eins barnaleg og ég átti von á. Samt nokkuð týpísk Disneymynd ekki nálægt sögulegum klassa en þó frábær afþreyging.

Myndin fjallar um fasteignasala úr stórborg sem ákveður að fara í helgarfríi með fjölskyldunni. Þar ákveður hann að skoða eyðibýli sem er afar dularfullt - og hliðið vill ekki opnast strax.........

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hafið
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég sá hafið í kvikmyndahúsum landsins fékk maður sá myndina í bíói má segja að tvær grímur hafi runnið á mann.

Svo við byrjum á kostum myndarinnar.

Þá má hún eiga það að hún átti nokkur ansi flott skot og tökur.

Tónlistinn var svona sæmó(Að vísu svolítið klysjukennd)

Hilmir Snær átti góðan leik og að sjálfsöggðu ásamt að vísu nokkrum öðrum.

Þó var ákveðinn klíkuskapur í myndinni og ég held að almenningur sé að fara að þreystast á þessum sama hópi,Gunnari Eyjólfs,Jafnvel Hilmi Snæ,.

Myndinn gekk altof langt í dramtísk.

Og húmorinn of uppskriftalegur þó maður geti hleigið við og við er hann altof kreistur og gamall.

Söguþráður.

Maður nokkur stundar nám í París og kemur til Íslands með Kærustunni sinni .

Þar Hitta þau fyrir fjölskyldu sem í fyrstu virðist eðlileg en smám samann fattast hvað pabbinn er raunveruleg sick.

Atriðið með kindina var findið en allan

ferskleika og frumleika(Það sama) vantaði.

Því á þessi mynd hvorki skilið fleirri né færri stjörnur.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Opinberun Hannesar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einfaldlega ömulrleg mynd með lélegum söguþræði,Lélegum klippum,altof hæg,Léleg leikstjórn,lélegur leikur,átti að verða eins og fréttamynd en lýktist þó fremur verkefni í gagnfræði skóla.

Enda var kjánalegt að sýna hana á RÚV áður en hún fór í bíó.

Hugmyndinn um konur er gerð illa og ég veit eiginlega ekki alveg hvað Hrafn meinar þegar hann reynir að gera sérstakar myndir sem verða langdreignar myndir.

hún duggði bara í 3.daga í bíó sem er einhverra hluta vegna mikið gleði fréttir fyrir Hrafn og ekki lesa umfjöllunina sem hún fær í mogganum það er algjör tjara sem stendur þar um þessa mynd og eingöngu vegna pólitískrar stefnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Pianist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Pianist er ein af betri myndum sem gerðar hafa verið.

Hún er afar raunsæ og byggir á eigin lífs reynslu Roman Polanski.

Heimstyrjöldinn er einn sá hryllilegasti atburður sem komið hefur fyrir jarðarbúa og er okkur ótrúlega nálægur í tíma.

Lita samsetninginnn í mynidinni er hreint frábær,og ,Þjóðverjar hafa lofað að ráðast ekki inná neinn stað enn ráðast þó öllum að óvörum á Pólland þar fara þeir með ófögnuði . skyndilega fer að banna gyðinga á hina ýmsu staði og smám saman þrengist af þeim og flestir eru drepnir.

En þegar allt virðist ætla að fara niður á við hittir hann þýskan hermann til að bæta gráu ofan á svart................................

Hreint mögnuð mynd sem snertir tilfinningar manns verulega vel.

með öðrum orðum hreint mögnuð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tár úr steini
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að þegar ég settist í sófan og byrjaði að fylgjast með þessari þekkktu mynd gat ég ekki annað en átt von á góðu.

Og myndinn átti flottar tökur og flott tónlist.

En smám saman drógust stjörnurnar niður.

Þröstur leó fer harmförum í leiknum sínum.

Klippinginn og tökurnar(Sem mér finnst oft bráðna svolítið samann í eitt)var frábært tónlistinn var hreint afbraggð.

Söguþráðurinn var góður. En sum atriði hefðu alveg mátt vera styttri (s.s Skógar atriðið).Og einnig hefði mátt fá þjóðverja til að leika þjóðverja meðan tökurnar voru hvort eð er í þýskalandi.

Þó er það öllum hollt að sjá þessa frábæru Kvikmynd.

Söguþráður

Sagan gerist þannig að þekkt tónskáld að nafni Jón Leofs Býr í þýskalandi á milli heimstyrjalandanna.

Þegar líða tekur á heimstyrjöldina fara þau þó óneytanlega að hugsa um að stinga af til útlanda og að lokum

ákveður Jón að fara til íslands á meðan á harm förunum stendur en fjölskyldan ákveður þó að dvelja áfram í Þýskalandi.

Þegar þangað kemur klúðrast allt hjá Jóni hljómsveitin vill spila glaðleg lög en Jón alvarleg og að lokum gefst hann upp og lýkur dvöl sinni á íslandi.

Með drungalegum harmoniku leik.

Og á undarlegan hátt fer hann aftur til Þýskalands meðan heimstyrjöldinn stendur yfir .

Þar verða þau eylíft að loka gardýnunum svo ekki sjáist inn til þeirra.og að lokum fylst Fjölskyldan til Svíþjóðar en..........................................



Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kill Bill: Vol. 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég tel Kill Bill hreynt frábæra mynd.

Blóðið og kaflarnir eru afarfrumlega gerðir en þó er þessi mynd með flottan söguþráð og vel búna tónlist.

Leikararnir eru hreynt út sagt frábærir.

Söguþráðurinn virkar þannig að aðal sögupersónan á að drepa Bill ,en til að svo verði þarf hún að drepa Kínversk-Japansk-Bandarýskt ættaðan glæpa foryngja.

Þó var einn galli sem mér þótti miður stór eftir þessa snilld af mynd og það var byrnjunar atriðið sem mér þótti ekki enda mjög fyndið og fyndna atriðið varð einum of keim líkt því sorglega.

Samt sem áður frábær mynd sem ég mæli hiklaust með.

Að vísu ekki eins góð mynd og Purfection e þó væri synd fyrir kvikmyndarunendur að sleppa þessari mynd.

P.S. Teiknimyndinn er frábær.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Godfather
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Godfather (Guðfuðurinn1.Partur. )

Frábær mynd með Marlin Brandon og Al Pacino í aðal hlutverkum.

Litasamsetninginn er hreint frábær og þá sérstaklega ef við miðum við þann tíma sem myndin var gerð á.

Myndin fjallar um hina valda miklu Mafíuætt Corleone.

Einn bræðrana í fjölskylduni hefur þó haldið sig utan mafíunar og allt er reynt til að svo verði áfram

.Hann heitir Michael Corleone.

en þegar hræðilegir hlutir fara að koma fyrir guðföðurinn endar með því að Michael Corleone drepur hann mann í fyrsta sinn..............

Francis Ford Copolla er hreinn snillingur og ekki er Al Pacino verri en Marlin Brandon þrátt fyrir stuttan feril áður en þessi mynd var gerð.

Hreint frábær mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Casablanca
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að viðurkenna að þessi mynd var ekki sú besta af þeim myndum sem ég hef séð með H Bogart t.d fannst mér (The Tressiure of sierra madre í svipuðum gæðaflokk)og maltease Falcon fanst m´´er enþá betri.

Samt sem áður er þessi mynd hrífandi mynd með flottum senum,vandræðalegum þögnum o.f.l.

Bogart hafði´fyrir þessa mynd ágæta reynslu af kvikmyndum en dó þó fljótlega á eftir sökum reikinga.

Ingmar Bergman var ekki síður góð en hún vann þó af stórum hluta með eiginmanni hennar Da Silca meðan hún dvaldi á ítalíu.

Þessi mynd hefur ,góða spennu uppyggingu, gallalausan söguráð, Og kemst nálægt 4.stjörnum.en þó lít ég ekki á þessa mynd í klassa með allra bestu myndum Bogart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nói albínói
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi kvikmynd um Nóa Albínóa er að mínu mati alger tímamótamynd í sögu íslenskra kvikmynda.

Þarna kemur fram ungur leikstjóri; Dagur Kári og einnig frábær leikari að nafni Tómas Lemquist.

Bestur var þó hin reyndi leikari Þröstur Leó.

Myndinn er í í einu orði meistaraverk með góðri tónlist.

Þessi mynd er mun betri en ofklipptar gerfi glamúrmyndir s.s Bad Boys,Sea Biscuit,Hafið.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spy Kids 3-D: Game Over
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vil byrja á að segja að ástæða þess að ég fór á Spy Kids var eingöngu vegna 3-D gleraugsnanna. Þrátt fyrir þau var þetta ekki mjög merkileg sýning.

Leikararnir virðast hafa verið valdir að verulegu leiti af handahófi. 3-D gleraugun juku spennuna ekki vitund.

Söguþráðurinn hefði kannski hentað börnum en ég kipptist þó varla við.

Ég hef ekkert gott um þessa mynd að segja en sökum sæmilegrar grafíkur sleppur myndin og grafíkin með hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei