Gagnrýni eftir:
The Lord of the Rings: The Return of the King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hvað er hægt að skrifa það sem ekki er búið að skrifa um þessa mynd hér á kvikmyndir.is. Ég ætla bara að segja að þessi mynd var ROSALEG á öllum sviðum... Hvað gat klikkað? Leikararnir stóðu sig allir frábærlega, handritið frábært, leikstjórnin geðveik, myndatakan ein sú flottasta sem ég hef séð, tónlistin átti sinn part í myndinni, dramað frábært (munaði engu að maður táraðist ;)). Oki nóg komið að tala um hvað allt var frábært í myndinni (en þó ekki alveg), ég ætla nú aðeins að fara í söguþráðinn í stuttu máli. Varúð... miklir spoilerar
Fyrsta atriðið í myndinni er frábært þegar Smeagol tekur hringinn af frænda sínum og drepur frænda sinn að lokum, en það sýnir bara hve mikil áhrif hringurinn hefur á allt og alla. En svo fljótlega eftir það atriði förum við aftur á réttan stað eða til þeirra félaga Frodo, Gollum og Sam en þeir eru á hraðri leið til Mordor. Gollum er að reyna eins og hann getur að koma Frodo á móti Sam en það tekst á endanum þegar Gollum segir við Frodo að hann Sam hafi étið allt brauðið og ætli sér að taka hringinn af honum, þá verður Frodo reiður og sendir hann heim en hann kemur fljótt aftur til að bjarga Frodo en það var mjög flott. Svo hitta Merry og Pippinn aftur sína gömlu félaga, þá Gandalf, Aragorn, Gimla og Legolas en þeir tveir, Merry og Pippinn taka þátt í stríðinu mikla við The White Tower. Fararmir reynir enn að sýna hve mikill maður hann er við föður sinn en faðir hans reynir á endanum að kveikja í Fararmir lifandi en hann var búinn að senda hann í svokallaða sjálfsmorðferð. Hápunktur myndarinnar vita örugglega allir hver er en ég vill ekki vera að segja frá honum hér en það atriði er frábært. Lokaatriðið þegar Frodo skilur við félaga sína, Merry, Pippinn og Sam og fer yfir í annan heim að mér skilst skildi ég ekki alveg fyrst en svo var mér sagt af hverju og þá skildi ég vel hvað hafði gerst og af hverju.
Myndin er í alla staði frábær eins og ég hef sagt hér á undan en hún er besta myndin í trílogíunni og þar að auki besta mynd sem ég hef augum litið.
Kill Bill: Vol. 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin er hrein og bein snilld. Myndin fjallar um hvernig brúðurin/Black Mamba (Uma Thurman) sleppur með naumindum frá því að vera drepin af þeim Cottonmouth, California Mountain Snake, Copperhead, Sidewinder en voru þau ráðin af Bill til að drepa Black Mamba sem er eins og áður sagði Uma Thurman. Myndin fer fram og til baka í tímaröðinni en á það til að fara af leið en sem betur fer gerðist það ekki hér en sést vel hvað Quentin Tarantino hafði gott grip á þessarri mynd. Þegar Black Mamba kemst af sjúkrahúsinu fer hún strax að leita hefnda á fólkinu sem reyndi að drepa sig en á leiðinni færð þú að sjá Anime teiknimynd sem var mjög vel gerð og þegar Black Mamba þurfti að eigast við fullt af kínverskum meðlimum mafíu en þar fer myndin í það að vera svart/hvít en það tókst líka mjög vel upp. Fær Black Mamba flott Samúærjasverð (kann ekki að skrifa það en...) sem hún notar til að drepa fólk (auðvitað). Enginn kvikmyndaunnandi ætti að láta þessa mynd fram hjá sér fara en er hún án efa besta mynd sumarsins. Flott handrit, flottur leikur og svo er leikstjórnin auðvitað í góðum höndum Quentin Tarantino sem er í mínum augum GUÐ kvikmyndanna.
The Lion King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hin frábæra Lion King er loksins komin á dvd sem er frábært þar sem að þessi mynd fer beint í dvd safnið mitt allavega. Myndin fjallar um það þegar Scar vill verða konungur ljónanna en það gerist ekki nema hann nái að koma Mufasa frá völdum og reyna að koma syni hans eitthvað í burtu en það tekst eftir að hann drepur mufasar og segir við Simba að þetta hafi verið honum að kenna og segir honum að drífa sig í burtu svo að mamma hans yrði honum ekki reið. Þegar Simba er kominn í burtu hittir hann hina óborganlegu Timon og Pumpa en hjálpa þeir honum að komast yfir þetta. Eftir að mörg ár eru liðin þá hittir hann vonkonu sína úr æsku en vill hún að hann hjálpi þeim að komast í burtu frá Scar og gerir Simba það eftir smá lexíu apa. Myndin er teiknimynd í hæsta gæðaflokki og það ætti enginn að láta hana fram hjá sér fara. Myndin er vel teiknuð og allt er í hæsta gæðaflokki.
12 Angry Men
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mynd sem enginn kvikmyndaunnandi ætti að láta fram hjá sér fara. Hérna er um að ræða kviðdómendur sem reyna að komast að sannleikanum í máli sem þeim var falið. Það var nokkuð augljóst fannst öllum nema einum að hann var sekur en náði sá hinn sami að koma öllum yfir á sitt band eftir að hann sýndi fram á það að vitnisburðurinn hafi ekki verið nógu augljós. Leikararnir eru allir frábærir og leikstjórinn nær að kreista fram spennu út úr einu litlu herbergi en hef ég ekki séð það verið gert svona vel fyrir utan Hitchcock myndina Rear Window.
The Lord of the Rings: The Two Towers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það er svo langt síðan að ég sá þessa mynd (sá hana seinast þegar hún var að hætta í bíó og nenni ekki að taka hana á spólu/dvd þar sem að ég bíð spenntur eftir extendet cut)þannig að ekki bögga mig á því ef ég skrifa eitthvað rangt um hana. Mynd er í alla staði ótrúlega góð en er þó ekki jafn góð og fyrsta myndin (fellowship of the ring) í þessarri trílógíu. Það sem mér fannst vanta var meira ævintýri í söguþráðinn því mér fanns við bara vera í einu stóru stríði. Í þessum hluta meistarstykkis Lord of the rings fá þeir félagar Sam og Frodo eina aukaveru til að fylgja þeim til myrkravirkisins Mordor en er það enginn annar en Gollrir. Eftir að Merry og Pippin sleppa með naumindum frá orkum hitta þeir Treebeard og hann Gandalf aftur. Bilbó, Aragorn og Legolas lenda í miklum erfiðleikum með að halda för sinni áfram en lenda þeir í áras af Vörgum þar sem Aragorn verður viðskila við hópinn en kemur þó aftur á síðustu stundu í Helms Deep þar sem Orkar Sarúmans eru að fara að ráðast á þá. Eftir þetta er hið mikla stríð í Helms Deep en ná Aragorn og félagar að knýja fram sigur með hjálp Gandalfs. Myndin er vel leikin, handritið gott og alls ekki neitt hægt að kvarta undan leikstjórn en er hún í góðum höndum Peter Jackson.
The Big Lebowski
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The Big Lebowski er mynd um mann sem kallaður er DUDE en heitir í rauninni Lebowski, þegar ráðist er inn á heimili hans og sagt að hann skuldi þeim peninga sem brjótast þar inn en vill hann ekki minnast þess en pissar þá einn af þeim á teppið hans. Daginn eftir ákveður hann að kíkja til Mr. Lebowski sem greinilega skuldar þeim sem brutust inn til DUDE peninga. Konu Mr. Lebowski hefur verið rænt og er DUDE sendur af Lebowski til þess að afhenda peninginn. En vinur DUDE vill halda milljóninni sem DUDE átti að láta ræningjana hafa svo Lebowski gæti fengið að hitta konu sína aftur. Mr. Lebowski fréttir þetta og er hann ekki mjög ánægður. Fattar DUDE svo að enginn peningur hafði verið í skjalatöskunni og veit þar með að hann vilji láta drepa konuna sína.
Finding Nemo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ath. Gæti spillt.
Þetta er án efa besta Pixar mynd allra tíma að mínu mati þó að toy story 2 sé ekki langt frá því. Þessi mynd byrjar á að ráðist er á öll eggin af hákarli hjá móðir og föður Nemo en skildi hann eitt egg eftir og ákvað pabbinn að skíra hann Nemo. Eftir þetta atvik varð hann svo hræddur við að synda í sjónum að hann gat varla sleppt höndinn af Nemo. Þegar Nemo fer í fyrsta daginn í skólanum fer kennarinn með krakkanna að stað sem kallaður er The Drop off. Ekki er hann svo ánægður meðþað heldur syndir eftir hópnum og sér þar að 4 krakkanna að meðtöldum Nemo hafa ákveðið að fara sem næst bátnum sem þeir sáu þar rétt hjá. Þegar hann kemur og sér að Nemo sé þar hugsanlega að fara að bátnum skammar hann hann. Þegar hann fer svo að tala við kennarann ákveður Nemo að synda að bátnum og hann gerir það og snertir hann sömuleiðis. Þegar Nemo er að synda til baka tekur einn kafari Nemo og fer með hann upp í bát og siglir burt.
Þegar hann er að synda eftir bátnum lendir hann á bláum fiski sem gleymir öllu sem gerist, en nóg um það ákveður blái fiskurinn að hjálpa honum og lenda þeir félagar í ýmsu sem þeir hefðu kannski viljað sleppa við eins og að hitta hákarla og lenda í því að þurfa að syna gegnum bleika fiska sem stinga þig ef þú rétt kemur við þá. Þegar þeir synda þarna í gegn lendir Dori (blái fiskurinn) í því að snerta hann og þarf hann þá að snúa við og bjarga honum en við það stingst hann í þetta líka. Þegar þeir ranka við sér voru það Skjaldökur sem björguðu þeim.
Var farið með Nemo í fiskabúð og var þar keyptur af tannlækni sem setti hann í fiskabúr ásamt öðrum fiskum. Ætlar tannlæknirinn að gefa frænku sinni fiskinn en er hún þekkt hjá þeim félögum sem dráparinn því að hún hættir aldrei að hrista pokann þannig að fiskarnir deyja. Reyna þeir að koma Nemo burt úr búrinu en reyna þeir að gera búrið mjög skítugt svo að tannlæknirinn þurfi að lokum að hreinsa búrið en keypti hann tæki sem hreinsar búrið sjálfkrafa, þannig að sú leið misheppnast.
Dori og faðir Nemo halda áfram sinni leit að honum eftir að þeir hafa fundið gleraugu eins kafarans þar sem á stendur hvar hann eigi heima en var það Sydney. Þegar þeir félagar koma til Sydney tekur einn fuglinn þá upp í sig og flýgur með þá til Nemo sem þykist þá vera dáinn en svo er sko aldeilis ekki. Myndin er mjög góð í alla staði og hvet ég alla til að fara á þessa mynd þegar hún kemur hingað til Íslands en sá ég hana í kvikmyndahúsum erlendis.
Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Pirates of the Caribbean
Myndin fjallar um sjóræningja að nafni Jack Sparrow (Johnny Depp) en var hann skilinn eftir á eyðieyju og átti að láta hann deyja þar. Þegar hann sleppur þaðan ákveður hann að finna sér skip til að sigla á og leita uppi Svörtu Perlunna sem er sjóræningjaskip. Ekki gengur það upp hjá honum að ræna skipi heldur er hann settur í fangaklefa. Á meðan vist hans stóð þá ráðast skipverjar skips Svörtu Perlunnar en er Elizabeth Swann (Keira Knightley) rænt þaðan og vill Will Turner (Orlando Bloom) fá hana aftur en var hann hrifinn af henni. Ekki vilja þeir Norrington (Jack Davenport) og félagar hlusta á hann en vill hann gera samning við Jack Sparrow um að sýna sér leiðina að Svöru Perlunni. Tekur Will Turner málið sér í hendur og fær Jack Sparrow til að aðstoða sig.
Liggur bölvun á Svörtu Perlunni en er hún þannig ef allir gullpeningarnir og blóð sjóræningsins sem átti hann rata ekki í kistuna fá þeir aldrei að bragða á víni né eplum aftur. Finna þeir peninginn en eru með vitlausa manneskju en þurfa þeir blóð Will Turners.
Leikstjóranum tókst mjög vel upp með þessa frábæru mynd sem er án efa skemmtilegasta og besta mynd sumarsins, tæknibrellurnar góðar og handritið líka. Leikararnir stóðu sig með ágætum allir með tölu þó að Johnny Depp hafi staðið aðeins upp úr.
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fellowship of the ring er fyrsta myndin af þremur af lord of the rings trílógíunni sem er til þessa búin að vera frábær en er þriðja og seinasta myndin að koma í bíó núna í desember. Þetta er uppáhaldsmyndin mín enda mjög góð mynd hér á ferðinni.
Myndin fjallar í stuttu máli um Hring sem Frodo Baggins fékk að gjöf frá frænda sínum Bilbó en gaf hann honum hann vegna þess að hann var að fara í frí til álfanna og ætlaði sér þar að klára bók sem hann var að skrifa. Kemst Gandalf að því að þetta er enginn venjulegur hringur heldur hringur myrkradróttins Sauron. Ekki er hægt að sitja á rassinum heldur þurfa þeir félagar Sam og Frodo að fara með hringinn í Rofadal þar sem ákveðið var um örlög hringsins.
Í Rofadal var svo haldið þing sem Elrond stjórnaði, urðu allir sammála um að fara og eyða hrignum en þurfa þeir að labba inn í Mordor og kasta hringnum þangað sem hann var uppruninn í Mount Doom. Föruneytarnir verða alls níu: Frodo, Sam, Gandalf, Aragorn, Gimli, Boromír, Legolas, Pippin og Merry.
Leikstjórinn Peter Jackson er einn af mínum uppáhaldsleikstjórum en gerði hann margar splatter myndir eins og the frighteners, Meet the Feebles, Bad Taste, Braindead og miklu fleiri spennandi og skemmtilegar myndir. Þessi frábæra mynd er allt öðruvísi heldur en þessar myndir sem ég nefndi en er þetta spennu/dramamynd ef þar má að orði komast, ekki jafn mikið og rugl og hans fyrri myndir. Allir leikararnir stóðu sig frábærlega en ætla ég ekkert að vera að nefna einn og einn.
Citizen Kane
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Citizen Kane
Citizen Kane er eina af þeim myndum sem þarf ekki að kynna fyrir alvöru kvikmyndaáhugamönnum. Það er oft talað um þessa mynd sem bestu mynd allra tíma og finnst mér það ekki svo vitlaust.
Þessi mynd fjallar um líf blaðamannsins Charles Foster Kane en blað hans var þekkt fyrir að slúðra um þingmenn. Charles Foster Kane varð frægari með hverjum deginum sem leið og fyrr en varir þá var hann á vörum alls fólks, allir urðu mjög ánægðir með útkomu blaðsins. Ákveður hann að fara í framboð og teljast möguleikar hans mjög miklir þó að það endi með tapi hans. Eignaðist hann svo konu sem var söngkona mikil, þó ekki mjög góð til að byrja með. Charles Foster Kanekeypti handa henni risastórt óperuhús svo hún gæti sungið. Henni gekk illa til að byrja með að syngja en stóð hann alltaf við bakið á henni og studdi hana áfram.
Verður hann svo mjög svekktur þegar hún ákvað að fara frá honum, slær hann hana og brýtur allt og bramlar inn í herberginu sem þau voru í, róast hann mjög við að horfa á snjókúlu en minnti það hann á æsku sína, tók hann hana upp og labbaði úr herberginu og ekki sást til hans lifandi aftur. Verkefni eins fréttamannsins var að finna út hver voru hans seinustu orð.
Leikarar myndarinnar stóðu sig flestir með prýði en stóð Joseph Cotten nokkuð upp úr en lék hann Charles Foster Kane. Myndin var í alla staði skemmtileg og spennandi og dramað var alltaf í fullum mæli.
Analyze That
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Analyze That
Hérna er framhaldið af lífi mafíuforingjans Paul Vitti (Robert DeNiro). Í byrjun myndarinnar kemst hann að því að einhver vill hann dauðan þegar hann er í fangelsi og reynir hann hvað sem er til að komast úr fangelsinu og finna hver það er. Til þess að komast úr fangelsinu byrjaði hann að syngja lagið úr West Wind Story “I feel pretty o so .......” og viti menn það tókst. Var Paul Vitti settur í umsjá geðlæknisins Ben Sobel (Billy Crystal) sem reyndi að hjálpa honum að lifa lífinu eðlilega, finna sér vinnu og svona þótt það gekk upp og ofan. Svo loksins fann hann eitthvað við sitt hæfi en átti hann að hjálpa til við gerð sjónvarpsþátt. En svo þegar það virtist allt vera að ganga upp hjá Viti þá er reynt að drepa hann. Stuttu eftir það ákveða þeir að reyna að taka lögreglutrukk fullan af gulli sem Ben Sobel ákveður að taka þátt í og er alls ekki ánægður með þegar upp er staðið.
Leikstjóranum Harold Remis tókst ágætlega að gera þessa mynd þótt einhver annar leikstjóri hefði getað gert þessa mynd betri. Myndin er með pínu húmor þótt hún eigi að vera spennandi allan tímann þótt ég geti ekki sagt að ég hafi verið fastur í sætinu mínu allan tímann.
Twelve Monkeys
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
12 monkeys er frábær mynd um hvernig vírus nær að dreifa sér og drepa yfir 5 billjón manna árið 1996. Spennan er alltaf í hámarki og pælingar miklar sem gera þessa mynd að algjöru meistarastykki.
James Cole (Bruce Willis) er maður úr framtíðinni sem á víst að ferðast aftur í tímann til að koma í veg fyrir að þessi vírus nái að breiða úr sér. Ekki gengur honum sem skildi til að byrja með en fór hann á geðveikraheimili. Það var ekki fyrr en að hann rændi Dr. Kathryn Railly (Madeleine Stowe) og sannfærði hana um að þessi vírus væri að koma á jörðina og viti menn fyrr en varir var hún byrjuð að trúa honum, byrjaði hún þá að hjálpa honum að heifta útbreiðslu þessarar vírusar. Allt sem kom fyrir James Cole var hann þegar búinn að upplifa í draumi eða fyrir löngu síðan þar sem að hann var jú búinn að ferðast með tímavél fram og aftur í tímann. Geðsjúklingurinn Jeffrey Goines (Brad Pitt) stofnaði her apanna 12, en hélt James Cole að hann þyrfti að stoppa þá til að verjast vírusnum en svo var nú aldeilis ekki því að þeir voru bara með eitt markmið í huga og það var að frelsa öll dýr.
Brad Pitt stóð sig frábærlega en var þetta sú mynd sem koma honum á stjörnuhiminimm. Aldrei hefur mér líkað Bruce Willis en fannst mér hann standa sig ágætlega en passaði hann mjög vel í hlutverk sitt. Ég ætla ekkert að vera að segja mikið um Madeleine Stowe en var hún í rosa auðveldu hlutverki annað en Brad Pitt og Bruce Willis. Myndin var frábær og ég skemmti mér vel yfir henni allan tímann.
American Wedding
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
American Wedding
Sagan um líf Jim og félaga heldur áfram í einni fyndnustu mynd sumarsins. Nú er komið að því, brúðkaup Michelle og Jim er á næsta leyti. Ekki ætlar það að ganga eins og í sögu eins og hvað annað sem þeir félagar taka fyrir höndum. Systir Michelle mætir í brúðkaupið en er það Finch og Stifler sem rífast um hana, Stifler breytist úr kynvilltum stráki yfir í saklausan háskólastrák til þess að heilla systir Michelle. Kvöldið fyrir brúðkaupið lítur út fyrir að allt muni ganga upp en drepur Stifler þá blómin sem Michelle valdi fyrir brúðkaupið. Ekki er það bakan sem er í aðalhlutverki hérna eins og í fyrstu myndinni heldur er það rakvélin sem Jim tekur fyrir höndum og ákveður hann að raka á sér skapahárin fyrir Michelle.
Hér er um að ræða frábæra grínmynd sem er jafnframt þriðja american pie myndin. Leikstjórinn Jessa Dylan gerði þessa mynd en hefur hann gert eina aðra mynd sem heitir How High. En ég verð að segja að honum tókst mun betur með þessa mynd heldur en þá fyrri. Var það Seann Willam Scott (Stifler) sem hélt stuðinu gangandi í þessarri frábærru gamanmynd líkt og hann gerði í fyrri tveimur.
Ghostbusters
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
GhostBusters
Ghostbusters er grín/spennumynd sem fjallar um menn sem reyna að útrýma draugum. Byrjaði þetta á því að hringt var frá bókasafni og sagt að fundist hafi draugur, fara þeir félagar að athuga málið og viti menn finna þeir ekki draug sem er að lesa bók og vill ekki að það sé verið að trufla sig. Eftir að Dr. Peter Venkman er rekinn úr háskólanum ákveða þeir félagar að stofna fyrirtæki að nafni GhostBusters og áttu þeir að fjarlæga drauga þó það fyrirtækið byrjaði í fjárhagslegum erfiðleikum.
Eftir nokkurn tíma þá virðist allt ætla að ganga upp hjá þeim, þeir voru á forsíðum allra tímarita og þeir voru meðal annars í sjónvarpinu. Ekki ætlaði hann Walter Peck að leyfa þeim félugum að halda áfram með þetta fyrirtæki, en kom hann inn á skrifstofu þeirra, fór með lögreglumanni og rafvirkja niðri kjallara þar sem þeir geymdu draugana og slepptu þeir þeim út, og þá varð fjandinn laus en þurftu þeir í GhostBusters að fara að bjarga málunum.
Leikstjóranum Ivan Reitman tókst vel upp með þessa mynd en eru tæknibrellurnar í hæsta gæðaflokki miðað við það að myndin sé frá 1984. Leikarinn Bill Murray leikur mjög skemmtilega persónu í þessarri mynd en leikur hann heimskan “vísindamann” sem er aðallega að reyna að heilla eina stúlku þegar hann er ekki á eftir draugum.
The Pianist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd um píanóleikara sem á erfitt verkefni fyrir höndum og það var að komast fram hjá því að vera drepinn af þjóðverjum þar sem að hann er gyðingur. Allir gyðingar voru látnir þræla fyrir þjóðverja og ef að þeir gerðu e-ð rangt voru þeir drepnir. Allir gyðingar máttu aðeins eiga 2000 (man ekki hvað gjaldmiðillinn var en...) þegar þeir fóru af heimili sínu yfir á svæði gyðinga en þeir máttu ekki eiga heima á sama stað og aðrir. Ákveða þeir að gera uppreins sem gengur upp og ofan. Loksins gera Rússar áras og þjóðverjana og vill ég ekki segja meira en þetta....
Bruce Almighty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hér er á ferðinni enn eina fyndna myndin með Jim Carrey. Myndin fjallar um hinn óborganlega fréttamann sem er mjög óánægður með lífið og kennir guði um. Guð (Morgan Freeman), orðinn mjög pirraður á þessum athugasemdum sem hann gerir um guð og ákveður að gefa honum krafta sína. Notar hann þessa krafta fyrir sjálfan sig til að byrja með en sér svo að þetta er ekki eins auðveld þegar hann á að fara að ákveða hvaða bænir hann uppfyllir og ákveður hann að gera bara YES við öllum en endar það með styrjöld ef svo má kalla það.
Jim Carrey er nokkuð góður í þessarri mynd líkt og Morgan Freeman.