Gagnrýni eftir:
Flightplan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ef þetta væri ein af þeim myndum sem hægt er að hlæja að eftirá fyrir það hvað hún er léleg þá myndi ég gefa henni eina stjörnu. Hún fellur sem sagt ekki í þann flokk. Hún fellur í flokk mynda sem höfðu peninga til ráðstöfunar en gátu ekki notað þá til að fela lélegt handrit.
Ef þú sérð myndina, taktu þá eftir því hvað flugvélin hristist raunverulega.
A History of Violence
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eftir að hafa lesið umfjöllunina um History of Violence hér á kvikmyndir.is þá varð ég hreinlega að skrifa hér nokkur orð.
Ég held að ég hafi sjaldan séð jafn slaka mynd og þessa. Byrjunin á henni er alveg út úr kortinu þar sem lélegur leikur, verri leikstjórn og þunnur söguþráður fléttast saman í algjöra dellu. Þar sem ég hafði séð marga góða dóma um þessa mynd þá gaf ég ekki upp vonina heldur beið spenntur eftir að myndin byrjaði. Hún byrjaði aldrei! Aftur og aftur komu atriði sem áttu að sýna sálfræðilega togstreitu aðalpersónunnar og hvernig hann barðist við fortíð sína. Þetta var hins vegar svo ótrúverðugt að Tommi og Jenni eru eins og heimildamynd við hliðina á þessu.
Ef þú ert ennþá að velta því fyrir þér að sjá þessa mynd eftir umjöllun mína, þá er það vegna þess að þú hefur gaman að lélegum myndum yfirleitt og þá er ekkert því til fyrirstöðu að skella sér á hana.
Stjörnuna einu gef ég myndinni fyrir skemmtanagildi sem lélegar myndir hafa, svona eftirá. Maður getur sem sagt hlegið að myndinni eftir á og það er nú hollt að geta hlegið.