Gagnrýni eftir:
Scooby-Doo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Nú er scooby doo kominn á hvíta tjaldið og grunaði mig það aldrei fyrr en ég heyrði um að það stóð til að þessi mynd væri gerð og voru þetta með uppáhalds þáttunum mínum á cartoon network en þarna eru þau sömu scoopy doo, Daphne, Fred, Velma, Shaggy en bara í leikhlutverkum en ekki teiknimyndapersónur eins og í þáttunum. Þau eru ekkert breytt samt og finnst mér leikararnir passa alveg geisilega vel inn í hlutverkin og eru alveg eins. Sarah Michelle Geller er svo fráær og tekur sig vel út sem Daphne en hún er betur þekkt sem Buffy og fyrir leik sinn í I Know What You Did Last Summer. Freddie Prinze yngri er svo alveg meiriháttar sem Fred en hann er betur þekktur úr Boys and Girls og líka I Know What You Did Last Summer myndunum. Svo er það Velma sem er leikin af Lindu Cardellini og hefur hún ekki leikið mikið en samt í legally blonde sem var sýnd í fyrra. Matthew Lillard fer svo með hlutverk Shaggy sem er besti vinur scoopy doo. Í þessari mynd fara ráðgátur ehf að ransaka verkefni á draugaeyju en þar er margt að gerast og margt dularfullt og þið fáið að vita hvernig allt fer með það í myndinni en þú getur skemmt þér þótt stundum komi einhver ógeðsleg atriði þá er þetta stórkostleg mynd og hvort sem þú fýlar þættina eða ekki kíktu á hana hún er fyrir alla eins og þig en næsta mynd kemur árið 2004 en á meðan verðum við að bíða og hvað leysa ráðgátur ehf næst?