Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Lord of the Rings: The Return of the King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrstu 2 Lord of the Kings myndirnar voru að mínu mati æðislegar, en þessi þriðja og seinasta stendur allra hæst uppúr. Return of the King er bara einhver albesta mynd síðasta árs og á Óskarinn svo innilega vel skilið. Þetta er eiginlega mynd sem hefur allt: magnaðar tæknibrellur, snilldar tónlist, góður leikur, óhugnanleg og spennandi atriði (þar á meðal átökin við Shelob) ásamt fjölda af öðru. Bardagaatriðin eru alveg meiriháttar, og mér fannst Gondor-orrustan (með fílanna) alveg ógleymanleg, og sérstaklega einvígið milli Éowyn og 'The Witchking'. Svo má alls ekki gleyma því að minnast á leikframmistöðurnar. Sean Astin (Sómi) stóð sig með stakri prýði, og gerði karakterinn sinn svo yndislega hugrakkann að maður var bara nánast stoltur af honum, meðan á sama tíma sýndi maður geysimikla samúð fyrir honum. Sagan hélt líka sínu striki, og hélt verulega góðu flæði. Þó svo að viss smáatriði voru sleppt náði söguþráðurinn að haldast uppi.Í heild sinni er Return of the King magnaður endir á magnaðri sögu, algjör skylduáhorf fyrir hvern og einn sem fílar góð ævintýri.

Þessi mynd er, einsog Gollum segir:

algjört Precious..!!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spirited Away
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einhvern veginn finnst mér eins og Anime-myndir gætu varla orðið mikið betri en þetta. Spirited Away er algjör perla, og þokkalega ein af mínum uppáhalds myndum. Allt við þessa mynd er stórkostlegt: hvort sem það er sagan, teikningin, ímyndunaraflið, persónurnar eða jafnvel tónlistin, alveg brilliant. Það sem gerir þessa mynd svo rosalega ólíka frá öðrum teiknimyndum er hversu æðisleg sagan er, og fyrst myndin er rúmlega 2 klukkutímar það sýnir að hún er alls ekki eins og venjulegar Disney myndir. Teikningin er líka svo flott og gallalaus að ég er viss um að tölvur hefðu ekki getað fullkomnað þetta meira. Spirited Away er eitt af mörgum meistaraverkum Hayao Miyazaki (Princess Mononoke, Nausicaa og the Valley of the Wind og fl.). Hún er bæði yndislega falleg og inniheldur

spennu sem hann nær að grípa mann alveg frá upphafi til enda. Hún nær alveg að töfra mann upp úr skónum. Lokamálið er einfaldlega þannig að þetta er óviðjafnanleg mynd, annað hvort elskar maður hana eða þolir hana ekki, og það er nú varla hægt að segja neitt sem manni líkar ekki við í henni. Svo fullkomin er hún.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei