Einhvern veginn finnst mér eins og Anime-myndir gætu varla orðið mikið betri en þetta. Spirited Away er algjör perla, og þokkalega ein af mínum uppáhalds myndum. Allt við þessa mynd er stórkostlegt: hvort sem það er sagan, teikningin, ímyndunaraflið,...
Einhvern veginn finnst mér eins og Anime-myndir gætu varla orðið mikið betri en þetta. Spirited Away er algjör perla, og þokkalega ein af mínum uppáhalds myndum. Allt við þessa mynd er stórkostlegt: hvort sem það er sagan, teikningin, ímyndunaraflið, persónurnar eða jafnvel tónlistin, alveg brilliant. Það sem gerir þessa mynd svo rosalega ólíka frá öðrum teiknimyndum er hversu æðisleg sagan er, og fyrst myndin er rúmlega 2 klukkutímar það sýnir að hún er alls ekki eins og venjulegar Disney myndir. Teikningin er líka svo flott og gallalaus að ég er viss um að tölvur hefðu ekki getað fullkomnað þetta meira. Spirited Away er eitt af mörgum meistaraverkum Hayao Miyazaki (Princess Mononoke, Nausicaa og the Valley of the Wind og fl.). Hún er bæði yndislega falleg og inniheldur
spennu sem hann nær að grípa mann alveg frá upphafi til enda. Hún nær alveg að töfra mann upp úr skónum. Lokamálið er einfaldlega þannig að þetta er óviðjafnanleg mynd, annað hvort elskar maður hana eða þolir hana ekki, og það er nú varla hægt að segja neitt sem manni líkar ekki við í henni. Svo fullkomin er hún.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei