Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Chasing Liberty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd og fannst hún æði! Bæði finnst mér Mandy Moore frábær leikona og söngkona og líka því ég dýrka rómantískar gamanmyndir. Hún fjallar um stelpu sem er dóttir forseta Bandaríkjanna og hún er þreytt á því að fá aldrei að gera neitt sjálf. En svo leyfir pabbi hennar að fara á tónleika en svo sér hún fullt af fulltrúum og leggur af stað í eitt stórt ævintýri. Þannig að ég mæli eindregið með þessari mynd og finnst hún alveg frábær.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Crossroads
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd. Ég fór á fyrstu frumsýninguna og ég dýrka þessa mynd. Britney er frábær hvað sem allir segja. Og auðvitað Zoe og Anson held ég. Þarna eru lucy , Mimi og Kit á lífsferð að finna sig í lífinu. Lucy er drottning nördanna, Kit er drottning þeirra vinsælu og Mimi drottning ræflanna. Þær voru einu sinni bestu vinkonur en það breytist. Núna fara þær saman í ferð til L.A og hver veit hvað gerist? Og gaurinn sem keyrir heitir Ben. Og strax vakna straumar milli Bens og..... best að segja ekki frá því. Mér finnst vera bull að þessi mynd sé ömurleg og því gef ég henni fjórar. Farið og horfið á Crossroads.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Daddy Day Care
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á myndina með bróðir mínum. Okkur báðum fannst myndin mjög skemmtileg. Eddie Murphy passaði mjög vel í hlutverkið sitt. Þessi mynd er fyndin ,dúlluleg og sæt. Stundum drap maður sig úr hreinlega úr hlátri. Hún er um tvo pabba sem missa vinnuna sína og verða atvinnulausir. Allt byrjar soldið illa en sumir vilja spilla fyrir þeim og sérstaklega skólastýran úr Kappa skóla. Hún er allavega þess virði að þið kíkið á hana!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei