Gagnrýni eftir:
Catwoman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég veit eiginlega ekki hvað segja skal um Catwoman en allavega byrjum á því að segja að hún hafi verið léleg þar til Halle Berry fór í búninginn, eftir það varð afspyrnu léleg og móðgun við kvikmyndagerð. Hræðilegt handrit, illa leikin, aukapersónur klisjukenndar og lélegar, húmór og frasar á því plani að maður skammaðist sín fyrir að heyra þá og leikstjórnin hræðileg. Held að ég noti bara orð Kurtz ofursta til að lýsa þessari mynd:The horror, the horror. Og myndin lítur ekki út fyrir að hafa kostað það sem fór í hana, 100 milljónir dollara.
Þessi mynd mun eiga í harðri samkeppni við Opinberun Hannesar um titilinn versta mynd ársins.
Bad Boys II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég veit eiginlega ekki hvað á að segja um þessa mynd nema allavega að þetta er enn sem komið er versta mynd ársins. Ekkert handrit, illa útfærður hasarnema lokaatriðið er þokkalegt en auðgleymanlegt. Húmorinn missir alveg marks og myndin er einhvern veginn uppfull af bjánalegum atriðum eins og bílaeltingaleikurinn þar sem bílum er kastað á hraðbrautina(stolið úr The rookie), minnti mann á Tetris og svo ecstacy-auglýsingin. Persónur einstaklega klisjukenndar og ómerkilegar. Ef ég á lýsa viðbrögðum mínum og þeirra sem áhorfðu þá var það samdóma álit fólks að þetta væri hryllingur, einn gekk út eftir klukkutíma því hann gat ekki meir og mér fannst ég hafa verið misnotaður og þurfti að baða mig eftir á. Eins og einhver orðaði það, þessi mynd kemur í staðinn fyrir manndómsraun indjána þar sem krókum er þrætt í gegnum geirvörturnar á manni og maður hengdur upp. Forðist nema þið séuð masókistar!
Lolita
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Lolita er byggð á umdeildri skáldsögu Vladimir Nabokovs og segir frá prófessor sem verður ástfanginn af Lolitu sem er unglingsdóttir leigusala hans og afleiðingum þess. James Mason er hreint út sagt frábær í hlutverki prófessorsins og Peter Sellers fer einnig á kostum í hlutverki leikritarskálds sem hefur einnig talsverðan áhuga á Lólítu. Sue Lloyd stendur sig með prýði sem Lolita og Shelley Winters gerir sér mat úr hlutverki móður Lólítu. Þetta er ein af þessum myndum sem verða betri og betri því oftar sem maður sér hana og Kubrick sannar þarna enn eina ferðina snilld sína sem leikstjóra.
The Indian Runner
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin segir fra tveimur olikum bræðrum og tengslum þeirra við hvorn annan. Annar er lögreglumaður i smábæ i Nebraska en hinn er nýkominn til baka frá Víetnam og er með talsverð vandamál. Vel skrifað handrit hjá Penn og örugg leikstjórn gera þetta að feiknasterku drama. Leikurinn er virkilega góður og þá sérstaklega hjá Viggo Mortensen sem annar bræðranna. Charles Bronson er einnig hreint út sagt frábær sem faðir bræðranna og sannar það að hann sé góður leikari fyrir þeim sem voru vantrúaðir á það. Benicio Del Toro bregður rétt fyrir í litlu hlutverki.
Deuces Wild
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Deuces wild segir frá klíku nokkri í Brooklyn ca. 1950 sem lendir upp á kant við annað gengi og vandræðin sem upphefjast út frá því. Frekar klisjukennd mynd rúllar í gegn þokkalega þökk sé góðum leik hjá Dorf, Norman Reedus og sérstaklega Balthazar Getty. Manni leiðist allavega ekki í þennan 1 og hálfan tíma sem myndin er. Annars er notkun leikstjórans á slowmotion frekar viðvaningsleg og vanhugsuð.
Texas Rangers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vestri um hóp ungra manna sem ganga til liðs við löggæslusveitina Texas Rangers undir stjórn Leander McNally(Dylan McDermott) og lenda í baráttu við illskeyttan útlagahóp. Gamaldags vestri að sumu leyti með ágætri keyrslu og skilar sér sem hin þokkalegasta afþreying. Þeir sem hafa eitthvað lesið sér til um þetta munu örugglega taka eftir hversu karakterinn McNally og undirforingi hans Frank Bones(Randy Travis) eru nálægt sannleikanum um þá.
Blue in the Face
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Framhald af Smoke er alls ekki eins gott. Miðpunktur myndarinnar er líkt og áður tóbaksbúðin sem Harvey Keitel er búðarloka í. Eiginlega enginn söguþráður er í myndinni, heldur er hún frekar stuttar senur sem eru spunar á staðnum og kemur það misvel út. Hápunkturinn er þó samtal Keitels við Jim Jarmusch sem er að reykja sína síðustu sígarettu, frábært atriði. Í heildinni er myndin miðlungur, hvorki slæm né góð.
Where Eagles Dare
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Breskir hermenn ásamt einum Bandaríkjamanni freista þess að bjarga bandarískum hershöfðingja úr haldi Þjóðverja en hershöfðingi þessi hefur vitneskju um innrás Bandamanna í Evrópu. Ein af bestu stríðsmyndum í anda Guns of Navarone(einnig e. sögu McLean) er uppfull af spennu, hasar, fínum leik og söguþræði sem tekur óvæntar stefnur. Klassík!
Excess Baggage
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Excess baggage segir frá ofdekraðri auðkýfingsdóttur sem setur á svið rán á sjálfri sér til að fá athygli föður síns en þegar bílaþjófur rænir bílnum sem hún er í taka málin aðra stefnu. Þetta er með eindæmum slæm og leiðinleg mynd og algjör sóun a hæfileikum þarna á ferð. Alicia Silverstone sem lofaði góðu með Clueless er svo eindæma leiðinleg og karakterinn hennar óþolandi. Del Toro fær úr engu að moða og passar engan veginn ekki sem love interest. Eini ljósi punkturinn er Walken sem er traustur að vanda.
Novocaine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágæitis film noir um tannlækni sem fellur fyrir sjúklingi sínum og vandræðum sem upphefjast fyrir hann eftir það. Hin þokkalegasta afþreying sem skilur kannski ekki mikið eftir sig en manni er skemmt og leiðist allavega ekki yfir henni. Góður leikur líka en karakterinn hans Martins tekur kannski fullheimskulegar ákvarðanir.
Dirty Harry
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein besta löggumynd allra tíma, jafnvel sú besta, segir frá harðjaxlaninum Harry Callahan sem er í morðdeild lögreglunnar í San Francisco og eltingaleik hans við geðveikan morðingja(snilldarvel leikinn af Andrew Robinson). Harry vílar ekki fyrir sér að brjóta lög og reglur til að ná sínum manni enda helgar tilgangurinn meðölin hjá honum. Þetta er ein besta mynd Clints og einnig Don Siegels þar sem allt leggst á eitt um að gera þetta frábæra mynd. Karakterinn Dirty Harry setti standardinnh í arðjaxlalöggum sem miðað er við. 4 framhöld voru gerð af henni og ótal eftirlíkingar og enn er vitnað í þessa stöku snilld. Ómissandi fyrir kvikmyndaáhugamenn.
Play Misty for Me
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyrsta mynd Clint Eastwoods sem leikstjóra er mögnuð spennumynd um plötusnúð í Californíu sem er ofsóttur af kvenkyns aðdáenda. Myndin byggist vel upp og er nokkuð spennandi og leikur góður sérstaklega hjá Jessica Walters. Annars er alveg greinilegt að Fatal attraction er byggð á þessari mynd. Leikstjórinn Don Siegel sem stýrði Eastwood í Dirty Harry o.fl. myndum bregður fyrir sem barþjón
The Searchers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Meistarastykki John Fords um leit að stúlku sem indjánar hafa rænt stenst tímans tönn fyllilega. John Wayne stendur sig stórvel sem frændi stúlkunnar,indjánahatari sem vill finna hana hvað lengi sem það mun taka og aðrir leikarar standa sig vel. Gullfalleg kvikmyndatak, mjög gott handrit og annað gera þessa mynd að klassík. Algjört must fyrir sanna kvikmyndaáhugamenn, mæli með að sjá hana helst í widescreen svo takan njóti sín.
Silverado
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stórskemmtilegur vestri frá Lawrence Kasdan segir frá nokkrum mönnum(Kline, Costner, Glenn og Glover) sem halda til bæjarins Silverado, hver með sína ástæðu fyrir því og leggja þar til atlögu við spilltan landeiganda og lögreglustjóra. Tekur sig ekkert of hátíðleg og er fyrsta flokk afþreying, sérstaklega er Costner skemmtilegur og Kline og Glenn þrusugóðir ásamt því að John Cleese bregður fyrir sem harðskeyttum lögreglustjóra. Tónlist Bruce Broughtons er einnig mjög góð og kvikmyndatakn líka.
The 39 Steps
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The 39 steps segir frá manni sem aðstoðar konu sem er á flótta undan njósnurum. Þegar hún er svo myrt í íbúðinni hans leggur hann á flótta og reynir að komast að því hvers vegna hún var myrt. Þetta er grunnsagan í þessari sígildu mynd Hitchcocks. Þó hún sé orðin nær 70 ára gömul hefur hún staðist tímans tönn ótrúlega vel enda lagði hún línurnar á sínum tíma með hnyttnum samtölum og vel uppbyggðri spennu ásamt fínum leik. Eitt af fyrstu meistarastykkjum Hitchcocks sem enginn sannur kvikmyndaáhugamaður ætti að láta fara framhjá sér.
Animal House
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi fræga menntaskólagamnmynd sem fæddi af sér milljón-eftirlíkingar, hefur ekki staðist tímans tönn vel. Húmorinn hefur elst misvel, sumt virkar ágætlega á meðan annað er frekar vitlaust og ófyndið. Líður þokkalega áfram og er forvitnileg út af leikhópnum sem margir hverjir áttu eftir að gera stærri hluti.
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Engin orð geta lýst þessari mynd, þetta er langbesta mynd ársins. Þegar ég gekk út vildi maður sjá hana aftur og ég man ekki eftir mynd sem hefur gert mig svo hugfanginn í fjölda ára. Allt er fullkomið varðandi þessa mynd og ég get ekki beðið með að sjá hana aftur. Peter Jackson tókst það að koma stórvirki Tolkiens á tjaldið án þess að slá feilnótu. BRAVÓ!!!
Killer's Kiss
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Önnur mynd Kubricks er þokkalegur film-noir um boxara sem bjargar nágrannakonu sinni frá ástleitnum vinnuveitenda hennar. Kubrick gerði flest í þessari mynd og má sjá nokkur dæmi þess að stíll hans sé að þróast og snillingur sé að brjótast fram.
Casino
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frekar ofmetinn gangster-mynd er frekar langdregin og nær ekki að halda nægilegum dampi og áhuga í 3 tíma. Stone leikur reyndar mjög vel og DeNiro er fínn sem fyrri daginn.
The Claim
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágætt drama sem nær sér aldrei fyllilega á strik. Maður nær engri tilfinningalegri tengingu við persónurnar sem veldur því að hún verður ekki eins öflug og hún gæti orðið. Margt gott er við myndina þó, t. d. er leikur almennt góður, tónlist Michaels Nymans og kvikmyndataka er góð.
Get Carter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Einn besti breski krimmi sem gerður hefur verið segir frá bófanum Jack Carter sem kemur til gömlu heimaborgar sinnar til að grafast fyrir um dauða bróður síns. Hörð, kaldhæðinn og kemur manni sífellt á óvart. Michael Caine fer á kostum sem Carter sem er allta annað en hetja og má segja að í samanburði við hann er Stallone í nýju myndinni vælukjói. Það má e. T. v. segja að þessi mynd sé afi núverandi breskra krimma og stenst þeim bestu af þeim fyllilega á sporði.
Cross of Iron
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein magnaðasta stríðsmynd sem gerð hefur verið. Hún segir frá þýskum herflokki á austurvígstöðvunum 1943 þegar stríðið er búið að snúast Þjóðverjum í óhag.. Coburn skilar einum af sínum besta leik og Schell smellpassar í hlutverk sitt sem hrokafullur foringji af aðalsættum, Mason og Warner eru einnig firnasterkir og aðrir leikarar standa sig með prýði. Leikstjórn Peckinpahs er stórgóð með sínum stílbrögðum ásamt feiknagóðu handriti. Það skal bent á að hún er komin út á DVD í Bretlandi í Widescreen.. Ekki missa af þessari!
Tigerland
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Nokkuð sterkt drama sem skeður í þjálfunarbúðum ásem eru síðasta stopp áður en menn eru sendir til Nam. Colin Farrell er magnaður í aðalhlutverkinu og aðrir ungir leikarar standa sig ágætlega. Besta mynd Schumachers í fjölda ára nær upp góðri dramatískri spennu.
Wild Wild West
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er ein versta mynd sem ég hef séð koma frá Hollywood og það er undarlegt miðað við hvaða hæfileikafólk stendur á bakvið hana að hún skuli vera þessi hryllingur. Þessi mynd er hreinlega kvöl og pina til áhorfunar og ætti með réttu að vera flokkuð sem pyntingartól.
Hackers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frekar slöpp unglingamynd um tölvuhakkara . Tölvumálin í myndinni virka freka hallærisleg ef maður hefur eitthvað smávit á tölvum og handritið er frekar lelegt. Jolie ljós punktur þó.
Highlander II: The Quickening
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er ein versta framhaldsmynd sem gerð hefur verið og má segja að sé móðgun við áhorfandann og skynfæri hans. Aðeins fyrir mjög mikla masókista!
Predator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein albesta mynd Arnies segir frá hópi sérsveitarmanna sem halda í björgunarleiðangur en komast brátt að því að eitthvað er að eltast við þá. Dúndur hasarmynd með vísindaskáldskapsívafi sem er hreint út sagt frábær í alla staði. Ein af þessum myndum sem maður getur alltaf horft aftur og aftur á.
The Pledge
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mögnuð mynd um fyrrverandi lögreglumann sem sver þess eið að finna barnamorðingja. Róleg og lágstemmd mynd skilar sínu vel með stórgóðum leikhópi, sérstaklega Nicholson og Del Toro.
Das Boot
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta kafbátamynd sem gerð hefur verið lýsir á raunsæan hátt lífinu um borð í þýskum kafbáti í seinni heimstyrjöldinni. Vel leikiin með mögnuðum atriðum fá mann til að líða eins og maður sé staddur um borð í þessum þröngu blikkdósum. Hreint út sagt stórkostleg mynd á allan hátt.
Fistful of Dollars
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Spahgetti-vestrinn sem startaði flóðbylgju þeirra er endurgerð af Kurosawa-myndinni Yojimbo. Gerði Eastwood, Ennio Morricone og Sergio Leone heimsfræga. Stýlisk og skemmtilegur vestri um einfara sem kemur í bæ og byrrjar að spila með 2 valdamiklar fjölskyldur sem eiga í illdeilum.
Mission: Impossible
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Njósnamynd í meðallagi með frekar týpiskum söguþræði. DePalma ekki í sinum besta gír og leikhópurinn stendur sig bærilega.
Backdraft
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Bærileg formúlumynd um hetjuskap slökkviliðs. Ágætar brellur en frekar klisjukennd. Donald Sutherland stelur senunni sem brennuvargur.
Beloved
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eitt af betri svefnmeðölum sem gert hefur verið. Er með eindæmum langdregin og leiðinleg. Fær eina stjörnu fyrir þokkalegan leik Opruh og góða kvikmyndatöku. Thandie Newton ofleikur alveg hrikalega
Marathon Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Einn af bestu þrillerum áttunda áratugsins.. Hoffmann er stórgóður og Olivier er mjög ógnvekjandi illmenni. Aðrir leikarar standa sig einni með prýði í þessari hörkuspennandi mynd.
Conan the Barbarian
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein besta mynd Scharzeneggers um Conan villimann og ævintýri hans byggða á sögum Robert E. Howards. Þetta er frekar myrk ævintýramynd, sem gengur vel upp í alla staði.. Stórkostleg tónlist eftir Basil Poledouris
The Thing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein af bestu myndum Carpenters og ein af betri hrylingsmyndum sem gerðar hafa verið. Myndin segir frá hópi vísindamanna á Suðurheimskautinu sem verður á að afþíða illvíga geimveru sem yfirtekur líkama. þeirra Hörkuspennandi, hrollvekjandi, uppfull af ofsóknaræði, stórgóðar brellur og úrvals leikhópur gera þetta að fyrsta flokks mynd.
3000 Miles to Graceland
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þokkaleg hasarmynd um nokkra Elvis-eftirhermur sem ræna spilavíti. Helsti galli hennar er þó að hún er of löng og má það skrifa stá leikstjóran sem teygir lopinn fullmikið á köflum. Einnig er hann að velta sér soldið upp úr tónlistamyndbandatöktum sem virka ekki í þessari mynd.
You Can Count on Me
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög gott drama um samband einstæðrar móður við frekar rótlausan bróður sinn. Laura Linney sýnir stórkostlegan leik og aðrir leikarar standa sig einni vel. Vel skrifað handrit fer aldrei yfir strikið í tilfinningaseminni og persónurnar virka ekta.
The Boondock Saints
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Bráðskemmtileg mynd . Vel leikin, uppfull af skemmtilegum atriðum og gott rennsli gera þetta að fyrsta flokks afþreyingu. Willem Dafoe stelur myndinni
Kelly's Heroes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Skemmtileg stríðsmynd sem tekur sig hæfilega alvarlega . Clint leiðir hóp hermanna sem heldur bak við víglínu Þjóðverja til þess að ræna banka. Donald Sutherland stelur senunni sem snargeggjaður skriðdrekaforingji.
Perdita Durango
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Einstaklega ógeðfelld mynd sem veltir sér upp úr algjörlega tilgangslausu ofbeldi. Eini ljós punkturinn við hana er James Gandolfini sem leikur löggu sem eltist við frekar ógeðfellt par sem leikin eru af Rosie Perez og Javier Barden. Parið sem eru hetjur myndarinnar eru frekar óáhugaverðar og ógeðfelldar persónur.
Nine Months
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Með eindæmum slök, ófyndin og ofurvæmin gamanmynd um raunir manns með barnshafandi eiginkonu.
A Bridge Too Far
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein af bestu stríðsmyndum sem gerð hefur verið segir frá hernaðaraðgerð Bandamanna er ætluð var til að ná öllum lykilbrúm að Þýskalandi. Er gagnrýninn á mistök og yfirstjórn þessarar hernaðaraðgerðar og bardagaatriðin eru mögnuð. Einvalalið leikara stendur sig vel og allt í sambandi við þessa mynd er fyrsta flokks. Mæli með að reyna að sjá hana í Widescreen þareð þetta er breiðtjaldsmynd.
The Man Who Would Be King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stórkostleg ævintýramynd John Hustons um tvo vafasama ævintýramenn sem halda af stað í leit að landi þar sem miklir fjársjóðir ku vera. Connery og Caine fara á kostum í þessari stórskemmtilegu mynd byggðri á sögu Rudyards Kiplings sem einmitt er leikinn af Plummer í myndinni. Fyrsta flokks afþreying!
Deep Rising
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stórskemmtileg skrímslamynd sem tekur sig síður en svo alvarlega. Góðri keyrslu er haldið upp allri tímann og leikarar standa sig með ágætum. Mynd sem er ætlað að skemmta og gerir sig ekki merkilegri en það.
Sexy Beast
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin fjallar um breskan krimma sem lagstur er í helgan stein á Spáni og einn daginn kemur gamall félagi hans til þess að reyna fá hann í ránsferð. Nokkuð skemmtileg og hröð mynd þar sem Ben Kingsley fer á kostum sem snargeggjaður og illgjarn bófi.
The Yards
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mögnuð mynd frá leikstjóra Little Odessa sgir frá ungum manni sem er nýsloppinn úr fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki. Vel leikstýrt, mjög gott handrit og afbragðs leikhópur , sérstaklega Phoenix, gera þessa mynd mjög eftirminnilega. Stórgóð tónlist eftir Howard Shore
The Wild Bunch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Einn besti vestri sem gerð hefur verið, og einnig aein af bestu myndum sem gerð hefur verið. Hóður ræningingja heldur til Mexikó eftir misheppnaða eftirför og ákveður að frara síðustu ránsförina. Í bakgrunni sögunnar er þema sem Peckinpah tók oft fyrir í myndum sínum um menn sem gátu ekki breyst með tímanum og það lí sem þeir höfðu valið var að hverfa. Þessii mynd er hafngóð í dag eins og hún var þegar myndin var frumsýnd. Lokauppgjörið er ógleymanlegt og jafnáhrifamikið enn þá í dag.