Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



S1m0ne
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér finnst Simone alveg stórgóð mynd með mikla ádeilu á vestrænt þjóðfélag hvað varðar blinda útlitsdýrkun og einnig ádeilu á hið týbíska form Hollywood mynda. Ádeilan er bara ekki sett fram á mjög beittan hátt og því er svolítið erfitt að skynja hana. Það sem gerir þessa mynd ólíka öðrum ádeilumyndum er sú staðreynd að myndin er gerð nákvæmlega eftir þeirri uppskrift sem hún er þó að deila á. Smáatriði eins og eldgamli floppydiskurinn er bara upp á grínið held ég. Eins þau atriði þar sem Viktor(Al Pacino) er að fara að halda tónleikana eða eitthvað annað show með Simone þá er hann alltaf að klára undirbúninginn á síðustu stundu og það er meðvitað skot á það hvernig týbískt atriði til að skapa smá spennu í andrúmsloftinu er notað í mörgum formúlu kvikmyndum. Myndin hefur verið ódýr í framleiðslu enda varla hugsuð til að valda miklum vinsældum, frekar kannski til að ýta aðeins við fólki. Það besta við hana er að tvær manneskjur sem fara á þessa mynd geta í raun fengið gjörólíka upplifun þar sem önnur sér lélega, ódýra mynd gerða nákvæmlega eftir uppskriftinni og vekur ekki upp neinar tilfinningar en hin sér mikla ádeilu og mjög mikinn húmor.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei