Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Opinberun Hannesar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Thad virdist vera thannig ad Hrafn Gunnlaugsson hafi ekki enn attad sig a thvi ad hann er lelegur leikstjori. Svo virdist vera ad ef madur hefur sambond tha geti madur buid til hvada rusl sem er med thvi ad nota skattpeninga. Eg hef sed betri stuttmyndir eftir 16 ara krakka en Opinberun Hannesar. Myndin er otrulega leleg i alla stadi. Vidar Vikingsson sem er leikstjori og hefur gert godar myndir skuli ekki hafa attad sig a thvi hvad hann var ad fara ut i. Vaentanlega mestu kvikmyndamistok arsins og vid borgum fyrir thad. Skamm kvikmyndasjodur, skamm Hrafn. Svona gerir madur hreinlega ekki. Ja og skamm rikissjonvarpid fyrir ad hafa synt myndina i sjonvarpi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Pianist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Pianist eftir Roman Polanski er ótrúleg upprisa leikstjórans frá síðustu mynd hans, The Ninth Gate. Polanski skapar hér meistaraverk sem hefur sama kraft og áhrifamátt eins og Schindler´s List hafði. Myndin nær að sýna betur en nokkur önnur mynd sem ég hef séð, hvað gyðingar máttu þola frá hendi nasista. Myndin byggir á ævi Wladyslaw Szpilman og segir frá þeim hryllilegu hörmungum sem hann og gyðingar lentu í, í seinni heimsstyrjöldinni. Szpilman þurfti að lifa í felum í hart nær 3 ár og í einangrun allan tímann. Adrian Brody leikur Szpilman og þurfti hann meðal annars að léttast um 15 kíló og læra að spila Chopin. Hann heldur uppi myndinni og leikur af svo mikilli snilld að óskarinn er þegar kominn á hilluna hans, að ég held. Kvikmyndataka og lýsing Pawel Edelman er mögnuð og nær hann að skapa ótrúlega raunverulegt andrúmsloft og finnst manni nánast að maður sé á staðnum. Roman Polanski á fyllilega skilið óskarinn og er ég búinn að sjá allar tilnefndu óskarsmyndirnar og stendur The Pianist svo sannarlega á toppnum. The Pianist er mynd sem þú mátt ekki missa af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Small Time Crooks
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Meistari Woody Allen hefur gefið frá sér mörg meistaraverkin. Þó ég segi ekki að Small time crooks sé besta mynd hans til þessa, þá á hún margt sameiginlegt með öðrum myndum hans í seinni tíð. Skemmtilegur söguþráður skondnar senur og samfélagsleg ádeila á ýmsa hluti, samræður sem ekki er hægt að koma á blað og margt fleira sem gerir Woody Allen mynd góða. Ég ætla ekki að fara út í söguþráðinn þið sjáið hann í trailernum. Auðvitað er þetta Allen mynd, en þó var eitt sem vantaði. Samhengi atriða vantaði á köflum og önnur tæknileg mistök sá maður, ef vel var að gáð. Kvikmyndataka ekkert til að hrópa húrra fyrir og allt annað bara venjuleg Hollywood taka. Sem mér finnst persónulega flottust. Leikurinn var bara þokkalegur, ég gat ekki séð neitt athugavert við hann. Niðurstaðan er sú að þessi Woddy Allen mynd er góð mynd og á skilið sæti í fremstu röð í Woody Allen safninu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Score
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The score kemur frá ólíklegasta leikstjóranum Frank Oz(muppets in space, in and out) sem sumir þekkja kannski frá brúðuleikurunum. Hann hefur ekki oft leikstýrt alvöru myndum og kom það mér óvart að þessi mynd væri frá þessum leikstjóra. The score fjallar um mann Max(Marlon Brando) sem ræður ungan strák sem leikinn er af Edvard Norton til þess að ræna ná upplýsingum um dýrmætan hlut sem geymdur er í tollhúsi. En til sjálfs verksins fær Max vin sinn Nick(Robert De Niro) til þess að ræna dýrgripnum. Svona er söguþráðurinn í stutt máli. Frank Oz hefur ekki haft tökin á leikurunum vegna þess að tveir stærstu leikarar samtímans leika í myndinni og svo Edvard Norton sem er á góðri leið með það sama. Það eru leikararnir sem skapa þessa mynd og gera hana góða. Þeir leika vel og gefa persónum sínum góð skil. Handritið er ekki samt upp á marga fiska fyrir hlé. Eftir hlé fer aðeins að hrærast upp í hlutunum. Hollywood lýsing og myndataka passar vel við myndina. Engin ný sjónarhorn. En þrátt fyrir nokkra galla þá gat maður alveg gleymt þeim, klárað poppið og skemmt sér vel yfir mynd sem á köflum fékk hárin á manni til þess að rísa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Fast and the Furious
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd þessi er ein af þessum bíla myndum sem alltaf hafa orðið svo vinsælar. Þessi mynd aftur á móti bíður upp á léglegan söguþráð og vægast sagt léglegan leik af aðalleikurunum. Mér fannst vanta samhengi í myndina og tónlistin var of breið og of ýkt á stöðum þar sem hefði alveg mátt sleppa henni. Ef ég á að segja alveg eins og er þá fannst mér tölvugæjinn, strákurinn sem var með allar vélar á hreinu sína besta leikhæfileika í myndinni. Ágætis upplifun í bíó. Annars er ekkert varið í hana. Ef þið viljið sjá alvöru bíla mynd sjáið þá Gone in 60 seconds ef þið eruð ekki þegar búinn að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Thirteen Days
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Thirteen days fjallar á ýtarlegan hátt um það sem fór fram á bakvið tjöldin í deilu milli Bandaríkjanna og Sovétmanna. Um kjarnorðuskotpalla sem sovétmenn höfðu sett upp á Kúbu og ógnaði mjög svo Bandaríkjunum. Og munaði minnstu að til kjarnorkustríðs hefði komið ef Rússar hefðu ekki fallist á frið. Roger Donaldson sem leikstýrir myndinn hefur tekist einstaklega vel að færa þessa annars löngu sögu á hvítatjaldið frá byrjun og til enda. Kevin Costner er greinilega í ham og meðleikarar hans mjög sannfærandi. Það er greinilegt að leikararnir hafa verið valdinr vegna útlits, því sumir gætu haldið að Kennedy og bróðir hans Bobby Kennedy væru staddir á hvítatjaldinu. Handritið er meistaralega skrifað og myndataka mjög góð. Engin hreyfing á vélinni og maður festist vel inn í söguþræðinum. Lángt síðan maður hefur séð svona góða lýsingu. Mynd sem verðskuldar alla óskarana og mynd sem vekur mann til umhugsunar um það hve erfitt getur verið að taka rétta ákvörðun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dungeons and Dragons
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er ekki beint sammála fyrri umfjöllun. Myndin er kannski ekki sú besta, en hún hefur upp á margt að bjóða. Söguþráðurinn skilar sér vel og leikur er bara þokkalegur. Sagan er sögð með hraða og á köflum hægt. Myndataka frumleg og lýsing og hljóð ágætt. Mynd sem vert er að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stuart Little
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stuart Little er mynd sem gera mátti betur. Minkoff er lítt þekktur og finnst mér að það gangi ekki alveg upp söguþráðurinn og atriðin. tæknibrellurnar stela senunni og eltingaleikir og asnaleg myndataka gerir myndina áhorfendum yngri enn 10 ára skemmtilega afþreyingu. ég verð að bæta því inn að það sem einn gagnrýnandinn skrifar hér um að þetta sé besta mynd sem hún hefur séð, þá hefur hún ekkert vit á kvikmyndum. Mynd sem nóg er að leigja á spólu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tarzan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tarzan er skemmtileg mynd ef þú ert 30 ára og eldri. Myndin er alltof þung fyrir yngri kynslóðina og hreint út sagt leiðinleg (heimild frá 7 ára frænda). Myndin er listræn og söguþráður mjög góður. Teikningar og tölvuvinnsla öll er hreint frábær og er meira komin út í gömlu aðferðirnar og blærinn yfir myndinni er skemmtilegur, en hálf þungur á köflum. Mynd sem foreldrarnir hafa meira gaman af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei