Gagnrýni eftir:
Fálkar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sem mikill aðdáandi mynda Friðriks (Skytturnar að mínu mati hans besta mynd) varð ég fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd. Sérstaklega fannst mér handritið ósannfærandi og illa unnið. Mér fannst framrás atburða ekki eðlileg. Afhverju skaut harðjaxlinn að lögreglunni? Var nauðsinlegt að flýja land vegna þess? Persónurnar voru staurblankar (fyrir utan $500) hvaðan fá þau pening til að kaupa Bens og styttu fyrir 600 mörk? Fáranlegasta atriðið var þó þegar hann reynir að selja fálkann einhverjum vafasömum smákrimmum á einhverri búllu, sem höfðu ekki hugmynd um verðmæti Fálka, og afhendir þeim hann án nokkurra ráðstafana til að fá greitt. Aðalkostur Skyttanna var að atburðarásin var eðlileg, það vantar í þessa mynd, annars eru þetta mjög líkar myndir. Mér kæmi þó ekki á óvart að þessi mynd fengi góða dóma hjá mörgum sem ekki setja fyrir sig smáatriði í söguþræði. Þeim fjölmörgu (konum ?) sem þótti hin ágæta mynd, Píanó, frábær mun örugglega líka þessi mynd.