Á fimmtudaginn kl. 23:00 í Sambíóunum, Egilshöll gefst áhorfendum tækifæri að fá svakalegt forskot á ofurhetjusæluna því þá verður haldin epísk forsýning á stórmyndinni The Avengers, sem er í hnotskurn glæsileg opnunarmynd á einu flottasta bíósumari síðustu ára. Undirritaður lofar því að hér sé á ferðinni ein af bestu myndum ársins og klárlega ein skemmtilegasta bíóupplifun síðustu ára.
Miðasala er í fullum gangi í versluninni Nexus á Hverfisgötu 103 og nóg til af góðum miðum/sætum. Nexusmenn hafa einnig séð myndina og gefa henni fullt hús stiga. Það ætti að segja ýmislegt þar sem þeir eru aðalsérfræðingarnir þegar kemur að svona myndum.
Forsýningargestir eru þó beðnir um að skilja símana sína eftir heima (eða í bílnum). Sýningin verður hlélaus að venju.
Mætið og takið þátt í stemmaranum.