Napóleon mættur í fyrstu stiklu og plakati

Fyrsta stikla og plakat er komið út fyrir nýjustu stórmynd Ridley Scott, Napoleon. Myndin fjallar, eins og titillinn ber með sér, um franska keisarann Napóleon Bonaparte sem ríkti í byrjun nítjándu aldarinnar í Frakklandi og reyndi að leggja undir sig Evrópu, en varð hált á svellinu á endanum.

Napoleon (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.3
Rotten tomatoes einkunn 58%

Mynd um Napóleon Bonaparte Frakkakeisara og leið hans til valda, séð í gegnum sjónarhorn viðkvæms sambands hans og eiginkonunnar og einu sönnu ástar, Josephine....

Joaquin Phoenix ( Joker ) fer með hlutverk keisarans en með hlutverk Josephine eiginkonu hans fer Vanessa Kirby.

Myndin kemur í bíó 24. nóvember nk.

Sjáðu stikluna og plakatið hér fyrir neðan: