Næsta Pirates of the Caribbean mynd hefur fengið nafn, og nú þarf því ekki lengur að tala um hana bara sem Pirates of the Caribbean 5. Fyrri myndirnar fengu allar tignarleg nöfn; Curse of the Black Pearl, Dead Man’s Chest, At World’s End og on Stranger Tides, en nú er komið að Dead Men Tell No Tales, sem er nafnið á nýjustu myndinni sem frumsýnd verður árið 2015.
Leikstjórarnir Joachim Rønning og Espen Sandberg, sem síðast gerðu Kon-Tiki, uppljóstruðu þessu í samtali við vefsíðuna This Is Infamous.
Í sjálfu sér er erfitt að geta sér til um hver söguþráður myndarinnar verður útfrá þessum titli, en þó má segja titillinn sé af myrkari taginu.
Handrit myndarinnar skrifar Jeff Nathanson, sem skrifaði Tower Heist, The Terminal og Speed 2. Tökur myndarinnar eiga að hefjast á næsta ári en stefnt er að frumsýningu 10. júlí 2015, með Johnny Depp í broddi fylkingar í hlutverki Jack Sparrow skipstjóra.