Pressure (2015)
"Hold Your Breath. / Hvað gera menn þegar dauðinn er óumflýjanlegur?"
Fjórir menn sem starfa við að laga olíuleiðslur í sjó verða innlyksa í kafkúlu sinni á hafsbotni þegar móðurskip þeirra laskast alvarlega í miklum stormi og sekkur.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Fjórir menn sem starfa við að laga olíuleiðslur í sjó verða innlyksa í kafkúlu sinni á hafsbotni þegar móðurskip þeirra laskast alvarlega í miklum stormi og sekkur. Myndin segir frá fjögurra manna teymi sem hefur það áhættusama starf með höndum að halda við olíuleiðslum sem lagðar hafa verið á hafsbotni Indlandshafs og gera við þær þegar svo ber undir. Dag einn kemur í ljós að leki er kominn að einni leiðslunni sem aftur krefst skjótra viðbragða og viðgerðar án tafar. Fjórmenningarnir fara því þegar í „Bjölluna“, en svo nefnist kafkúlan sem þeir nota til að komast í á hafsbotn. Svo illa vill til að skömmu eftir að þeir eru komnir á botninn skellur gríðarlegt stórviðri á sem sökkvir móðurskipi þeirra og þar sem Bjallan er enn föst við það verða góð ráð dýr ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir

Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur















