Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Spooks: The Greater Good 2015

Frumsýnd: 22. maí 2015

Áður en árásin verður.

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 65% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Þegar stórhættulegur hryðjuverkamaður sleppur úr haldi bresku leyniþjónustunnar og yfirmaður MI5, Harry Pearce, hverfur sporlaust fljótlega í kjölfarið kemur það í hlut Wills Holloway að finna þá báða. Njósnatryllirinn og spennumyndin Spooks: The Greater Good er eins og margir sjá strax byggð á samnefndum njósnaþáttum sem framleiddir voru af BBC One-sjónvarpsstöðinni... Lesa meira

Þegar stórhættulegur hryðjuverkamaður sleppur úr haldi bresku leyniþjónustunnar og yfirmaður MI5, Harry Pearce, hverfur sporlaust fljótlega í kjölfarið kemur það í hlut Wills Holloway að finna þá báða. Njósnatryllirinn og spennumyndin Spooks: The Greater Good er eins og margir sjá strax byggð á samnefndum njósnaþáttum sem framleiddir voru af BBC One-sjónvarpsstöðinni á árunum 2002 til 2011 og nutu mikilla vinsælda, m.a. í sjónvarpi hér á landi. Handritshöfundar eru þeir Jonathan Brackley og Sam Vincent sem skrifuðu þá Spooks-þætti sem gerðir voru á árunum 2010 og 2011 og endurtaka nokkrir af leikurum þáttanna hlutverk sín hér, þar á meðal Peter Firth í hlutverki yfirmanns MI5, Harrys Pearce, og Lara Pulver sem Erin Watts. Þegar verið er að flytja hryðjuverkaleiðtogann hættulega Adam Qasim á milli fangelsa tekst samverkamönnum hans að frelsa hann, MI5-deildinni sem sá um flutninginn til mikillar niðurlægingar. Skömmu síðar hverfur yfirmaður MI5, Harry Pearce, sporlaust og grunur vaknar um að Qasim hafi náð honum á sitt vald. Einn af þeim sem falið er að finna hann og Qasim er Will Holloway sem þekkir Harry vel eftir að hafa verið í þjálfun hjá honum á árum áður og í raun skjólstæðingur hans. Fljótlega kemur í ljós að í þessu máli er maðkur í mysunni því Qasim hefði ekki getað sloppið nema hann hafi haft samverkamann innan MI5 sem gat látið félaga hans vita hvenær hann yrði fluttur og hvernig. Um leið verður ljóst að Qasim hefur ákveðið að láta til skarar skríða og fremja ásamt hóp sínum grimmilegt hryðjuverk í London þannig að Will hefur nauman tíma ...... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn