Electric Slide
2014
Give it to me / Sagan af bankaræningjanum Eddie Dodson
95 MÍNEnska
14% Critics 37
/100 Eddie Dodson tókst á níu mánaða tímabili árið 1983 að ræna 64 banka í Los Angeles og nágrenni, en það er met sem verður sennilega aldrei slegið. Eddie Dodson kom til Los Angeles árið 1972 og hafði þá um skeið aflað sér peninga á eiturlyfjasölu. Hann stofnaði antíksölu og næturklúbb í borginni sem varð með tímanum nokkuð vinsæll en hélt samt... Lesa meira
Eddie Dodson tókst á níu mánaða tímabili árið 1983 að ræna 64 banka í Los Angeles og nágrenni, en það er met sem verður sennilega aldrei slegið. Eddie Dodson kom til Los Angeles árið 1972 og hafði þá um skeið aflað sér peninga á eiturlyfjasölu. Hann stofnaði antíksölu og næturklúbb í borginni sem varð með tímanum nokkuð vinsæll en hélt samt áfram að stunda eiturlyfjasöluna auk þess sem hann sló risalán hjá okurlánurum. Eddie hefði getað greitt lánin til baka en lifði allt of hátt auk þess að vera eiturlyfjaneytandi sjálfur og þegar kom að skuldadögunum tók hann sig til ásamt unnustunni og rændi 64 banka í Los Angeles og nágrenni, þar af sex á einum degi. Hann náðist samt ekki fyrr en ári síðar og fékk þá 10 ára dóm ...... minna