The Age of Adaline
2015
Frumsýnd: 22. apríl 2015
The world has changed in the last century. Adaline has not.
110 MÍNEnska
55% Critics
67% Audience
51
/100 Þegar Adaline Bowman er 29 ára ekur hún út af í slæmu skyggni og
hafnar í vatni. Þetta hefði átt að verða hennar bani en eitthvað gerist
og hún lifir af. Upp frá þeim degi hættir hún alveg að eldast.
Það er óhætt að segja að sagan í The Age of Adaline sé sérstök. Adaline
Bowman fæðist árið 1908 og elst upp á dæmigerðu bandarísku millistéttarheimili.
Líf... Lesa meira
Þegar Adaline Bowman er 29 ára ekur hún út af í slæmu skyggni og
hafnar í vatni. Þetta hefði átt að verða hennar bani en eitthvað gerist
og hún lifir af. Upp frá þeim degi hættir hún alveg að eldast.
Það er óhætt að segja að sagan í The Age of Adaline sé sérstök. Adaline
Bowman fæðist árið 1908 og elst upp á dæmigerðu bandarísku millistéttarheimili.
Líf hennar virðist stefna í fastar skorður þegar hún giftist og
eignast dóttur eða allt þar til hún lendir í slysinu sem fyrir einhvers konar
óútskýrt kraftaverk verður til þess að hún hættir að eldast.
Það tekur hana nokkur ár að átta sig á því að hún sé
öðruvísi en aðrir og að á meðan aðrir eldast og breytast í
útliti er hún sú eina sem lítur alltaf út fyrir að vera ung.
Smám saman, eftir því sem árin líða, fækkar þeim sem
þekkja leyndarmál Adaline og hún forðast ætíð að segja
nokkrum frá því eða binda sig að nokkru leyti við neinn.
Að lokum kemur að því að dóttir hennar, sem orðin er háöldruð kona, er
sú eina á lífi sem þekkir leyndarmálið.
Við fylgjumst svo áfram með Adaline fram á okkar daga þegar hún er sú
eina eftir sem veit að þótt hún líti út fyrir að vera 29 ára þá er hún í raun
búin að lifa í rúma öld. Allan tímann hefur hún leitað svara við því hvað
gerðist þetta kvöld þegar hún hætti að eldast en aldrei orðið nokkru nær.
Dag einn hittir hún hinn myndarlega heimspeking Ellis Jones sem verður
umsvifalaust hrifinn af henni. Og þrátt fyrir að Adaline hafi ávallt forðast
að mynda samband við nokkurn mann verður þrá hennar eftir ást og
samlífi ákvörðun hennar yfirsterkari í þetta sinn. Málin vandast hins vegar
þegar hún hittir föður Ellis því hún hefur hitt hann áður ...... minna