Náðu í appið

Goodbye to Language 3D 2014

(Adieu au langage 3D, Bless tungumál 3D)

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 22. febrúar 2015

70 MÍNFranska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 75
/100
Valin besta mynd síðasta árs af Bandarísku gagnrýnendasamtökunum (National Society of Film Critics). Vann dómnefndarverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra, en hún deildi þeim með Mommy eftir Xavier Dolan. Godard vann heiðursóskar árið 2010. Hann

“Þá sem skortir ímyndunarafl finna skjól í raunveruleikanum.” Bráðum munum við öll þurfa túlk til þess að skilja orðin sem við segjum sjálf. Þetta er ein af niðurstöðunum í nýjustu rannsókn Jean-Luc Godard á lífi nútímamannsins. Réttur dýra er einnig til umræða á meðan hundur leikur sér í snjónum og maður og kona eiga lítið ástarævintýri... Lesa meira

“Þá sem skortir ímyndunarafl finna skjól í raunveruleikanum.” Bráðum munum við öll þurfa túlk til þess að skilja orðin sem við segjum sjálf. Þetta er ein af niðurstöðunum í nýjustu rannsókn Jean-Luc Godard á lífi nútímamannsins. Réttur dýra er einnig til umræða á meðan hundur leikur sér í snjónum og maður og kona eiga lítið ástarævintýri á meðan þau geta enn skilið hvort annað. Höfundi Frankenstein, Mary Shelley, bregður einnig fyrir og allt þetta sjáum við í þrívídd, en allt öðru vísi þrívídd en við erum vön úr draumaverksmiðjunni Hollywood. Svona lýsir Godard sjálfur myndinni: “Hugmyndin er einföld: gift kona og einhleypur karl hittast. Þau elskast, þau rífast og berjast. Hundur þvælist á milli sveitar og borgar. Árstíðirnar ganga sinn gang. Maðurinn og konan hittast á ný. Hundurinn kemur upp á milli þeirra. Annar er einn, einn er annar og þau eru þrjú. Eiginmaðurinn fyrrverandi eyðileggur allt. Önnur mynd hefst: sú sama og sú fyrsta, en samt ekki. Mannkynið verður að myndhverfingu. Endalokin eru hundgá og barnsgrátur.”... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni

Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn