The Mafia Only Kills in Summer
2013
(MAFÍAN DREPUR BARA Á SUMRIN, La mafia uccide solo d'estate)
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 19. febrúar 2015
90 MÍNÍtalska
60% Critics 62
/100 Myndin hlaut viðurkenningu sem besta gamanmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum.
Arturo var getinn á meðan mafían gerði skotárás á næstu hæð í fjölbýlishúsi foreldra hans. En ein einmana sáðfruma heyrði ekki skothríðina og kláraði ætlunarverk sitt. Þegar Arturo lærir svo að tala er orðið „mafía“ fyrsta orðið hans, sem er skiljanlegt fyrir strák sem elst upp í Sikiley áttunda áratugarins þar sem mafían er alltumlykjandi.... Lesa meira
Arturo var getinn á meðan mafían gerði skotárás á næstu hæð í fjölbýlishúsi foreldra hans. En ein einmana sáðfruma heyrði ekki skothríðina og kláraði ætlunarverk sitt. Þegar Arturo lærir svo að tala er orðið „mafía“ fyrsta orðið hans, sem er skiljanlegt fyrir strák sem elst upp í Sikiley áttunda áratugarins þar sem mafían er alltumlykjandi. Við fylgjumst með Arturo vaxa úr grasi, verða ástfanginn og reyna að átta sig á heiminum – á meðan mafían heldur áfram að drepa fólk allt í kringum hann. Þrátt fyrir allt þetta er myndin fyrst og fremst gamanmynd – sem gerist einfaldlega í veröld þar sem mafían er hluti af daglegu lífi fólks. En hægt og rólega gerir Arturo sér grein fyrir alvarleika málsins og áttar sig á að það er ekkert eðlilegt við þetta ástand. Það gerist raunar hálfpartinn óvart þegar hann er upptekinn við að gera hosur sínar grænar fyrir æskuástinni Floru. Þannig verður myndin á endanum rannsókn á þjóðfélagi þar sem glæpir, stjórnmál og einkalíf skarast við hvert fótspor.... minna