Hundavellir
2014
(Onirica - Psie pole, Field of Dogs)
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 19. febrúar 2015
101 MÍNPólska
Þetta er endursögn á Guðdómlega gleðileiknum – í pólskum stórmarkaði. Árið 2010 var ár stórslysanna í Póllandi. Þegar öll flóðin, eldsvoðarnir og aurskriðurnar bætast við frásögnina af forsetavélinni sem fórst með öllu helstu valdafólki Póllands þá fer annáll ársins að minna á frásögn úr Gamla testamenntinu. En hér er þetta þó aðeins... Lesa meira
Þetta er endursögn á Guðdómlega gleðileiknum – í pólskum stórmarkaði. Árið 2010 var ár stórslysanna í Póllandi. Þegar öll flóðin, eldsvoðarnir og aurskriðurnar bætast við frásögnina af forsetavélinni sem fórst með öllu helstu valdafólki Póllands þá fer annáll ársins að minna á frásögn úr Gamla testamenntinu. En hér er þetta þó aðeins í bakgrunni miklu persónulegri harmleiks. Adam er heimspekiprófessor sem vinnur í stórmarkaði. Hann sofnar oft í vinnunni og virðist vera að fljóta í gegnum lífið, dofinn eftir nýlegt fráfall eiginkonunnar og besta vinarins í bílslysi sem skildi aðeins eftir sig lítið ör á andlitinu en öllu stærra ör á sálinni. En fljótlega fara súrealískir atburðir að gerast. Ekki bara í myndmálinu – þar sem faðir Adams rífur upp gólf stórmarkaðarins þegar hann beitir uxum fyrir kerruna sína – heldur líka bókstaflega og utan allra draumsena þegar hver harmleikurinn á fætur öðrum skekur þjóðina. Enda er svar Adams við tilraunum til huggunar þetta: “Við troðum orðinu ‘von’ inn í öll stórslys og alla harmleiki, eins og það sé okkar eina leið til þess að sigrast á veikleikum okkar.” Hans einu huggun virðist hann fá frá kjaftaglaðri en bráðskarpri frænku sinni sem finnur huggunarorð í Seneca og Heidegger (hann er jú einu sinni heimspekiprófessor).... minna