Náðu í appið

Hundavellir 2014

(Onirica - Psie pole, Field of Dogs)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. febrúar 2015

101 MÍNPólska
Rotten tomatoes einkunn 62% Critics
The Movies database einkunn 6
/10

Þetta er endursögn á Guðdómlega gleðileiknum – í pólskum stórmarkaði. Árið 2010 var ár stórslysanna í Póllandi. Þegar öll flóðin, eldsvoðarnir og aurskriðurnar bætast við frásögnina af forsetavélinni sem fórst með öllu helstu valdafólki Póllands þá fer annáll ársins að minna á frásögn úr Gamla testamenntinu. En hér er þetta þó aðeins... Lesa meira

Þetta er endursögn á Guðdómlega gleðileiknum – í pólskum stórmarkaði. Árið 2010 var ár stórslysanna í Póllandi. Þegar öll flóðin, eldsvoðarnir og aurskriðurnar bætast við frásögnina af forsetavélinni sem fórst með öllu helstu valdafólki Póllands þá fer annáll ársins að minna á frásögn úr Gamla testamenntinu. En hér er þetta þó aðeins í bakgrunni miklu persónulegri harmleiks. Adam er heimspekiprófessor sem vinnur í stórmarkaði. Hann sofnar oft í vinnunni og virðist vera að fljóta í gegnum lífið, dofinn eftir nýlegt fráfall eiginkonunnar og besta vinarins í bílslysi sem skildi aðeins eftir sig lítið ör á andlitinu en öllu stærra ör á sálinni. En fljótlega fara súrealískir atburðir að gerast. Ekki bara í myndmálinu – þar sem faðir Adams rífur upp gólf stórmarkaðarins þegar hann beitir uxum fyrir kerruna sína – heldur líka bókstaflega og utan allra draumsena þegar hver harmleikurinn á fætur öðrum skekur þjóðina. Enda er svar Adams við tilraunum til huggunar þetta: “Við troðum orðinu ‘von’ inn í öll stórslys og alla harmleiki, eins og það sé okkar eina leið til þess að sigrast á veikleikum okkar.” Hans einu huggun virðist hann fá frá kjaftaglaðri en bráðskarpri frænku sinni sem finnur huggunarorð í Seneca og Heidegger (hann er jú einu sinni heimspekiprófessor).... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni

Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn