Björk: Biophilia Live
2014
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 6. september 2014
97 MÍNEnska
77% Critics 67
/100 Björk: Biophilia Live er heimildamynd sem fangar byltingakennda veröld Biophiliu, þar sem tónlist, vísindi og tækni sameinast. Alheimurinn er viðfangsefni Biophiliu en með því verkefni gerði Björk víðreist um heiminn til að opna heim tónlistar, eðlisfræði og náttúru fyrir börnum gegnum appið sem þróað var í tengslum við verkefnið. Í lok kennslutarna... Lesa meira
Björk: Biophilia Live er heimildamynd sem fangar byltingakennda veröld Biophiliu, þar sem tónlist, vísindi og tækni sameinast. Alheimurinn er viðfangsefni Biophiliu en með því verkefni gerði Björk víðreist um heiminn til að opna heim tónlistar, eðlisfræði og náttúru fyrir börnum gegnum appið sem þróað var í tengslum við verkefnið. Í lok kennslutarna hélt hún tónleika víðs vegar um heiminn og er Björk: Biophilia Live upptaka af síðustu tónleikunum á túrnum sem haldnir voru í London þann 3. september 2013. Leikstjórar myndarinnar blanda teiknimyndum inn í tónleikamyndina og úr verður heillandi mynd sem Hollywood Reporter kallar „Töfrandi hljóðsýningu sem nýtur góðs af kvikmyndaforminu… hugmyndaríkt listaverk sem stendur algjörlega eitt og sér“.... minna