Stonewall Uprising
2010
(La rebelión de Stonewall)
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 10. ágúst 2014
80 MÍNEnska
84% Critics 74
/100 Heimildarmyndin Stonewall Uprising fjallar um einstaka viðburði sem höfðu djúpstæð áhrif á mannréttindabaráttu hinsegin fólks á heimsvísu. Þann 28. júní 1969 gerði lögreglan í New York tilraun til að loka hommabarnum Stonewall í Greenwich-þorpinu í New York og handtaka gesti staðarins. Í kjölfarið tók við uppreisn og mótmæli á... Lesa meira
Heimildarmyndin Stonewall Uprising fjallar um einstaka viðburði sem höfðu djúpstæð áhrif á mannréttindabaráttu hinsegin fólks á heimsvísu. Þann 28. júní 1969 gerði lögreglan í New York tilraun til að loka hommabarnum Stonewall í Greenwich-þorpinu í New York og handtaka gesti staðarins. Í kjölfarið tók við uppreisn og mótmæli á götum úti þar sem hinsegin fólk barðist gegn aðförum yfirvalda og krafðist réttarbóta. Myndin er sögð frá sjónarhorni þátttakenda – dragdrottninga, vændisstráka og lögreglumanna – blaðamanna og fyrrverandi borgarstjóra New York borgar og varpar ljósi á sögulegan viðburð sem gerðist á tímum þegar hinsegin athæfi var ólöglegt í flestum ríkjum Bandaríkjanna.... minna