Iceberg Slim: Portrait of a Pimp
2012
The jungle creed says the strong must feed on any prey at hand ... I was branded a beast as I sat at the feast before I was a man.
89 MÍNEnska
67% Critics
64% Audience
56
/100 Heimildarmynd um vændissalann Iceberg Slim sem eftir 25 ár í „bransanum“
og fangelsisdvöl vatt sínu kvæði í kross og skrifaði nokkrar metsölubækur.
Robert Lee Maupin fæddist í Chicago árið 1918 og hóf aðeins 18 ára gamall að safna
um sig konum á strætum borgarinnar og selja þær í vændi. Hann varð brátt afar
stórtækur á þessu sviði og hermt er... Lesa meira
Heimildarmynd um vændissalann Iceberg Slim sem eftir 25 ár í „bransanum“
og fangelsisdvöl vatt sínu kvæði í kross og skrifaði nokkrar metsölubækur.
Robert Lee Maupin fæddist í Chicago árið 1918 og hóf aðeins 18 ára gamall að safna
um sig konum á strætum borgarinnar og selja þær í vændi. Hann varð brátt afar
stórtækur á þessu sviði og hermt er að hann hafi í allt haft meira en
fjögur hundruð konur á sínum snærum, bæði hvítar og svartar.
Hann varð þekktur sem „pimp“-kóngur Chicagoborgar og við hann
festist viðurnefnið Iceberg Slim vegna þess hversu ískaldur hann
var alltaf í framkomu hávaxinn, sterkur og grannur.
Árið 1960, eftir að hafa afplánað 10 mánaða fangelsisdóm ákvað
Robert hins vegar að segja skilið við vændið, fluttist til Los Angeles og skrifaði á
næstu árum nokkrar bækur sem byggðar voru á reynslu hans, en þær urðu afar
vinsælar og höfðu gríðarleg áhrif á viðhorf fólks í Bandaríkjunum til vændis ...... minna