Myndin var tilnefnd til Gullna bjarnarins á kvikmyndahátíðinni í Berlín og leikstjórinn, Yann Demange, var tilnefndur fyrir bestu frumraunina.
Hér segir frá hermanninum Gary Hook sem er sendur ásamt herflokki sínum inn í miðja Belfast í sérstökum erindagjörðum. Allt fer hins vegar úrskeiðis í áætlun herflokksins sem leiðir til þess að Gary lendir einn síns liðs í baráttu við liðsmenn IRA ...