Náðu í appið
Anna Nicole

Anna Nicole (2013)

"Frægð og frami kostar sitt."

1 klst 25 mín2013

Sönn saga Önnu Nicole Smith, einstæðrar móður frá Texas, sem varð heimsfræg eftir að hafa verið valin leikfélagi ársins hjá Playboy-tímaritinu.

Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:VímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Sönn saga Önnu Nicole Smith, einstæðrar móður frá Texas, sem varð heimsfræg eftir að hafa verið valin leikfélagi ársins hjá Playboy-tímaritinu. Anna Nicole Smith var fædd í nóvember árið 1967 og hét raunverulega Vickie Lynn Hogan. 15 ára að aldri hætti hún í skóla, fór að vinna á matsölustað, giftist 17 ára gömul og eignaðist son. Hún og eiginmaður hennar, skildu hins vegar að skiptum árið 1987, þegar Vickie átti nokkra mánuði eftir í tvítugt og í kjölfarið flutti hún til Houston ásamt syni sínum. Vickie átti sér alltaf þann draum að verða hin næsta Marilyn Monroe og eftir að hafa um skeið unnið hjá Wal-Mart ákvað hún að hella sér út í nektardans um leið og hún lagði stund á nám í leiklist, söng og fyrirsætustörfum. Árið 1991 ákvað hún að sækja um að komast á síður Playboy og náði brátt athygli Hughs Hefner sem ákvað að gera hana að forsíðustúlku tímaritsins í mars árið 1992. Ljósmyndirnar af henni vöktu óskipta athygli og kveiktu áhuga fjölda þekktra tískufatahönnuða sem minnkaði ekki þegar hún, núna undir nafninu Anna Nicole Smith, var valin Playboy-leikfélagi ársins í janúar árið eftir. Þar með fór ferill hennar á flug og er óhætt að segja að næstu ár hafi verið viðurðarík í lífi hennar, en um leið tekið þann toll að hún lést aðeins fertug að aldri árið 2007 ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Sony Pictures TelevisionUS
LifetimeUS
Storyline EntertainmentUS