Náðu í appið

Vikings 2013

Aðgengilegt á Íslandi

The Storm Is Coming / Sagan af Ragnari Loðbrók

540 MÍNEnska

Vikings-sjónvarpsserían frá History Channel segir frá hinum sigursæla Ragnari loðbrók, mönnum hans og fjölskyldu, en Ragnar herjaði fyrstur víkinga á England og Frakkland. Ragnar loðbrók, sonur Sigurðar hrings Danakonungs og tengdasonur Sigurðar Fáfnisbana, var fæddur á ofanverðri áttundu öld, sennilega í kringum árið 780, og segir sagan að hann hafi á... Lesa meira

Vikings-sjónvarpsserían frá History Channel segir frá hinum sigursæla Ragnari loðbrók, mönnum hans og fjölskyldu, en Ragnar herjaði fyrstur víkinga á England og Frakkland. Ragnar loðbrók, sonur Sigurðar hrings Danakonungs og tengdasonur Sigurðar Fáfnisbana, var fæddur á ofanverðri áttundu öld, sennilega í kringum árið 780, og segir sagan að hann hafi á sínum tíma verið mestur allra víkinga. Af honum fer einnig sú saga að enginn hafi verið snjallari hvað herkænsku varðaði og þótt heilu herirnir hafi verið sendir á móti honum og mönnum hans bæði í Englandi og Frakklandi tókst honum ávallt að blekkja alla, fanga þau verðmæti sem hann sóttist eftir í árásarferðum sínum og komast undan. Hér er um að ræða þá níu þætti sem gerðir voru á fyrsta ári seríunnar og eru þeir á þremur diskum, en hver þáttur er 60 mínútur að lengd.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn