Íslensku jólasveinarnir okkar
Öllum leyfð
GamanmyndTónlistarmyndFræðslumyndÍslensk myndBeint á vídeó

Íslensku jólasveinarnir okkar 2013

Grín, gaman og mikið fjör

40 MÍN

Jólin nálgast og um leið jólasveinarnir sem eins og alltaf taka upp á alls kyns sprelli og skemmta bæði börnum og fullorðnum með uppátækjum sínum. Á hverju ári klöngrast íslensku jólasveinarnir einn af öðrum ofan úr fjöllunum. Sá fyrsti kemur þrettán dögum fyrir jól og svo koma hinir daglega fram að jólum. Jólasveinarnir eru eins og allir vita... Lesa meira

Jólin nálgast og um leið jólasveinarnir sem eins og alltaf taka upp á alls kyns sprelli og skemmta bæði börnum og fullorðnum með uppátækjum sínum. Á hverju ári klöngrast íslensku jólasveinarnir einn af öðrum ofan úr fjöllunum. Sá fyrsti kemur þrettán dögum fyrir jól og svo koma hinir daglega fram að jólum. Jólasveinarnir eru eins og allir vita alræmdir hrekkjalómar sem ýmist skemmta okkur eða stríða með uppátækjum sínum um jólin. Grýla og Leppalúði hafa reynt að ala þá sómasamlega upp en ráða oft lítið við þá bræður sem fara sínar eigin leiðir þegar þeir vilja. Á þessum stórskemmtilega diski fræðumst við um hagi jólasveinanna í máli og myndum. Þeir syngja einnig og dansa við sín uppáhaldsjólalög sem ættu að koma öllum í rétta jólaskapið. Íslensku jólasveinarnir okkar er frábær skemmtun fyrir unga sem aldna þar sem sígild jólalög njóta sín í bland við skemmtilegan fróðleik. Á meðal laga eru: 13 dagar jóla, Adam átti syni sjö, Babbi segir, Bráðum koma blessuð jólin, Gekk ég yfir sjó og land, Göngum við í kringum, Jóla hókí pókí, Í skóginum stóð kofi einn, Jólaveinar einn og átta, Jólasveinar ganga um gólf, Nú skal segja, Snæ- finnur Snjókarl og Krakkar mínir komið þið sæl.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn