Fjällbackamorden: Strandridaren
2013
(Strandvörðurinn)
Hvað er undir yfirborðinu?
88 MÍNSænska
Tveir kafarar finnast látnir og strandvörðinn Jessicu grunar að þeir hafi verið myrtir, þvert á skoðun yfirmanna sinna sem telja að um slys sé að ræða. Strandvörðurinn er fjórða myndin af fimm í sjónvarpsþáttaröð sem gerð er í kringum persónurnar sem sænska glæpasögudrottningin Camilla Läckberg skapaði í hinum vinsælu bókum sínum. Þegar strandvörðurinn... Lesa meira
Tveir kafarar finnast látnir og strandvörðinn Jessicu grunar að þeir hafi verið myrtir, þvert á skoðun yfirmanna sinna sem telja að um slys sé að ræða. Strandvörðurinn er fjórða myndin af fimm í sjónvarpsþáttaröð sem gerð er í kringum persónurnar sem sænska glæpasögudrottningin Camilla Läckberg skapaði í hinum vinsælu bókum sínum. Þegar strandvörðurinn Jessica sættir sig ekki við þá skýringu yfirmanna sinna að dauði kafaranna hafi verið slys setur hún sig í samband við æskuvin sinn, lögreglumanninn Patrik. Hann og Erica Falck, sem voru einmitt á leiðinni í frí, ákveða að leggja lykkju á leið sína, skoða málið nánar og eru fljót að sjá að grunsemdir Jessicu eru á rökum reistar. Skömmu síðar er þriðja morðið framið ...... minna