Monica Z
2013
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 11. apríl 2014
Having it all comes at a price
111 MÍNSænska
Kvikmyndin Monica Z er frjálslega byggð á 15 árum í lífi sænsku söng- og leikkonunnar Monicu Zetterlund (1937 – 2005) sem sló í gegn á sjöunda áratug síðustu aldar og vann meðal annars með mörgum af þekktustu djasstónlistarmönnum sögunnar. Monica Zetterlund (Eva Monica Nilsson) var fædd til að syngja og leika og byrjaði ung að láta... Lesa meira
Kvikmyndin Monica Z er frjálslega byggð á 15 árum í lífi sænsku söng- og leikkonunnar Monicu Zetterlund (1937 – 2005) sem sló í gegn á sjöunda áratug síðustu aldar og vann meðal annars með mörgum af þekktustu djasstónlistarmönnum sögunnar. Monica Zetterlund (Eva Monica Nilsson) var fædd til að syngja og leika og byrjaði ung að láta sig dreyma um að geta lifað af list sinni. Hún gaf út sína fyrstu plötu árið 1958, aðeins 21 árs að aldri og fór í kjölfarið til Bandaríkjanna þar sem hún komst í kynni við þekkta djasstónlistar- menn. Árið 1964 gaf hún út ásamt djasspíanistanum Bill Evans plötuna Walts For Debbie og má segja að með söng sínum þar hafi hún stimplað sig rækilega inn í djasstónlistarheiminn. Um leið varð hún vinsæl leikkona, lék t.d. í verðlaunamyndunum Utvandrarna, sem tilnefnd var til fimm Óskarsverðlauna, og Nybyggarna, sem færði henni sænsku kvikmyndaverðlaunin. Það er hin sænsk-íslenska Edda Magnason (Edda Karin Hjartardóttir Magnason) sem fer með hlutverk Monicu Zetterlund og í hlutverki Sture, besta vinar hennar, er hinn alíslenski Sverrir Páll Guðnason, en þau Edda og Sverrir hlutu hvort fyrir sig sænsku kvikmyndaverðlaunin í ár fyrir frammistöðu sína í myndinni. Waltz For Monica þykir að öllu öðru leyti afburðavel gerð mynd, hrífandi og skemmtileg og er að sjálf- sögðu sneisafull af seiðandi tónlist Monicu Zetterlund.... minna