Hemma
2013
(Home)
Frumsýnd: 24. október 2014
An Unexpected Love Story
90 MÍNSænska
88% Critics Tilnefnd til Eddunnar fyrir bestu leikstjórn og bestu klippingu - Valdís Óskarsdóttir Sigurður Eyþórsson.
Lou er 27 ára gömul kona sem býr með móður sinni í borginni. Dag einn kemst hún að því að amma hennar, Frida, sem Lou hafði verið sagt að væri dáin, er sprelllifandi og býr í afskekktu þorpi við sjóinn. Gegn vilja móður sinnar ákveður Lou að þiggja boð Fridu um að flytja til hennar. Frida, sem nýlega missti eiginmann sinn, afa Lou, hefur reynt að... Lesa meira
Lou er 27 ára gömul kona sem býr með móður sinni í borginni. Dag einn kemst hún að því að amma hennar, Frida, sem Lou hafði verið sagt að væri dáin, er sprelllifandi og býr í afskekktu þorpi við sjóinn. Gegn vilja móður sinnar ákveður Lou að þiggja boð Fridu um að flytja til hennar. Frida, sem nýlega missti eiginmann sinn, afa Lou, hefur reynt að komast yfir sorgina og söknuðinn með samskiptum við hinn 10 ára gamla Tom, en þau samskipti snúast aðallega um að finna út með alls konar tilraunum í hverju hæfileikar Toms eru fólgnir. Það, og þetta nýja umhverfi ásamt áhuga Henriks á henni, eina mannsins í þorpinu sem er á hennar aldri, auk samskipta við aðra þorpsbúa, kemur róti á hug hinnar óreyndu og félagsfælnu Lou sem í fyrsta skipti á ævinni þarf að stíga út fyrir þægindasviðið og takast á við hluti sem hún hefur aldrei tekist á við áður ...... minna