Náðu í appið
Ölli
Öllum leyfð

Ölli 2013

Frumsýnd: 4. september 2013

72 MÍNÍslenska

Heimildarmyndin Ölli eftir Garðar Örn Arnarson er mynd um líf og leik Örlygs Arons Sturlusonar sem var ekki lengi að stimpla sinn inn sem mesta efni í sögu íslensks körfubolta eftir að hann hóf feril sinn með meistaraflokki Njarðvíkur árið 1997 þá einungis 16 ára gamall. Hann varð undir eins lykilmaður í liðinu sem varð Íslandsmeistari árið 1998. Eftir... Lesa meira

Heimildarmyndin Ölli eftir Garðar Örn Arnarson er mynd um líf og leik Örlygs Arons Sturlusonar sem var ekki lengi að stimpla sinn inn sem mesta efni í sögu íslensks körfubolta eftir að hann hóf feril sinn með meistaraflokki Njarðvíkur árið 1997 þá einungis 16 ára gamall. Hann varð undir eins lykilmaður í liðinu sem varð Íslandsmeistari árið 1998. Eftir frábært tímabil hélt Örlygur út til North Carolina í Bandaríkjunum til þess að stunda nám og spila körfubolta með Charlotte Christian Knights undir stjórn Hall of Fame NBA leikmannsins Bobby Jones sem varð meistari með Philadelpia 76'ers árið 1983. Bobby var einnig fyrsti leikmaðurinn í sögunni til þess að fá nafnbótina sjötti maður ársins en hann afrekaði að spila fjóra All Star leiki og var valinn í varnarlið deildarinnar tíu ár í röð. Eftir árangursríka dvöl í Bandaríkjunum snéri Örlygur heim og hóf aftur að leika með Njarðvík þá orðinn 18 ára gamall. Örlygur spilaði þrjá A-landsleiki og nokkra unglingalandsleiki fyrir tímabilið. Hann var orðinn einn af albestu leikmönnum deildarinnar tímabilið 1999-2000 þegar hann lést af slysförum 16. janúar árið 2000, daginn eftir að hann spilaði Stjörnuleik Körfuknattleikssambands Íslands. Myndin rekur feril Örlygs og gefur áhorfandanum tækifæri á að kynnast þessum einstaka dreng í gegnum vini hans, þjálfara, mótspilara og ættingja. Örlygur var glæsilegur og hæfileikaríkur drengur sem átti framtíðina fyrir sér þegar hann kvaddi okkur skyndilega.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn