The Boxtrolls
2014
(Kassatröllin)
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 17. október 2014
Heroes come in all shapes and sizes...even rectangles. / When Trouble Strikes Friends Stack Together.
100 MÍNEnska
78% Critics
63% Audience
61
/100 Kassatröllin segir frá ungum dreng, Eggja, eins og hann er kallaður, sem
alist hefur upp í holræsum bæjarins Ostabrúar í góðri umsjá hinna sérkennilegu
kassatrölla, en þau eru frekar ófríð lítil tröll sem hafast við í
kössum og ef þau verða hrædd eða þurfa að fela sig geta þau dregið
bæði höfuð og útlimi inn í kassann, svona svipað og skjaldbökur... Lesa meira
Kassatröllin segir frá ungum dreng, Eggja, eins og hann er kallaður, sem
alist hefur upp í holræsum bæjarins Ostabrúar í góðri umsjá hinna sérkennilegu
kassatrölla, en þau eru frekar ófríð lítil tröll sem hafast við í
kössum og ef þau verða hrædd eða þurfa að fela sig geta þau dregið
bæði höfuð og útlimi inn í kassann, svona svipað og skjaldbökur gera.
Kassatröllin eru frekar illa liðin af hinum mannlegu
íbúum Ostabrúar enda koma þau upp úr holræsunum
á næturnar til að ná sér í mat og reyndar hvað eina
sem á vegi þeirra verður, og geta þá um leið hrætt líftóruna
úr þeim íbúum bæjarins sem eru svo óheppnir
að hitta þau. Samt eru kassatröllin eiginlega alveg
meinlaus og í raun sjálf alveg skíthrædd við fólk.
Vandamál kassatröllanna verða hins vegar alvarleg þegar náungi einn
sem þolir ekki kassatröll, finnur þeim allt til foráttu og dreifir um þau
ósönnum og ljótum sögum, mætir á svæðið í sérhannaðri útrýmingarvél
sem er sérstaklega gerð til að veiða og eyða kassatröllum hvar sem
til þeirra næst. Það kemur auðvitað í hlut Eggja að bregðast við þessari
vá og finna leið til að stöðva bæði útrýmingarvélina og stjórnanda
hennar áður en það er orðið of seint ...... minna