Springsteen and I
2013
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 22. júlí 2013
124 MÍNEnska
94% Critics Ridley Scott kynnir einstaka heimildarmynd um goðsögnina Bruce Springsteen. Myndin er sýnd á sama tíma um allan heim, aðeins einu sinni, mánudaginn 22. júlí. Springsteen spratt fram á rokksenuna fyrir fjörtíu árum og breytti henni til frambúðar. Tónlistin hans setti mark sitt á heila kynslóð en að baki lögunum liggja eftirminnilegar sögur um aðdáendurna... Lesa meira
Ridley Scott kynnir einstaka heimildarmynd um goðsögnina Bruce Springsteen. Myndin er sýnd á sama tíma um allan heim, aðeins einu sinni, mánudaginn 22. júlí. Springsteen spratt fram á rokksenuna fyrir fjörtíu árum og breytti henni til frambúðar. Tónlistin hans setti mark sitt á heila kynslóð en að baki lögunum liggja eftirminnilegar sögur um aðdáendurna sem lifðu þær, eins og áhorfendur fá nú að kynnast. Í kvikmyndinni deila aðdáendur þekkingu sinni og reynslu af listamanninum. Auk þess verða sýnd myndskeið sem ekki hafa sést fyrr af flutningi Springsteens í gegnum tíðina. Gaman er frá því að segja að nokkuð er um Íslandstengingar í myndinni. Í fyrsta lagi fer íslenskur tónlistarmaður með nokkuð stórt hlutverk. Þannig er mál með vexti að Springsteen tók óvænt þrjú lög með Jóni Magnússyni þar sem hann stóð og lék fyrir gangangi vegfarendur á Strikinu í Kaupmannahöfn. Samleikurinn var tekinn upp og er honum gert hátt undir höfði í myndinni. Margir kannast betur við Jón undir nafninu JoJo, en hann spilaði og söng árum saman í Austurstrætinu. Myndin er auk þess framleidd af Svönu Gísla í gegnum fyrirtækið Black Dog Films. Þetta er kvikmynd fyrir aðdáendurna, eftir aðdáendurna - stútfull af lögunum sem svo margir hefur elskað og lifað.... minna